Innlent

Stjórnarmaður RÚV hakkar þátt Gísla Marteins í sig

Jakob Bjarnar skrifar
Lára Hanna er enginn aðdáandi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins.
Lára Hanna er enginn aðdáandi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins.
Láru Hönnu Einarsdóttur, bloggara og varamanni í stjórn RÚV geðjast illa að nýjum þjóðmálaþætti Gísla Marteins Baldurssonar sem er á dagskrá RÚV á sunnudagsmorgnum. Hún hefur útbúið myndband sem hún birtir á YouTube þar sem hún dregur þáttinn sundur og saman í háði. (Sjá meðfylgjandi.)

Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar á Ríkisútvarpinu og hann segir Láru Hönnu hafa rétt á sinni skoðun. „En, spurning hvort þetta fari saman við stjórnarsetu hennar; að tjá sig svona opinberlega um einstaka dagskrárliði. En, þar utan vil ég undirstrika að allir hafa rétt á sinni skoðun á því sem boðið er uppá í sjónvarpinu. Ég tala nú ekki um ef það er á málefnalegum nótum.“

Aðspurður hvað honum finnist um þessa afgerandi skoðun stjórnarmannsins segist Skarphéðinn vilja vera sjálfum sér samkvæmur -- hann vilji ekki tjá sig opinberlega um framgöngu og skoðanir stjórnarmanna RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×