"Lögreglan getur ekkert gert“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. október 2013 16:21 Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konunnar, segir ekkert gert í heimilisofbeldismálum af hálfu lögreglunnar. Kona sem lifði við heimilisofbeldi af hálfu eiginmanns síns í 40 ár getur ekkert í því gert að fyrrverandi maður hennar valsi um heimili hennar, skipti um skrár á hurðum og fjarlægi hluti eftir hentugleika. Konan sem var í ítarlegu viðtali hjá mbl.is í sumar hefur sótt um skilnað að borði og sæng við manninn en hann lætur hana samt ekki í friði. „Ég kom heim til mín og sá að það var ekki allt á réttum stað, einhver hafði farið í tölvuna mína og farið í gegnum ýmis skjöl. Svo komst ég ekki inn í bílskúrinn þar sem millihurðinni hafði verið læst innan frá, sem ég geri aldrei,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún segist hafa kallað á son sinn og þau komust á endanum í gegnum dyrnar og sáu þá að það var búið að skipta um lás á bílskúrshurðinni. „Við notum alla jafna ekki þessa hurð og ég hef því ekki hugmynd um hvenær var skipt um þennan lás. Við vitum þannig ekkert hvort hann hafi valsað um húsið oft áður," segir konan sem segir agalegt að vera svona óvarin. Konan kallaði til lögreglu sem staðfesti að það væri líklegast að einhver sem hún þekkti væri að verki. Konan kannaði hvort eitthvað hefði horfið og segir hún að hann hafði fjarlægt GPS staðsetningartæki, skartgripi, þar á meðal giftingahring konunnar, ásamt öðru smálegu. „Lögreglan gerði ekkert annað en að benda mér á að setja eldspýtur í skránna. Ég kærði innbrotið og stuldinn, en ég hef engar sannanir um hvort það var hann sem var að verki eða ekki.“ Konan hefur sótt um skilnað við manninn en það hefur gengið hægt vegna vandamála við skipti á búi þeirra hjóna. Þá hefur maðurinn alltaf flutt lögheimili sitt aftur á heimili konunnar þrátt fyrir að búa ekki þar. „Mér finnst bara allar dyr sem ég kem að vera lokaðar. Lögreglan getur ekkert gert,“ segir konan. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konunnar, segir lögregluna hafa ráðlagt konunni að koma með lista yfir þá hluti sem hefðu horfið. Annars hafi lögreglan sagst ekkert geta gert í málinu. Helga Vala segir úrræði í heimilisofbeldismálum vannýtt og ekkert gert í þessum málaflokki af hálfu lögreglunnar. „Við erum með þrjú sambærileg mál í gangi þar sem lögreglan horfir bara í hina áttina. Það er alveg gríðarlega erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, við upplifum mikið umburðarlyndi gagnvart ofbeldismönnum hjá lögreglunni,“ segir Helga Vala. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Kona sem lifði við heimilisofbeldi af hálfu eiginmanns síns í 40 ár getur ekkert í því gert að fyrrverandi maður hennar valsi um heimili hennar, skipti um skrár á hurðum og fjarlægi hluti eftir hentugleika. Konan sem var í ítarlegu viðtali hjá mbl.is í sumar hefur sótt um skilnað að borði og sæng við manninn en hann lætur hana samt ekki í friði. „Ég kom heim til mín og sá að það var ekki allt á réttum stað, einhver hafði farið í tölvuna mína og farið í gegnum ýmis skjöl. Svo komst ég ekki inn í bílskúrinn þar sem millihurðinni hafði verið læst innan frá, sem ég geri aldrei,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún segist hafa kallað á son sinn og þau komust á endanum í gegnum dyrnar og sáu þá að það var búið að skipta um lás á bílskúrshurðinni. „Við notum alla jafna ekki þessa hurð og ég hef því ekki hugmynd um hvenær var skipt um þennan lás. Við vitum þannig ekkert hvort hann hafi valsað um húsið oft áður," segir konan sem segir agalegt að vera svona óvarin. Konan kallaði til lögreglu sem staðfesti að það væri líklegast að einhver sem hún þekkti væri að verki. Konan kannaði hvort eitthvað hefði horfið og segir hún að hann hafði fjarlægt GPS staðsetningartæki, skartgripi, þar á meðal giftingahring konunnar, ásamt öðru smálegu. „Lögreglan gerði ekkert annað en að benda mér á að setja eldspýtur í skránna. Ég kærði innbrotið og stuldinn, en ég hef engar sannanir um hvort það var hann sem var að verki eða ekki.“ Konan hefur sótt um skilnað við manninn en það hefur gengið hægt vegna vandamála við skipti á búi þeirra hjóna. Þá hefur maðurinn alltaf flutt lögheimili sitt aftur á heimili konunnar þrátt fyrir að búa ekki þar. „Mér finnst bara allar dyr sem ég kem að vera lokaðar. Lögreglan getur ekkert gert,“ segir konan. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konunnar, segir lögregluna hafa ráðlagt konunni að koma með lista yfir þá hluti sem hefðu horfið. Annars hafi lögreglan sagst ekkert geta gert í málinu. Helga Vala segir úrræði í heimilisofbeldismálum vannýtt og ekkert gert í þessum málaflokki af hálfu lögreglunnar. „Við erum með þrjú sambærileg mál í gangi þar sem lögreglan horfir bara í hina áttina. Það er alveg gríðarlega erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, við upplifum mikið umburðarlyndi gagnvart ofbeldismönnum hjá lögreglunni,“ segir Helga Vala.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira