Innlent

Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Eigandi Strawberries hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Lögmaður eigandans segir kampavínsstúlkur ekki vera skilgreindar sem starfsmenn staðarins.

Viðar Már Friðfinnsson, eigandi kampavínsstaðarins Strawberries, var ásamt fjórum öðrum starfsmönnum staðarins úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardaginn var, vegna gruns um að hafa haft milligöngu um vændi inni á staðnum. Lögmaður Viðars hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstiréttar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fóru óeinkennisklæddir lögreglumenn inn á staðinn aðfararnótt laugardags og voru þar inni í nokkrar klukkustundir áður en ráðist var til atlögu og mennirnir handteknir. Á þriðju hæð staðarins er herbergi með hurð sem hægt er að loka og geta menn keypt sér góða flösku og komist þangað upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×