Fuglaflensufaraldur: "Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2013 12:02 Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun lýsti því yfir í dag að hinn nýji stofn fuglaflensunnar, H7N9, sé sá hættulegasti sem stofnunin hefur tekist á við. Talið er að afbrigðið smitist greiðlega milli manna og dýra. „Þetta var varhugavert vegna þess að dánartíðnin er há. Þeir sem smitast af þessum stofni veikjast illa. Svo er hann sérstaklega varhugaverður vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hvaðan veiran er að koma," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi nýji stofn fuglaflensunnar er á marga vegu frábrugðinn þeim sem spratt upp árið 2005 og geisar í raun enn. Sú veira er kölluð H5N1 og vakti óhug víða um heim. Sá stofn og útbreiðsla hans kostaði 332 lífið. Mun auðveldara var að stemma stigum við því afbrigði, enda veiktust fuglarnir og drápust. Þannig gátu vísindamenn rakið rót veirunnar og þróað bóluefni. Sú vinna er skammt á veg komin þegar litið er á nýja afbrigðið. „Þetta sem er að gerast í Kína er erfiðara af því leitinu til að ómögulegt er að sjá hvaðan flensan er að koma." Hún er því óútreiknanlegri en fyrr afbrigði? „Já, það má segja það. En það rétt að ítreka það að hún er ekki að berast milli manna. Það er kostur í stöðunni." Landlæknisembættið fylgist náið með þróun mála í Kína. Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur embættið lýst yfir óvissustigi vegna flensunnar. „Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað og okkar viðbragðsáætlun við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu,“ segir hann. „Ég vil ítreka það að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur ekki lagt til neinar ferðatakmarkanir og engar viðskiptahrindranir. Hins vegar höfum við ráðlagt fólki að gæta vel að handþvotti og að forðast svokallaða vokmarkaði. Þar sem er verið að selja lifandi dýr til slástrunar. Menn ættu að forðast það að snerta fiður og aðra parta af fuglum." Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun lýsti því yfir í dag að hinn nýji stofn fuglaflensunnar, H7N9, sé sá hættulegasti sem stofnunin hefur tekist á við. Talið er að afbrigðið smitist greiðlega milli manna og dýra. „Þetta var varhugavert vegna þess að dánartíðnin er há. Þeir sem smitast af þessum stofni veikjast illa. Svo er hann sérstaklega varhugaverður vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hvaðan veiran er að koma," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi nýji stofn fuglaflensunnar er á marga vegu frábrugðinn þeim sem spratt upp árið 2005 og geisar í raun enn. Sú veira er kölluð H5N1 og vakti óhug víða um heim. Sá stofn og útbreiðsla hans kostaði 332 lífið. Mun auðveldara var að stemma stigum við því afbrigði, enda veiktust fuglarnir og drápust. Þannig gátu vísindamenn rakið rót veirunnar og þróað bóluefni. Sú vinna er skammt á veg komin þegar litið er á nýja afbrigðið. „Þetta sem er að gerast í Kína er erfiðara af því leitinu til að ómögulegt er að sjá hvaðan flensan er að koma." Hún er því óútreiknanlegri en fyrr afbrigði? „Já, það má segja það. En það rétt að ítreka það að hún er ekki að berast milli manna. Það er kostur í stöðunni." Landlæknisembættið fylgist náið með þróun mála í Kína. Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur embættið lýst yfir óvissustigi vegna flensunnar. „Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað og okkar viðbragðsáætlun við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu,“ segir hann. „Ég vil ítreka það að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur ekki lagt til neinar ferðatakmarkanir og engar viðskiptahrindranir. Hins vegar höfum við ráðlagt fólki að gæta vel að handþvotti og að forðast svokallaða vokmarkaði. Þar sem er verið að selja lifandi dýr til slástrunar. Menn ættu að forðast það að snerta fiður og aðra parta af fuglum."
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira