Innlent

Huskyhundar rifu í sig kött

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Getty Images
Tveir Huskyhundar rifu í sig og drápu kött í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Íbúi í umdæminu tilkynnti um málið til lögreglu. Þegar lögreglan bar að garði reyndist kötturinn vera dauður.

Lögreglumenn höfðu samband við eigenda hundanna sem sagði þá hafa verið bundna en þeim hafi tekist að leysa sig með einhverju móti. Heimilisfólk hafi þegar farið að leita þeirra eftir að í ljós kom að þeir höfðu sloppið.

Kötturinn reyndist vera örmerktur og ætlaði hundafangari, sem fenginn var til að lesa af örmerkinu, að láta eiganda hans vita. Lögregla tilkynnti málið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×