47 eignir boðnar upp á Selfossi í dag Jóhannes Stefánsson skrifar 23. apríl 2013 17:16 Sýslumaður sér um nauðungarsölur Mynd/ Visir.is Framhaldsuppboð á 47 fasteignum fór fram hjá Sýslumanninum á Selfossi í dag. Samtökin Almannavarnir fólksins í landinu sendu út fréttatilkynningu vegna þessa í gær. Í tilkynningunni segir að um „einhliða eignaupptöku“ sé að ræða af hálfu fjármálafyrirtækja. Fréttastofa Vísis náði tali af Bjarna Bergmann Vilhjálmssyni hjá samtökunum sem hafði ýmislegt að athuga við framgang sýslumanns í málinu. „Það voru gerðar þarna allskonar athugasemdir sem hann kaus að hlusta ekki á. Hann var spurður meðal annars að því hvort hann hefði kynnt sér lögmæti krafna, og þá ákvað hann að fresta uppboðinu til klukkan níu um kvöldið. Svo bar gerðarþolinn fram sín mótmæli og við vorum að vonast til þess að hann [sýslumaður innsk. blm.] myndi vísa málinu til dóms.“ Að sögn Bjarna hafi sýslumaðurinn svo hætt við frestunina. Aðspurður um hvers vegna sýslumaðurinn hefði átt að vísa málinu til dóms sagði Bjarni: „Af því að það komu fram mótmæli við kröfunni og af því að hann er ekki dómstóll og á ekki að taka neinar ákvarðanir þar sem hann er framkvæmdavald.“ Bjarni vísaði í því skyni til 73. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungaruppboð. Bjarni hrósaði sýslumanni þó fyrir það að hafa klæðst einkennisbúningi við nauðungaruppboðið. Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum samtakanna, segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi: „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum. Meintur ágreiningur í málinu snýr að atriðum sem ekki hafa fengið löglega niðurstöðu neinsstaðar.“ Þá sagði Ólafur að nauðungarsölubeiðnum væri ekki frestað vegna þess að efnislegur ágreiningur væri uppi í málinu heldur væru slík ágreiningsefni leyst fyrir dómstólum. Ólafur benti þó á að allar ákvarðanir sýslumanns, til dæmis um það hvort frestun á nauðungarsöluuppboði væri hafnað, mætti alltaf bera undir dómstóla.Telur neytendarétt ekki virtan Bjarni segir að réttaróvissa sé til staðar um það hvort heimilt sé að gera aðför að hinu veðsetta án undangengins dóms, jafnvel þó að í skuldaskjalinu kveðii sérstaklega á um að slík aðför sé heimil. „Ég er bæði búinn að tala við lögmenn frá Bretlandi og blaðamann frá Þýskalandi í gær. Það sem stendur upp úr er að það á ekki að taka eign af fólki nema með dómsúrskurði.“ Bjarni bætir svo við: „Við vitum það að bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Verkalýðsfélagið á Akranesi eru með dómsmál vegna svona lána og það er réttaróvissa um það þangað til dómur er upp kveðinn í því. Þess vegna ætti að túlka það neytendum í vil.“Sýslumaður segist fara að lögum „Sú réttaróvissa hefur ekki komið fyrir dómstólana að mér vitandi,“ segir Ólafur. „Það liggur ekki fyrir að lög segi að það eigi að fresta vegna þessa og það er ekki fyrir hendi neinn dómur sem segir að það skuli fresta og bíða eftir niðurstöðu,“ segir Ólafur og bætir við: „Það liggur fyrir að um uppboðið er beðið á grundvelli lögformlegra gagna.“ Ólafur ítrekaði að það félli ekki í skaut sýslumanns að skera úr um efnisleg réttindi skuldara og kröfuhafa. „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum." Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Framhaldsuppboð á 47 fasteignum fór fram hjá Sýslumanninum á Selfossi í dag. Samtökin Almannavarnir fólksins í landinu sendu út fréttatilkynningu vegna þessa í gær. Í tilkynningunni segir að um „einhliða eignaupptöku“ sé að ræða af hálfu fjármálafyrirtækja. Fréttastofa Vísis náði tali af Bjarna Bergmann Vilhjálmssyni hjá samtökunum sem hafði ýmislegt að athuga við framgang sýslumanns í málinu. „Það voru gerðar þarna allskonar athugasemdir sem hann kaus að hlusta ekki á. Hann var spurður meðal annars að því hvort hann hefði kynnt sér lögmæti krafna, og þá ákvað hann að fresta uppboðinu til klukkan níu um kvöldið. Svo bar gerðarþolinn fram sín mótmæli og við vorum að vonast til þess að hann [sýslumaður innsk. blm.] myndi vísa málinu til dóms.“ Að sögn Bjarna hafi sýslumaðurinn svo hætt við frestunina. Aðspurður um hvers vegna sýslumaðurinn hefði átt að vísa málinu til dóms sagði Bjarni: „Af því að það komu fram mótmæli við kröfunni og af því að hann er ekki dómstóll og á ekki að taka neinar ákvarðanir þar sem hann er framkvæmdavald.“ Bjarni vísaði í því skyni til 73. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungaruppboð. Bjarni hrósaði sýslumanni þó fyrir það að hafa klæðst einkennisbúningi við nauðungaruppboðið. Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum samtakanna, segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi: „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum. Meintur ágreiningur í málinu snýr að atriðum sem ekki hafa fengið löglega niðurstöðu neinsstaðar.“ Þá sagði Ólafur að nauðungarsölubeiðnum væri ekki frestað vegna þess að efnislegur ágreiningur væri uppi í málinu heldur væru slík ágreiningsefni leyst fyrir dómstólum. Ólafur benti þó á að allar ákvarðanir sýslumanns, til dæmis um það hvort frestun á nauðungarsöluuppboði væri hafnað, mætti alltaf bera undir dómstóla.Telur neytendarétt ekki virtan Bjarni segir að réttaróvissa sé til staðar um það hvort heimilt sé að gera aðför að hinu veðsetta án undangengins dóms, jafnvel þó að í skuldaskjalinu kveðii sérstaklega á um að slík aðför sé heimil. „Ég er bæði búinn að tala við lögmenn frá Bretlandi og blaðamann frá Þýskalandi í gær. Það sem stendur upp úr er að það á ekki að taka eign af fólki nema með dómsúrskurði.“ Bjarni bætir svo við: „Við vitum það að bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Verkalýðsfélagið á Akranesi eru með dómsmál vegna svona lána og það er réttaróvissa um það þangað til dómur er upp kveðinn í því. Þess vegna ætti að túlka það neytendum í vil.“Sýslumaður segist fara að lögum „Sú réttaróvissa hefur ekki komið fyrir dómstólana að mér vitandi,“ segir Ólafur. „Það liggur ekki fyrir að lög segi að það eigi að fresta vegna þessa og það er ekki fyrir hendi neinn dómur sem segir að það skuli fresta og bíða eftir niðurstöðu,“ segir Ólafur og bætir við: „Það liggur fyrir að um uppboðið er beðið á grundvelli lögformlegra gagna.“ Ólafur ítrekaði að það félli ekki í skaut sýslumanns að skera úr um efnisleg réttindi skuldara og kröfuhafa. „Ákvörðun sýslumanns snýr ekki að neinum efnisatriðum."
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira