Kynferðisofbeldi í öllum íþróttum Hanna Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Cecilia Brackenridge „Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla. Celia er stödd hér á landi til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd undir yfirskriftinni Forvarnir eru besta leiðin, sem stendur nú yfir. Ísland er að hennar mati langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis en Celia er sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Málefnið er henni hugleikið en hún hefur barist fyrir auknu forvarnarstarfi í íþróttahreyfingum í 35 ár. Að sögn Celiu er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Erindi Celiu á ráðstefnunni fjallar um forvarnir og hvernig draga megi lærdóm af reynslu annarra landa af kynferðisbrotum í íþróttum og forvörnum sem tengjast þeim. Hún segir mikla vinnu hafa verið lagða í forvarnarstarf víðs vegar í heiminum sem hafi gefið mjög góða reynslu. „Margir halda að íþróttir séu eins og ævintýraland þar sem engin vandamál eru. En það er vitað að þar þrífast vandamál eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti og þar má einnig finna kynferðisofbeldi. Við þurfum að átta okkur á því að þjálfarar hafa mikil völd og að lítill hluti þeirra er stundum þátttakandi í ofbeldisfullri hegðun.“ Hún bendir einnig á að mikilvægt sé að þjálfarar séu meðvitaðir um einkenni sem geta komið fram hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kunni að grípa til viðeigandi ráðstafana fái þeir vitneskju um slíkt. „Hluti þeirra barna sem stunda íþróttir kemur frá heimilum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi. Þjálfarar hafa tækifæri til þess að hjálpa þessum börnum með að þekkja einkenni kynferðisofbeldis. Það er sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir verða að hafa vakandi auga fyrir því.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla. Celia er stödd hér á landi til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd undir yfirskriftinni Forvarnir eru besta leiðin, sem stendur nú yfir. Ísland er að hennar mati langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis en Celia er sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Málefnið er henni hugleikið en hún hefur barist fyrir auknu forvarnarstarfi í íþróttahreyfingum í 35 ár. Að sögn Celiu er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Erindi Celiu á ráðstefnunni fjallar um forvarnir og hvernig draga megi lærdóm af reynslu annarra landa af kynferðisbrotum í íþróttum og forvörnum sem tengjast þeim. Hún segir mikla vinnu hafa verið lagða í forvarnarstarf víðs vegar í heiminum sem hafi gefið mjög góða reynslu. „Margir halda að íþróttir séu eins og ævintýraland þar sem engin vandamál eru. En það er vitað að þar þrífast vandamál eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti og þar má einnig finna kynferðisofbeldi. Við þurfum að átta okkur á því að þjálfarar hafa mikil völd og að lítill hluti þeirra er stundum þátttakandi í ofbeldisfullri hegðun.“ Hún bendir einnig á að mikilvægt sé að þjálfarar séu meðvitaðir um einkenni sem geta komið fram hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kunni að grípa til viðeigandi ráðstafana fái þeir vitneskju um slíkt. „Hluti þeirra barna sem stunda íþróttir kemur frá heimilum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi. Þjálfarar hafa tækifæri til þess að hjálpa þessum börnum með að þekkja einkenni kynferðisofbeldis. Það er sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir verða að hafa vakandi auga fyrir því.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira