Innlent

Skotheldur snjallsími bjargar lífi manns

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan sagði að maðurinn hefði ekki áttað sig á því að hann hefði orðið fyrir skoti fyrr en hann dró símann sinn upp úr vasanum.
Lögreglan sagði að maðurinn hefði ekki áttað sig á því að hann hefði orðið fyrir skoti fyrr en hann dró símann sinn upp úr vasanum.
Það varð bensínafgreiðslumanni í Flórída til happs að hann var með farsímann sinn í brjóstvasa skyrtu sinnar þegar maður vopnaður byssu skaut hann í brjóstið. Vopnaði maðurinn gerði tilraun til þess að ræna bensínstöðina þar sem maðurinn var að störfum. Atvikið átti sér stað í úthverfi Orlando í gær. AP segir frá.

Lögreglan sagði að maðurinn hefði ekki áttað sig á því að hann hefði orðið fyrir skoti fyrr en hann dró símann sinn upp úr vasanum.

Lögreglan segir að maðurinn sé aðeins með minniháttar áverka eftir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×