Innlent

Hótanir hjá Tryggingastofnun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega.
Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega. Mynd/Vilhelm
Starfsmönnum Tryggingastofnunar var hótað í dag og því lokaði stofnunin fyrr en venjulega. Frá þessu greinir á mbl.is.

Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna taka málið alvarlega og að það sé í rannsókn. Hann vill þó ekki veita frekari upplýsingar um málið.

Starfsfólk Tryggingastofnunar mun hafa verið óttaslegið vegna málsins og því tekin sú ákvörðun að hætta starfsemi fyrr en venjulega í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×