Innlent

"Mesta fárviðri í Danmörku á þessari öld''

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gestur Guðmundsson er búsettur í Kaupmannahöfn.
Gestur Guðmundsson er búsettur í Kaupmannahöfn.
Íbúar í Danmörku voru ekki búnir undir hið mikla óveður sem geysaði þar í gærdag. „Það var búið að segja að það yrði rok en það leit ekkert illa út. Svo heyrði ég að um hádegið ætti að vera stormur,“ sagði Gestur Guðmundsson, prófessor í félagsfræði, sem búsettur er í Danmörku, í samtali við Vísi. 

„En svo milli þrjú fjögur tók ég eftir því að trén fyrir utan gluggann voru farin að hristast og sveigjast ansi mikið og lögðust niður,“ útskýrir hann. Hann segist hafa áttað sig á því að alvara væri á ferðum þegar hann sá byggingarstillansa við sex hæða hús svigna undan vindi og úr honum hrundi á götuna.

Í fréttum var fólk beðið að halda sig innandyra. „Fólki var sagt: Haldið ykkur innandyra, hreyfið ykkur ekki úti,“ útskýrir Gestur. Samgöngur lágu niðri um tíma í gær og greindi Vísir frá því í gær að þegar mest lét voru 5.000 manns fastir í lestum víðsvegar um landið. „Samgöngur fóru alveg úr skorðum,“ sagði Gestur. „Þetta er mesta rok sem verið hefur hérna á þessari öld.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×