Mæðrastyrksnefnd fær margfalt meira Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2013 07:30 Frá matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands. Mynd/GVA Ríkið hefur styrkt bæði Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd á undanförnum árum, en tugum milljóna munar á framlögunum. Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá Fjársýslu ríkisins hefur Fjölskylduhjálp Íslands fengið 16.991.500 krónur frá árinu 2004 til 2012, mest 5.053.000 krónur árið 2011. Mæðrastyrksnefnd hefur á sama tímabili fengið 51.795.000 krónur, mest 9.100.000 krónur árið 2011.Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.Mynd/Haraldur GuðjónssonRagnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir hana ekki sambærilega Fjölskylduhjálp Íslands. „Fjölskylduhjálpin er stofnuð árið 2003 en við erum orðnar 85 ára. Þessum samanburði má ekki gleyma. Við erum búnar að standa vaktina allan þennan tíma og allt í sjálfboðavinnu. Í hverri viku vinna 15 til 20 konur hjá okkur kauplaust.“ Hún segir mest allt sem nefndin fær frá hinu opinbera fara í reksturinn. „Við borgum fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar, sem styrkir okkur ekki, hita og ljós, síma, viðgerðir og akstur. Við pöntum heilmikið af mat og honum þarf að koma til okkar.“ Einnig segir Ragnhildur Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp reknar á mismunandi grunni. „Fjölskylduhjálpin er einkafyrirtæki og við erum samstarfsverkefni sjö kvenfélaga.“ „Við úthlutuðum 30.000 matargjöfum síðustu tólf mánuði og teljum að við séum án nokkurs vafa stærst þeirra hjálparsamtaka á Íslandi sem standa að aðstoð við fátækt fólk hér á landi. Þetta vita ráðamenn, bæði ríkisstjórn og sveitarfélög,“ segir Ásgerður J. Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.Mynd/GVA„Við höfum alltaf talið að það ríkti einhvers konar jafnræði um framlag ríkis og sveitarfélaga til hjálparsamtaka á Íslandi. Það vakti því furðu okkar hjá Fjölskylduhjálp og þeim 50 sjálfboðaliðum sem þar starfa, þegar í ljós kom að mismunur er á milli hjálparsamtaka upp á tugi milljóna,“ segir Ásgerður. Hún segist þó fagna hverri krónu sem berist góðum málefnum, sama hvaða leið hún fer. „Öll hjálparsamtök eru fjárvana og fögnum við hverri krónu sem fer í gott málefni hvort sem hún kemur í gegnum Fjölskylduhjálp Íslands eða önnur hjálparsamtök. Við eigum erfitt með að sinna okkar starfi og erum því dugleg að finna leiðir til að fjármagna starfsemi okkar sjálf.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ríkið hefur styrkt bæði Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd á undanförnum árum, en tugum milljóna munar á framlögunum. Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá Fjársýslu ríkisins hefur Fjölskylduhjálp Íslands fengið 16.991.500 krónur frá árinu 2004 til 2012, mest 5.053.000 krónur árið 2011. Mæðrastyrksnefnd hefur á sama tímabili fengið 51.795.000 krónur, mest 9.100.000 krónur árið 2011.Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.Mynd/Haraldur GuðjónssonRagnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir hana ekki sambærilega Fjölskylduhjálp Íslands. „Fjölskylduhjálpin er stofnuð árið 2003 en við erum orðnar 85 ára. Þessum samanburði má ekki gleyma. Við erum búnar að standa vaktina allan þennan tíma og allt í sjálfboðavinnu. Í hverri viku vinna 15 til 20 konur hjá okkur kauplaust.“ Hún segir mest allt sem nefndin fær frá hinu opinbera fara í reksturinn. „Við borgum fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar, sem styrkir okkur ekki, hita og ljós, síma, viðgerðir og akstur. Við pöntum heilmikið af mat og honum þarf að koma til okkar.“ Einnig segir Ragnhildur Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp reknar á mismunandi grunni. „Fjölskylduhjálpin er einkafyrirtæki og við erum samstarfsverkefni sjö kvenfélaga.“ „Við úthlutuðum 30.000 matargjöfum síðustu tólf mánuði og teljum að við séum án nokkurs vafa stærst þeirra hjálparsamtaka á Íslandi sem standa að aðstoð við fátækt fólk hér á landi. Þetta vita ráðamenn, bæði ríkisstjórn og sveitarfélög,“ segir Ásgerður J. Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.Mynd/GVA„Við höfum alltaf talið að það ríkti einhvers konar jafnræði um framlag ríkis og sveitarfélaga til hjálparsamtaka á Íslandi. Það vakti því furðu okkar hjá Fjölskylduhjálp og þeim 50 sjálfboðaliðum sem þar starfa, þegar í ljós kom að mismunur er á milli hjálparsamtaka upp á tugi milljóna,“ segir Ásgerður. Hún segist þó fagna hverri krónu sem berist góðum málefnum, sama hvaða leið hún fer. „Öll hjálparsamtök eru fjárvana og fögnum við hverri krónu sem fer í gott málefni hvort sem hún kemur í gegnum Fjölskylduhjálp Íslands eða önnur hjálparsamtök. Við eigum erfitt með að sinna okkar starfi og erum því dugleg að finna leiðir til að fjármagna starfsemi okkar sjálf.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira