Innlent

Stjórnarmaður RÚV hakkar þátt Gísla Marteins í sig

Jakob Bjarnar skrifar
Lára Hanna er enginn aðdáandi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins.
Lára Hanna er enginn aðdáandi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins.

Láru Hönnu Einarsdóttur, bloggara og varamanni í stjórn RÚV geðjast illa að nýjum þjóðmálaþætti Gísla Marteins Baldurssonar sem er á dagskrá RÚV á sunnudagsmorgnum. Hún hefur útbúið myndband sem hún birtir á YouTube þar sem hún dregur þáttinn sundur og saman í háði. (Sjá meðfylgjandi.)

Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar á Ríkisútvarpinu og hann segir Láru Hönnu hafa rétt á sinni skoðun. „En, spurning hvort þetta fari saman við stjórnarsetu hennar; að tjá sig svona opinberlega um einstaka dagskrárliði. En, þar utan vil ég undirstrika að allir hafa rétt á sinni skoðun á því sem boðið er uppá í sjónvarpinu. Ég tala nú ekki um ef það er á málefnalegum nótum.“

Aðspurður hvað honum finnist um þessa afgerandi skoðun stjórnarmannsins segist Skarphéðinn vilja vera sjálfum sér samkvæmur -- hann vilji ekki tjá sig opinberlega um framgöngu og skoðanir stjórnarmanna RÚV.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.