Innlent

Börnin eiga sviðið

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Fjögur hundruð leikskólabörn skemmtu gestum í Hörpu með ljúfum söng á Barnamenningarhátíð í gær.fréttablaðið/pjetur
Fjögur hundruð leikskólabörn skemmtu gestum í Hörpu með ljúfum söng á Barnamenningarhátíð í gær.fréttablaðið/pjetur
Barnamenningarhátíð var sett í þriðja sinn í Hörpu í gær. Hátíðin hófst á því að 1.300 nemendur í fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur fluttu tónverkið 268° eftir Áka Ásgeirsson, en það sækir innblástur í tölvuleikjamenninguna.

Eftir hádegið hélt fjölbreytt dagskráin áfram og meðal annars stigu 400 börn úr 20 leikskólum á svið, ásamt nemendum úr Tónskóla Sigursveins og Hamrahlíðarkórnum, og fluttu lög Atla Heimis Sveinssonar.

Hátíðin heldur áfram næstu daga, en henni lýkur með stórtónleikum í Laugardalslaug á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×