Innlent

Lögreglan í Vestmanneyjum komin á Facebook

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan í Eyjum hyggst fylgja straumum nútímans á Facebook.
Lögreglan í Eyjum hyggst fylgja straumum nútímans á Facebook. Mynd/Haraldur Jónasson
Lögreglan  í Vestmannaeyjum er komin á Facebook líkt og kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þar er ætlunin að fylgja straumum nútímans og nálgast fólk á þessari upplýsingaveitu. Lögreglan hyggst setja inn tilkynningar til almennings og margt annað á síðuna sína.

Í síðastliðinni viku hjá lögreglunni í Eyju, en þó var ýmsum tækjum og búnaði stolið úr fiskibát sem lá í Vestmannaeyjahöfn og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Þá varð eitt vinnuslys þegar maður féll úr stiga þar sem han var að vinna í Vinnslustöðinni. Maðurinn hlaut handleggsbrot og brotnar tennur og var fluttur á sjúkrahús Vestamannaeyja.

Tvö umferðarslys áttu sér stað úti í Eyjum í síðustu viku, annars vegar síðastliðinn miðvikudag þegar ekið var utan í bifreið þar sem hún var staðsett á bifreiðarverkstæði við verslun Krónunnar á Strandveg. Hins vegar svipað atvik sem tilkynnt var á Skólavegi við Safnaðarheimilið. Í báðum tilvikum tilkynntu tjónvaldar ekki um ákeyrsluna og biður lögreglan þá sem veitt geta upplýsingar um tjónin að hafa samband við lögregluna.

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill biðja ökumenn að fara varlega vegna hálku og minnir á að frá og með 1. nóvember sé heimilt að setja nagladekkin undir bíla. Þá hvetur lögreglan gangandi vegfarendur til að vera með endurskinsmerki á fatnaði sínum þegar þeir eru gangandi í myrkrinu. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að huga að börnum sínum í því tilliti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×