Kynferðisofbeldi í öllum íþróttum Hanna Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Cecilia Brackenridge „Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla. Celia er stödd hér á landi til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd undir yfirskriftinni Forvarnir eru besta leiðin, sem stendur nú yfir. Ísland er að hennar mati langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis en Celia er sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Málefnið er henni hugleikið en hún hefur barist fyrir auknu forvarnarstarfi í íþróttahreyfingum í 35 ár. Að sögn Celiu er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Erindi Celiu á ráðstefnunni fjallar um forvarnir og hvernig draga megi lærdóm af reynslu annarra landa af kynferðisbrotum í íþróttum og forvörnum sem tengjast þeim. Hún segir mikla vinnu hafa verið lagða í forvarnarstarf víðs vegar í heiminum sem hafi gefið mjög góða reynslu. „Margir halda að íþróttir séu eins og ævintýraland þar sem engin vandamál eru. En það er vitað að þar þrífast vandamál eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti og þar má einnig finna kynferðisofbeldi. Við þurfum að átta okkur á því að þjálfarar hafa mikil völd og að lítill hluti þeirra er stundum þátttakandi í ofbeldisfullri hegðun.“ Hún bendir einnig á að mikilvægt sé að þjálfarar séu meðvitaðir um einkenni sem geta komið fram hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kunni að grípa til viðeigandi ráðstafana fái þeir vitneskju um slíkt. „Hluti þeirra barna sem stunda íþróttir kemur frá heimilum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi. Þjálfarar hafa tækifæri til þess að hjálpa þessum börnum með að þekkja einkenni kynferðisofbeldis. Það er sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir verða að hafa vakandi auga fyrir því.“ Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
„Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla. Celia er stödd hér á landi til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd undir yfirskriftinni Forvarnir eru besta leiðin, sem stendur nú yfir. Ísland er að hennar mati langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis en Celia er sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Málefnið er henni hugleikið en hún hefur barist fyrir auknu forvarnarstarfi í íþróttahreyfingum í 35 ár. Að sögn Celiu er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Erindi Celiu á ráðstefnunni fjallar um forvarnir og hvernig draga megi lærdóm af reynslu annarra landa af kynferðisbrotum í íþróttum og forvörnum sem tengjast þeim. Hún segir mikla vinnu hafa verið lagða í forvarnarstarf víðs vegar í heiminum sem hafi gefið mjög góða reynslu. „Margir halda að íþróttir séu eins og ævintýraland þar sem engin vandamál eru. En það er vitað að þar þrífast vandamál eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti og þar má einnig finna kynferðisofbeldi. Við þurfum að átta okkur á því að þjálfarar hafa mikil völd og að lítill hluti þeirra er stundum þátttakandi í ofbeldisfullri hegðun.“ Hún bendir einnig á að mikilvægt sé að þjálfarar séu meðvitaðir um einkenni sem geta komið fram hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kunni að grípa til viðeigandi ráðstafana fái þeir vitneskju um slíkt. „Hluti þeirra barna sem stunda íþróttir kemur frá heimilum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi. Þjálfarar hafa tækifæri til þess að hjálpa þessum börnum með að þekkja einkenni kynferðisofbeldis. Það er sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir verða að hafa vakandi auga fyrir því.“
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira