Innlent

Smokkar til sölu í háskólanum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kaupfélagið opnaði síðustu mánaðarmót og þar má finna ýmislegt sem stúdenta getur vantað. Til dæmis smokka, dömubindi, gjafavörur, tannbursta, þvottaklemmur og uppþvottalög.
Kaupfélagið opnaði síðustu mánaðarmót og þar má finna ýmislegt sem stúdenta getur vantað. Til dæmis smokka, dömubindi, gjafavörur, tannbursta, þvottaklemmur og uppþvottalög.
Félagsstofnun stúdenta hefur opnað lítið kaupfélag inni í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. „Við erum að opna nýjar deildir. Kaffihús og svo kaupfélagið þar sem við seljum ýmsar gagnlegar, skemmtilegar og nauðsynlegar vörur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta.

Kaupfélagið opnaði síðustu mánaðarmót og þar má finna ýmislegt sem stúdenta getur vantað. Til dæmis smokka, dömubindi, gjafavörur, tannbursta, þvottaklemmur og uppþvottalög. Rebekka segir að selji einnig þau heyrnatól, hleðslutæki og annað slíkt.

„Við höfum verið að tína til það sem fólk spyr mest um og erum að reyna að ná utan um það sem fólki getur skyndilega vantað og allar ábendingar eru vel þegnar,“ segir Rebekka.

María Rut Kristinsdóttir formaður stúdentaráðs fagnar þessu framtaki. „Þessi viðbót gerir Háskólatorg að enn einni ástæðunni fyrir því að fólk þurfi ekkert að fara heim til sín,“ segir María. „Ég segi þetta nú meira í gríni. En það er gott að það sé hægt að kaupa hluti sem mann vantar en hefur kannski ekki tíma til að kaupa þegar annirnar eru sem mestar.“  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×