Innlent

Einn látinn í Danmörku í ofsaveðri

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ellen Loftsdóttir, stílisti, segist ýmsu vön en þetta sé einfaldlega á allt annarri stærðargráðu.
Ellen Loftsdóttir, stílisti, segist ýmsu vön en þetta sé einfaldlega á allt annarri stærðargráðu.
Einn er látinn og tvær konur slasaðar í veðurofsa sem nú gengur yfir Danmörku. Maðurinn sem lést varð fyrir þakplötum samkvæmt lögreglu á svæðinu.

Lögreglan á Norður Sjálandi hefur beðið fólk að halda sig innandyra. Hún segir vindinn svo sterkan að hann feyki upp trjám.

Ellen Loftsdóttir, stílisti sem býr og vinnur í Kaupmannahöfn, segist aldrei hafa lent í öðru eins. Hún sem Íslendingur sé nú ýmsu vön en þetta sé einfaldlega á allt annarri stærðargráðu.

Ellen segist hafa hjólað heim til sín og ekki staðið á sama. Maðurinn hennar sem kom heim stuttu seinna hafi líka verið skelkaður þegar húsbrak fauk fyrir hann á hjólastígnum og vírar sem halda uppi gönguljósum hafi verið við það að losna.

Ellen segir mikið af fólki á ferli, mun fleiri en alla jafna þeir sem eru á ferðinni heima á Íslandi, þar sem margir séu á hjóli til og frá vinnu. Mér líður eins og ég sé stödd í Harlem, hér eru stanslaus sírenuhljóð en venjulega heyrir maður ekkert slíkt.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af vef Extra Bladet þar sem himinháir vinnpallar fjúka til jarðar í Frederiksberg í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×