Fleiri fréttir

Enginn í lífshættu

Gunnar Bragi Sveinsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sá sig knúinn til að greina frá hvert "neyðartilvikið“ var í fjölskyldu hans en í upphafi kosningaþáttar á RÚV í gær sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sjónvarpskona að Gunnar Bragi gæti ekki komið í þáttinn vegna "neyðartilviks í fjölskyldu hans.“

Fuglaflensufaraldur: "Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað"

Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan.

Hong Kong búar vilja ekki neyðaraðstoð til Kína vegna spillingar stjórnvalda

Mikil andstaða hefur myndast í Hong Kong í garð þess að senda Sichuan héraði á meginlandinu neyðaraðstoð í formi peninga vegna jarðskjálfta sem riðu yfir héraðið nýverið. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, kynnti fyrirætlanirnar um að fórnarlömbunum yrði veitt neyðaraðstoð á mánudaginn. Hann sagði aðstoðinni ætlað að sýna "ást og umhyggju gagnvart öðrum landsmönnum."

Perlan fær steypireyði sem Húsavík stólaði á

Forstjóri Náttúrfræðistofnunar segir hvalinn sem rak á Skaga fara í Perluna ef Náttúruminjasafn Íslands biður um það. Norðurþing vill að menningarmálaráðherra lýsi því yfir að hann verði settur upp á Húsavík.

Árni Páll búinn að raka sig

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er búinn að raka sig en hann hefur skartað myndarlegu skeggi síðustu mánuði svo tekið hefur verið eftir. Í morgun mætti Árni Páll í útvarpsþáttinn Í bítið á Bylgjunni ásamt Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG.

Sumardagurinn fyrsti verður kaldur

Sumardagurinn fyrsti verður kaldur, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Á suðvestur- og vesturlandi eru litlar líkur á úrkomu en þó er viðbúið að ofankoma haldi áfram um norðanvert landið.

Allir saltbílar borgarinnar að störfum

Allir saltbílar eru úti til að draga úr hálku á götum og hafa þeir verið að síðan hálf fimm í morgun, segir Þorsteinn Birgisson stjórnandi hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í tilkynningu.

Kaupþingsmenn mættir fyrir dóm

Ákæra yfir níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings banka var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í aðdraganda að bankahruninu. Í umfjöllun Fréttablaðsins, þegar ákærurnar voru gefnar út, fyrr í apríl kom fram að um væri að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar en um er að ræða alls fimm mál sem sameinuð voru í eina ákæru. Ákæra á hendur sex starfsmönnum Landsbankans verður einnig þingfest í dag.

Lögreglan varar við hálku í borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma eftirfarandi á framfæri: Töluverð hálka hefur myndast á götum höfuðborgarsvæðisins og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Skriða á Vestfjörðum

Vegurinn um Kjálkafjörð á Vestfjörðum, skammt frá Flókalundi, er enn lokaður eftir að mikil skriða féll á veginn í gær.

Óveður á Færeyjamiðum

Íslensku kolmunnaskipin eru nú ýmist í landi eða í vari við Færeyjar vegna óveðurs á miðunum suður af Færeyjum.

Vatnsveita í Reykholtsdal

Ný vatnsveita veður tekin í notkun í Reykholtsdal í dag og þarf því ekki lengur að aka vatni langt að í þurrkatíð.

Fólk skráð barnlaust og á rangt heimili

Sú krafa að stjórnvöld endurskoði lög um lögheimilisskráningu barna sem búa til skiptis hjá báðum foreldrum hefur verið hávær undanfarið. Málið hefur ratað inn á þing, en stofnaður var starfshópur til að skoða möguleikana og hvað það hefði í för með sér að skrá barn á tvö lögheimili.

Fylgistap hjá Framsókn

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu myndað meirihluta með 36 þingmönnum yrði kosið í dag samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld.

Gætu þurft að semja óviljugir um ESB

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kynferðisofbeldi í öllum íþróttum

„Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla.“

Magma-mistök að kreista kröfuhafa

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks töluðu fyrir hörku í samskiptum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna í umræðum formanna þeirra sex stjórnmálaflokka sem stærstir mælast í könnunum. Tekist var á um mál sem tengjast aðstæðum íslensks atvinnulífs á fundi VÍB og Kauphallar Íslands í Hörpu í gær.

Lánsveðshópur fær loks eigin 110% leið

Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða gerðu í gær með sér samkomulag um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila sem eru með lán með veð í eignum annarra. Er stefnt að því að þessi heimili fái nú svipaða lausn sinna mála og öðrum yfirveðsettum heimilum stóð til boða í gegnum 110% leiðina.

Karl Vignir gaf skýrslu og fór

Aðalmeðferð í máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Réttarhöldin eru lokuð og því ekki hægt að greina frá því sem þar fór fram. Þeim lýkur í maí.

Enginn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra

Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mikið á síðustu árum. Samkvæmt slysaskýrslu Umferðarstofu 2012 létust níu manns í umferðinni árið 2012, sem er um 28 á hverja milljón íbúa en það er með því allra lægsta í heiminum.

Besti hlutinn verður felldur á tíu árum

"Þegar þessu er lokið eftir fimm til tíu ár hafa verið gjörfelldir sjö hektarar, sem er fimmtungur af skóginum í Öskjuhlíð og þar að auki elsti og besti hluti skógarins,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaða fækkun trjáa í Öskjuhlíð.

Mæðradagurinn undirbúinn

Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 12. maí næstkomandi. Í tilefni dagsins verður hið svokallað Mæðrablóm selt sem hluti af fjáröflun fyrir menntasjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja efnalitlar konur og mæður til náms. Á yfirstandandi námsári styrkti hann um fimmtán konur til náms.

Börnin eiga sviðið

Barnamenningarhátíð var sett í þriðja sinn í Hörpu í gær. Hátíðin hófst á því að 1.300 nemendur í fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur fluttu tónverkið 268° eftir Áka Ásgeirsson, en það sækir innblástur í tölvuleikjamenninguna.

Bjóða út hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að hönnun og smíði Vestmannaeyjaferju verði boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hönnun verður boðin út sérstaklega og í framhaldi af hönnun skipsins verður smíðin boðin út. Farið verður í opið útboð á EES svæðinu með kröfum á tilboðsgjafa, svo sem um reynslu, getu og tungumálakunnáttu að því er fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Vegagerð um Teigsskóg fari aftur í umhverfismat

Oddviti sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, Einar K. Guðfinnsson, segir að tafarlaust eigi að fá nýtt umhverfismat fyrir Vestfjarðaveg um Teigsskóg svo unnt sé að snúa ákvörðun innanríkisráðherra. Oddviti Vinstri grænna segir slíkt leiða til minnst sex ára tafa vegna kærumála. Átökin snúast um hvort fara eigi um Teigsskóg með þjóðveginn um Gufudalssveit til að tengja sunnanverða Vestfirði við aðra landshluta með bundnu slitlagi. Á fjölmennum fundi á Patreksfirði haustið 2011, þar sem búsáhöld voru barin, var ákvörðun Ögmundar Jónassonar, um að hafna Teigsskógsleiðinni, mótmælt og nú vill oddviti sjálfstæðismanna taka upp þá ákvörðun ráðherrans. Þetta kom fram í kappræðu oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi á Stöð 2 í gærkvöldi. Oddviti Vinstri grænna, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sagði ekki inni í myndinni að fara um Teigsskóg.

Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði

Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið.

Stöðvuðu eftirlýstan mann - grunaður um stórfellt skartgriparán á Kýpur

Hæstiréttur Íslands stytti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir meintum stórglæpamanni sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok mars. Maðurinn kom ásamt tveimur félögum sínum til landsins skömmu fyrir páska en það vakti athygli tollvarða að mennirnir voru með sérstakan segul á sér sem er oft notaður til þess að gera þjófavarnir í verslunum óvirkar.

47 eignir boðnar upp á Selfossi í dag

Samtökin Almannavarnir fólksins í landinu sendu út fréttatilkynningu vegna þessa í gær. Í tilkynningunni segir að um "einhliða eignaupptöku“ sé að ræða af hálfu fjármálafyrirtækja.

Sextán ára kaupa vændi hér á landi

Lögreglan hefur yfirheyrt hátt í 60 kaupendur vændis hér á landi síðustu vikur og mánuði og skoðað mál sem varða sjö vændiskonur, fimm erlendar og tvær íslenskar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hélt í dag.

Staða Vítisengla og Útlaga aldrei verið veikari

Á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum héldu nú síðdegis kom fram að staða Outlaws og Hells Angels hér á landi hafi aldrei verið eins veik og í dag. Árið 2011 fór lögreglan í átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi eftir að lögreglu barst upplýsingar um að breytingar í undirheimunum væru að eiga sér stað. Einn anginn af því hafi verið að vélhjólagengi væri að festa sig í sessi, einkum Hells Angels og Outlaws.

Framdi bankarán í Danmörku og er nú í framboði til Alþingis

Sindri Daði Rafnsson, frambjóðandi í 11. sæti á framboðslista Hægri-Grænna í Suðvesturkjördæmi var árið 1999 dæmdur í sex ára fangelsi í Danmörku fyrir vopnað bankarán. Sindri er maður Írisar Drafnar Kristjánsdóttur, sem er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sindri lýsir þessu nánar í ítarlegu viðtali við fréttamann Vísis.

Baráttukona í bíó

Kasha Jaqueline Nabagesera verður viðstödd sýningu heimildarmyndarinnar Call Me Kuchu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir