Innlent

Leigubílstjórinn ók of hratt

Boði Logason skrifar
Dagný Grímsdóttir
Dagný Grímsdóttir
Leigubílstjórinn sem keyrði á Dagnýju Grímsdóttir, 26 ára íslenska konu í Kaupamannahöfn aðfaranótt 20. október síðastliðinn með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum, var á alltof miklum hraða, segir Jesper Lotz hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Í samtali við Extra Bladet segir Jesper að Dagný hafi að öllum líkindum verið að kalla eftir leigubíl þegar slysið varð og verið komin langt út á götuna. Lögreglan hefur talað við annan leigubílstjóra sem keyrði framhjá Dagnýju stuttu fyrir slysið sem segist hafa þurft að sveigja frá til þess að aka ekki á hana.

Leigubílstjórinn sem keyrði á hana hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að brjóta umferðarlög.

„Við teljum að hann hafi verið á alltof miklum hraða,“ segir Jesper. Ekki er þó vitað á hversu miklum hraða hann var.

Slysið, sem varð skammt frá gatnamótum Hans Christian Andersens breiðgötunnar og Tietgensgade, er enn í rannsókn og bíður lögreglan meðal annars eftir niðurstöðum úr krufningu.

Dagný var 26 ára gömul og hafði búið í Kaupmannahöfn í nokkrun tíma þar sem hún stundaði nám við Kolding School of Design.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×