Staða Vítisengla og Útlaga aldrei verið veikari 23. apríl 2013 16:06 Á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum héldu nú síðdegis kom fram að staða Outlaws og Hells Angels hér á landi hafi aldrei verið eins veik og í dag. Árið 2011 fór lögreglan í átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi eftir að lögreglu barst upplýsingar um að breytingar í undirheimunum væru að eiga sér stað. Einn anginn af því hafi verið að vélhjólagengi væri að festa sig í sessi, einkum Hells Angels og Outlaws. „Staðan er núna sú að við teljum að fyrirbyggjandi aðgerðir sem lögreglan hefur verið með, bæði í rannsóknum og aðgerðum á götunni, hafi skilað því að staða þessara tveggja klúbba hefur ekki verið eins veik og hún er í dag. Erlendir kollegar okkar vilja meina að Íslendingar geti hamlað starfsemi þeirra og komið í veg fyrir að þeir starfi hér á landi,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, á fundinum.Fækkun í klúbbum Karl Steinar sagði að lögreglan hafi unnið markvisst við erlendum samstarfsmönnum sínum, og hafa beitt öllum leiðum til að koma í veg fyrir að þessir hópar festu rætur sínar hér á landi. „Það sem við sjáum sem beinan árangur, er til dæmis að fækkun meðlima hefur verið áberandi í þessum tveimur klúbbum. Þeir eru með svo fáa meðlimi að þeir eru í vandræðum með að taka þátt,“ sagði hann. Lögreglan hafi komið í veg fyrir talsvert ofbeldi í aðgerðum sínum, síðustu tvö árin. „Á tímabili beindist þessi athygli gegn okkur, þeir höfðu uppi hótanir gegn lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, en við komum í veg fyrir það með mjög sterku inngripi,“ sagði hann og nefndi í því sambandi húsleitir og handtökur. Í húsleitunum hafi gögn fundist sem bentu til að ráðast ætti gegn lögreglumönnum.1200 daga í gæsluvarðhaldi „Við höfum einnig komið í veg fyrir fullgildingu Outlaws. Í dag er Hells Angels með meðlimastöðu, en þeir hafa lent í vandræðum gegn móðurklúbbnum vegna þess að þeir þykja ekki standa sig nægilega vel í sinni starfsemi. Það sem við höfum gert og höfum lagt áherslu á er að miðla upplýsingum á milli embætta,“ sagði hann. Á þessum tveimur árum hafa menn, sem eru grunaðir að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, setið í gæsluvarðhaldi í 1200 daga. „Það má segja að við höfum verið með 2 til 3 menn í gæsluvarðhaldi síðan við byrjuðum - það segir svolítið um umfang brotanna.“ Í þessum aðgerðum hefur lögreglan lagt hald á meðal annars 11 virk skotvopn, 80 hnífa. „Því miður stöndum við frammi fyrir því að við þurfum í starfi lögreglu að fylgjast vel með þróun sem er að gerast í Evrópu. Við þurfum að horfa nákvæmlega á það sem er í gangi núna. Íslensk yfirvöld verða að vera á tánum ef þau ætla að ná árangri.“Raunhæft markmið að útrýma vélhjólagengjum Spurður hvort að hann sé bjartsýnn á að útrýma vélhjólagengjum alveg hér á landi sagði Karl Steinar: „Ég er vonbetri um það núna, en þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Það hefur engu landi tekist það. [...] Mér finnst þetta raunhæft markmið og mjög brýnt að stjórnvöldum beiti sér fyrir því að þetta takist.“ Lögreglan fékk í morgun 25 milljóna aukafjárveitingu frá ríkisstjórninni til að halda áfram að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum héldu nú síðdegis kom fram að staða Outlaws og Hells Angels hér á landi hafi aldrei verið eins veik og í dag. Árið 2011 fór lögreglan í átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi eftir að lögreglu barst upplýsingar um að breytingar í undirheimunum væru að eiga sér stað. Einn anginn af því hafi verið að vélhjólagengi væri að festa sig í sessi, einkum Hells Angels og Outlaws. „Staðan er núna sú að við teljum að fyrirbyggjandi aðgerðir sem lögreglan hefur verið með, bæði í rannsóknum og aðgerðum á götunni, hafi skilað því að staða þessara tveggja klúbba hefur ekki verið eins veik og hún er í dag. Erlendir kollegar okkar vilja meina að Íslendingar geti hamlað starfsemi þeirra og komið í veg fyrir að þeir starfi hér á landi,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, á fundinum.Fækkun í klúbbum Karl Steinar sagði að lögreglan hafi unnið markvisst við erlendum samstarfsmönnum sínum, og hafa beitt öllum leiðum til að koma í veg fyrir að þessir hópar festu rætur sínar hér á landi. „Það sem við sjáum sem beinan árangur, er til dæmis að fækkun meðlima hefur verið áberandi í þessum tveimur klúbbum. Þeir eru með svo fáa meðlimi að þeir eru í vandræðum með að taka þátt,“ sagði hann. Lögreglan hafi komið í veg fyrir talsvert ofbeldi í aðgerðum sínum, síðustu tvö árin. „Á tímabili beindist þessi athygli gegn okkur, þeir höfðu uppi hótanir gegn lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, en við komum í veg fyrir það með mjög sterku inngripi,“ sagði hann og nefndi í því sambandi húsleitir og handtökur. Í húsleitunum hafi gögn fundist sem bentu til að ráðast ætti gegn lögreglumönnum.1200 daga í gæsluvarðhaldi „Við höfum einnig komið í veg fyrir fullgildingu Outlaws. Í dag er Hells Angels með meðlimastöðu, en þeir hafa lent í vandræðum gegn móðurklúbbnum vegna þess að þeir þykja ekki standa sig nægilega vel í sinni starfsemi. Það sem við höfum gert og höfum lagt áherslu á er að miðla upplýsingum á milli embætta,“ sagði hann. Á þessum tveimur árum hafa menn, sem eru grunaðir að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, setið í gæsluvarðhaldi í 1200 daga. „Það má segja að við höfum verið með 2 til 3 menn í gæsluvarðhaldi síðan við byrjuðum - það segir svolítið um umfang brotanna.“ Í þessum aðgerðum hefur lögreglan lagt hald á meðal annars 11 virk skotvopn, 80 hnífa. „Því miður stöndum við frammi fyrir því að við þurfum í starfi lögreglu að fylgjast vel með þróun sem er að gerast í Evrópu. Við þurfum að horfa nákvæmlega á það sem er í gangi núna. Íslensk yfirvöld verða að vera á tánum ef þau ætla að ná árangri.“Raunhæft markmið að útrýma vélhjólagengjum Spurður hvort að hann sé bjartsýnn á að útrýma vélhjólagengjum alveg hér á landi sagði Karl Steinar: „Ég er vonbetri um það núna, en þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Það hefur engu landi tekist það. [...] Mér finnst þetta raunhæft markmið og mjög brýnt að stjórnvöldum beiti sér fyrir því að þetta takist.“ Lögreglan fékk í morgun 25 milljóna aukafjárveitingu frá ríkisstjórninni til að halda áfram að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira