Fordæmalausri misnotunarrannsókn lokið Stígur Helgason skrifar 29. október 2013 07:00 Maðurinn er bóndi á Snæfellsnesi. Konan bjó hjá honum og móður sinni í áratugi, með hléum. Fréttablaðið/GVA Lögreglan á Akranesi hefur lokið rannsókn á máli 82 ára bónda á Snæfellsnesi sem grunaður er um að hafa beitt þroskaskerta stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið. „Þetta hefur verið mjög umfangsmikil rannsókn,“ segir Jónas H. Ottósson rannsóknarlögreglumaður, sem fékk málið upp í hendurnar í janúar á þessu ári og hefur því haft það til skoðunar, með öðru, í tíu mánuði. Málið kom upp eftir að ófeðruð dóttir konunnar uppgötvaði að maður hennar hefði beitt tengdamóður sína kynferðisofbeldi um nokkurn tíma. Við skýrslutökur af konunni vegna þess máls greindi hún frá ofbeldinu sem hún hafði mátt þola af hálfu stjúpföður síns fyrrverandi, og raunar tveggja bræðra hans líka. Þeir létust báðir 2003. Tengdasonurinn gekkst við brotunum og dóttir konunnar sleit við hann samvistir. Hann hefur nú verið ákærður. Aldraði stjúpfaðirinn fyrrverandi hefur hins vegar alla tíð neitað sök. Hann sætti gæsluvarðhaldi vikum saman og var síðan með dómsúrskurði bannað að nálgast stjúpdóttur sína. Nálgunarbannið er enn í gildi. Lögreglan sendi raunar málið til ákærumeðferðar fyrir nokkrum vikum en það var endursent og farið fram á frekari rannsókn á heilsufari og sjúkrasögu hins grunaða. Henni er nú lokið og má búast við að ákæruvaldið taki sér einn til tvo mánuði til að meta málavexti og hvort gefa skuli út ákæru. Rannsóknin á sér engin fordæmi hjá embættinu, að sögn Jónasar, sem hefur tekið skýrslu af á öðrum tug manna vegna málsins. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Lögreglan á Akranesi hefur lokið rannsókn á máli 82 ára bónda á Snæfellsnesi sem grunaður er um að hafa beitt þroskaskerta stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið. „Þetta hefur verið mjög umfangsmikil rannsókn,“ segir Jónas H. Ottósson rannsóknarlögreglumaður, sem fékk málið upp í hendurnar í janúar á þessu ári og hefur því haft það til skoðunar, með öðru, í tíu mánuði. Málið kom upp eftir að ófeðruð dóttir konunnar uppgötvaði að maður hennar hefði beitt tengdamóður sína kynferðisofbeldi um nokkurn tíma. Við skýrslutökur af konunni vegna þess máls greindi hún frá ofbeldinu sem hún hafði mátt þola af hálfu stjúpföður síns fyrrverandi, og raunar tveggja bræðra hans líka. Þeir létust báðir 2003. Tengdasonurinn gekkst við brotunum og dóttir konunnar sleit við hann samvistir. Hann hefur nú verið ákærður. Aldraði stjúpfaðirinn fyrrverandi hefur hins vegar alla tíð neitað sök. Hann sætti gæsluvarðhaldi vikum saman og var síðan með dómsúrskurði bannað að nálgast stjúpdóttur sína. Nálgunarbannið er enn í gildi. Lögreglan sendi raunar málið til ákærumeðferðar fyrir nokkrum vikum en það var endursent og farið fram á frekari rannsókn á heilsufari og sjúkrasögu hins grunaða. Henni er nú lokið og má búast við að ákæruvaldið taki sér einn til tvo mánuði til að meta málavexti og hvort gefa skuli út ákæru. Rannsóknin á sér engin fordæmi hjá embættinu, að sögn Jónasar, sem hefur tekið skýrslu af á öðrum tug manna vegna málsins.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira