Staða Vítisengla og Útlaga aldrei verið veikari 23. apríl 2013 16:06 Á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum héldu nú síðdegis kom fram að staða Outlaws og Hells Angels hér á landi hafi aldrei verið eins veik og í dag. Árið 2011 fór lögreglan í átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi eftir að lögreglu barst upplýsingar um að breytingar í undirheimunum væru að eiga sér stað. Einn anginn af því hafi verið að vélhjólagengi væri að festa sig í sessi, einkum Hells Angels og Outlaws. „Staðan er núna sú að við teljum að fyrirbyggjandi aðgerðir sem lögreglan hefur verið með, bæði í rannsóknum og aðgerðum á götunni, hafi skilað því að staða þessara tveggja klúbba hefur ekki verið eins veik og hún er í dag. Erlendir kollegar okkar vilja meina að Íslendingar geti hamlað starfsemi þeirra og komið í veg fyrir að þeir starfi hér á landi,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, á fundinum.Fækkun í klúbbum Karl Steinar sagði að lögreglan hafi unnið markvisst við erlendum samstarfsmönnum sínum, og hafa beitt öllum leiðum til að koma í veg fyrir að þessir hópar festu rætur sínar hér á landi. „Það sem við sjáum sem beinan árangur, er til dæmis að fækkun meðlima hefur verið áberandi í þessum tveimur klúbbum. Þeir eru með svo fáa meðlimi að þeir eru í vandræðum með að taka þátt,“ sagði hann. Lögreglan hafi komið í veg fyrir talsvert ofbeldi í aðgerðum sínum, síðustu tvö árin. „Á tímabili beindist þessi athygli gegn okkur, þeir höfðu uppi hótanir gegn lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, en við komum í veg fyrir það með mjög sterku inngripi,“ sagði hann og nefndi í því sambandi húsleitir og handtökur. Í húsleitunum hafi gögn fundist sem bentu til að ráðast ætti gegn lögreglumönnum.1200 daga í gæsluvarðhaldi „Við höfum einnig komið í veg fyrir fullgildingu Outlaws. Í dag er Hells Angels með meðlimastöðu, en þeir hafa lent í vandræðum gegn móðurklúbbnum vegna þess að þeir þykja ekki standa sig nægilega vel í sinni starfsemi. Það sem við höfum gert og höfum lagt áherslu á er að miðla upplýsingum á milli embætta,“ sagði hann. Á þessum tveimur árum hafa menn, sem eru grunaðir að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, setið í gæsluvarðhaldi í 1200 daga. „Það má segja að við höfum verið með 2 til 3 menn í gæsluvarðhaldi síðan við byrjuðum - það segir svolítið um umfang brotanna.“ Í þessum aðgerðum hefur lögreglan lagt hald á meðal annars 11 virk skotvopn, 80 hnífa. „Því miður stöndum við frammi fyrir því að við þurfum í starfi lögreglu að fylgjast vel með þróun sem er að gerast í Evrópu. Við þurfum að horfa nákvæmlega á það sem er í gangi núna. Íslensk yfirvöld verða að vera á tánum ef þau ætla að ná árangri.“Raunhæft markmið að útrýma vélhjólagengjum Spurður hvort að hann sé bjartsýnn á að útrýma vélhjólagengjum alveg hér á landi sagði Karl Steinar: „Ég er vonbetri um það núna, en þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Það hefur engu landi tekist það. [...] Mér finnst þetta raunhæft markmið og mjög brýnt að stjórnvöldum beiti sér fyrir því að þetta takist.“ Lögreglan fékk í morgun 25 milljóna aukafjárveitingu frá ríkisstjórninni til að halda áfram að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum héldu nú síðdegis kom fram að staða Outlaws og Hells Angels hér á landi hafi aldrei verið eins veik og í dag. Árið 2011 fór lögreglan í átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi eftir að lögreglu barst upplýsingar um að breytingar í undirheimunum væru að eiga sér stað. Einn anginn af því hafi verið að vélhjólagengi væri að festa sig í sessi, einkum Hells Angels og Outlaws. „Staðan er núna sú að við teljum að fyrirbyggjandi aðgerðir sem lögreglan hefur verið með, bæði í rannsóknum og aðgerðum á götunni, hafi skilað því að staða þessara tveggja klúbba hefur ekki verið eins veik og hún er í dag. Erlendir kollegar okkar vilja meina að Íslendingar geti hamlað starfsemi þeirra og komið í veg fyrir að þeir starfi hér á landi,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, á fundinum.Fækkun í klúbbum Karl Steinar sagði að lögreglan hafi unnið markvisst við erlendum samstarfsmönnum sínum, og hafa beitt öllum leiðum til að koma í veg fyrir að þessir hópar festu rætur sínar hér á landi. „Það sem við sjáum sem beinan árangur, er til dæmis að fækkun meðlima hefur verið áberandi í þessum tveimur klúbbum. Þeir eru með svo fáa meðlimi að þeir eru í vandræðum með að taka þátt,“ sagði hann. Lögreglan hafi komið í veg fyrir talsvert ofbeldi í aðgerðum sínum, síðustu tvö árin. „Á tímabili beindist þessi athygli gegn okkur, þeir höfðu uppi hótanir gegn lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, en við komum í veg fyrir það með mjög sterku inngripi,“ sagði hann og nefndi í því sambandi húsleitir og handtökur. Í húsleitunum hafi gögn fundist sem bentu til að ráðast ætti gegn lögreglumönnum.1200 daga í gæsluvarðhaldi „Við höfum einnig komið í veg fyrir fullgildingu Outlaws. Í dag er Hells Angels með meðlimastöðu, en þeir hafa lent í vandræðum gegn móðurklúbbnum vegna þess að þeir þykja ekki standa sig nægilega vel í sinni starfsemi. Það sem við höfum gert og höfum lagt áherslu á er að miðla upplýsingum á milli embætta,“ sagði hann. Á þessum tveimur árum hafa menn, sem eru grunaðir að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, setið í gæsluvarðhaldi í 1200 daga. „Það má segja að við höfum verið með 2 til 3 menn í gæsluvarðhaldi síðan við byrjuðum - það segir svolítið um umfang brotanna.“ Í þessum aðgerðum hefur lögreglan lagt hald á meðal annars 11 virk skotvopn, 80 hnífa. „Því miður stöndum við frammi fyrir því að við þurfum í starfi lögreglu að fylgjast vel með þróun sem er að gerast í Evrópu. Við þurfum að horfa nákvæmlega á það sem er í gangi núna. Íslensk yfirvöld verða að vera á tánum ef þau ætla að ná árangri.“Raunhæft markmið að útrýma vélhjólagengjum Spurður hvort að hann sé bjartsýnn á að útrýma vélhjólagengjum alveg hér á landi sagði Karl Steinar: „Ég er vonbetri um það núna, en þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Það hefur engu landi tekist það. [...] Mér finnst þetta raunhæft markmið og mjög brýnt að stjórnvöldum beiti sér fyrir því að þetta takist.“ Lögreglan fékk í morgun 25 milljóna aukafjárveitingu frá ríkisstjórninni til að halda áfram að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira