„Ekkert vit í því að taka slíkri áskorun“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. apríl 2013 12:34 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“ Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
„Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“
Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira