Innlent

"Eilíft stríð og hvergi friður“

Boði Logason skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri
Jón Gnarr borgarstjóri mynd/gva
Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að tilkynna í fyrramálið hvort hann ætli að gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Ekki er vitað hvað hann ætlar að gera.

Á Facebook-síðu sinni í dag segist hann hafa verið með lagið Flugufrelsarann með Sigur Rós á heilanum alveg frá því að hann tók að sér starfið á vormánuðum 2010.

„Veit ekki afhverju. Á tímabilum hef ég raulað síðustu laglínurnar. Upphátt og í hljóði. Endurtekið í sífellu. Eins og möntru,“ skrifar Jón Gnarr.

Ef síðustu línur í texta lagsins eru skoðaðar, er ekki annað að skilja en hann ætli að taka slaginn og fórna sér - einhver þurfi að gera það enda séu dagarnir oft langir, hvergi friður og eilíft stríð.

Í síðustu línum textans segir nefnilega: „Eilíft stríð og hvergi friður. En það verður einhver að fórna sér. Dagarnir eru langir.“

Jón mun tilkynna um ákvörðun sína í endurkomu Tvíhöfða á Rás 2 í fyrramálið.

Lagið Flugufrelsarinn má heyra hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×