Barnafjölskylda missir allt sitt Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. október 2013 10:10 Björn minnir á að slitanefndum bankanna beri að tryggja hámarks heimtur samkvæmt lögum. Hann segir að gjörningurinn í dag sé andstæður þeim lögum. mynd/365 Barnafjölskylda missir allt sitt og Drómi hf. tapar meiru en nauðsynlegt er, skrifar Björn Steinbekk Kristjánsson framkvæmdarstjóri í grein sinni í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, Drómi tapar peningum í dag. Hann segir frá því í greininni að fasteignin hans, efri hæð hússins að Byggðarenda 8, verði boðin upp í dag. Það sé gert að beiðni Dróma hf., sem er hlutafélag sem innheimtir lán í eigu SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans í umboði slitastjórnar bankanna. Björn segir frá því að hann hafi keypt fasteignina árið 2004 með láni frá Íbúðarlánasjóð og Íslandsbanka ásamt eigin fé. Hann segir að nauðsynlegar endurbætur á eigninni hafi kostað 10 milljónir sem eigendur settu í eignina. Árið 2007 hafi Íslandsbankalánið og framkvæmdirnar verið endurfjármagnað með láni frá Frjálsa fjárfestingarbankanum, samtals 19,6 milljónir króna. Eignin var þá metin á 45 milljónir króna. Á fyrsta og öðrum veðrétti hafi hvílt 33 milljónir. Björn segir lánið hafa hækkað um 18 milljónir frá árinu 2004 og séu nú 51,5 milljónir króna. Hann segist hafa boðið Dróma 6,5 milljónir til niðurgreiðslu á höfuðstól gegn því að Drómi lækkaði sína kröfu um 6,9 milljónir ásamt viðhaldi upp á 3 milljónir. Áhvílandi yrðu þá 38,6 milljónir í stað 51,5 miljónir. Því var hafnað.„Drómi tapar pening og barnafjölskylda missir allt sitt“Áætlað söluverð fasteignarinnar á markaði segir Björn vera 36,5 milljónir króna. „Drómi tapar ekki bara peningum í dag af því að söluverð eignarinnar er þriðjungi lægra en áhvílandi lán og afskriftir því óumflýjanlegar, heldur líka vegna þess að söluverðið er mörgum milljónum lægra heldur en kröfuhöfum var boðið,“ skrifar Björn. Björn minnir á að slitanefndum bankanna beri að tryggja hámarks heimtur samkvæmt lögum. Hann segir að gjörningurinn í dag sé andstæður þeim lögum. „Það liggur fyrir að ég tók fullhá lán við þessi fasteignakaup miðað við þá þróun sem síðar varð. Þetta mál aftur á móti snýst ekki um mig, heldur kerfið sem feðraði Dróma; kerfi sem virkar ekki.“ Björn segir að greiðsluvilji og geta sé til staðar. Boð um bætur liggi á borðinu. Fyrir hvern er slitastjórn Dróma að vinna? spyr Björn. „Að flestu leyti fyrir sjálfa sig, enda er fólk þar með 40 þúsund krónur á tímann.“ Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Barnafjölskylda missir allt sitt og Drómi hf. tapar meiru en nauðsynlegt er, skrifar Björn Steinbekk Kristjánsson framkvæmdarstjóri í grein sinni í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, Drómi tapar peningum í dag. Hann segir frá því í greininni að fasteignin hans, efri hæð hússins að Byggðarenda 8, verði boðin upp í dag. Það sé gert að beiðni Dróma hf., sem er hlutafélag sem innheimtir lán í eigu SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans í umboði slitastjórnar bankanna. Björn segir frá því að hann hafi keypt fasteignina árið 2004 með láni frá Íbúðarlánasjóð og Íslandsbanka ásamt eigin fé. Hann segir að nauðsynlegar endurbætur á eigninni hafi kostað 10 milljónir sem eigendur settu í eignina. Árið 2007 hafi Íslandsbankalánið og framkvæmdirnar verið endurfjármagnað með láni frá Frjálsa fjárfestingarbankanum, samtals 19,6 milljónir króna. Eignin var þá metin á 45 milljónir króna. Á fyrsta og öðrum veðrétti hafi hvílt 33 milljónir. Björn segir lánið hafa hækkað um 18 milljónir frá árinu 2004 og séu nú 51,5 milljónir króna. Hann segist hafa boðið Dróma 6,5 milljónir til niðurgreiðslu á höfuðstól gegn því að Drómi lækkaði sína kröfu um 6,9 milljónir ásamt viðhaldi upp á 3 milljónir. Áhvílandi yrðu þá 38,6 milljónir í stað 51,5 miljónir. Því var hafnað.„Drómi tapar pening og barnafjölskylda missir allt sitt“Áætlað söluverð fasteignarinnar á markaði segir Björn vera 36,5 milljónir króna. „Drómi tapar ekki bara peningum í dag af því að söluverð eignarinnar er þriðjungi lægra en áhvílandi lán og afskriftir því óumflýjanlegar, heldur líka vegna þess að söluverðið er mörgum milljónum lægra heldur en kröfuhöfum var boðið,“ skrifar Björn. Björn minnir á að slitanefndum bankanna beri að tryggja hámarks heimtur samkvæmt lögum. Hann segir að gjörningurinn í dag sé andstæður þeim lögum. „Það liggur fyrir að ég tók fullhá lán við þessi fasteignakaup miðað við þá þróun sem síðar varð. Þetta mál aftur á móti snýst ekki um mig, heldur kerfið sem feðraði Dróma; kerfi sem virkar ekki.“ Björn segir að greiðsluvilji og geta sé til staðar. Boð um bætur liggi á borðinu. Fyrir hvern er slitastjórn Dróma að vinna? spyr Björn. „Að flestu leyti fyrir sjálfa sig, enda er fólk þar með 40 þúsund krónur á tímann.“
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira