Hong Kong búar vilja ekki neyðaraðstoð til Kína vegna spillingar stjórnvalda Jóhannes Stefánsson skrifar 24. apríl 2013 11:28 Sichuan hérað er illa leikið eftir jarðskjálfta Mynd/ AFP Uppfært kl 12:30:Tillagan um að senda neyðaraðstoð til Kína var felld af yfirvöldum í Hong Kong. Stuðningsmenn tillögunar eru ósáttir og segjast munu gera aðra tilraun til að ná málinu í gegn. --- Mikil andstaða hefur myndast í Hong Kong í garð þess að senda Sichuan héraði á meginlandinu neyðaraðstoð í formi peninga vegna jarðskjálfta sem riðu yfir héraðið nýverið. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, kynnti fyrirætlanirnar um að fórnarlömbunum yrði veitt neyðaraðstoð á mánudaginn. Hann sagði aðstoðinni ætlað að sýna „ást og umhyggju gagnvart öðrum landsmönnum." Hong Kong er fyrrum bresk nýlenda og er að mörgu leyti mjög ólíkt meginlandinu, en Hong Kong búar hafa öðruvísi lagakerfi, stjórnmálakerfi og efnahagsstefnu en meginlandið þó að ekki sé um sjálfstætt ríki að ræða. Fyrirætlanirnar um fjárframlögin vöktu upp heitar umræður í Hong Kong, en margir íbúar halda því fram að fjármunir, ætlaðir fórnarlömbunum, endi í vösum spilltra embættismanna í Kína. Sjálfstæðishreyfing borgríkisins Hong Kong (e. Hong Kong City-State Autonomy Movement) hóf undirskriftarsöfnun á mánudag gegn fjárframlögunum og hvatti þingmenn til að beita neitunarvaldi og koma í veg fyrir að þau yrðu að veruleika. Hreyfingin benti á að Kínverska ríkið ætti 3.3 trilljónir bandaríkjadala (jafnvirði tæpra 120 þúsund milljarða íslenskra króna) í varasjóð og að stór hluti neyðaraðstoðar sem Hong Kong veitti Sichuan héraði árið 2008 hafi endað í því að borga fyrir veislur kínverskra embættismanna eða önnur verkefni ríkisins. Í yfirlýsingu frá samtökunum sagði „eftir því sem meiri peningur er sendur til Kína fer meiri peningur í hendur spilltra embættismanna." Fjölmiðlar í Kína hafa tekið undir áhyggjur samtakanna og sagði til dæmis Oriental Daily News (sem gjarnan hefur verið hliðhollt kínverskum stjórnvöldum) að andstaðan við neyðaraðstoðina væri skiljanleg, „ekki vegna þess að íbúar Hong Kong séu kaldlyndir eða fátækir, heldur vegna þess að embættismenn á meginlandinu eru of spilltir og þeir hafa getið af sér hræðilegt orð með því að misnota gjafafé. Enginn getur tryggt að slíkt endurtaki sig ekki." Löggjafarvaldið í Hong Kong kemur til með að kjósa um það hvort 13 milljón dollara neyðaraðstoð verði send til Kína síðar í vikunni. Andstaðan við fjárframlög einskorðast þó ekki við Hong Kong. Á meginlandinu sjálfu neita margir að veita hjálparsamtökum á vegum hins opinbera, eins og Red Cross State Society of China, fjárframlög. Árið 2011 kom í ljós að kínverski Rauði krossinn var flæktur í spillingarmál þegar 20 ára kona sem vann fyrir samtökin setti myndir af sér keyrandi Lamborghini og Maserati, sem engin leið var fyrir hana að hafa efni á miðað við launin sem hún fékk frá samtökunum. Myndirnar leiddu til þess að upp komst um hátt settan yfirmann samtakanna sem skipulagði safnanir fyrir Rauða krossinn. Efasemdirnar um ágæti neyðaraðstoðarinnar virðast því eiga fullan rétt á sér, en rannsókn sem framkvæmd var af Tsinghua háskóla í Peking sýndi fram á að um 80% þess sem ætlað var fórnarlömbum jarðskjálfta í Sichuan héraði árið 2008 endaði á einn eða annan hátt í kistum kínverska ríkisins en ekki hjá fórnarlömbunum. Nánar um málið á vef Global Post. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Uppfært kl 12:30:Tillagan um að senda neyðaraðstoð til Kína var felld af yfirvöldum í Hong Kong. Stuðningsmenn tillögunar eru ósáttir og segjast munu gera aðra tilraun til að ná málinu í gegn. --- Mikil andstaða hefur myndast í Hong Kong í garð þess að senda Sichuan héraði á meginlandinu neyðaraðstoð í formi peninga vegna jarðskjálfta sem riðu yfir héraðið nýverið. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, kynnti fyrirætlanirnar um að fórnarlömbunum yrði veitt neyðaraðstoð á mánudaginn. Hann sagði aðstoðinni ætlað að sýna „ást og umhyggju gagnvart öðrum landsmönnum." Hong Kong er fyrrum bresk nýlenda og er að mörgu leyti mjög ólíkt meginlandinu, en Hong Kong búar hafa öðruvísi lagakerfi, stjórnmálakerfi og efnahagsstefnu en meginlandið þó að ekki sé um sjálfstætt ríki að ræða. Fyrirætlanirnar um fjárframlögin vöktu upp heitar umræður í Hong Kong, en margir íbúar halda því fram að fjármunir, ætlaðir fórnarlömbunum, endi í vösum spilltra embættismanna í Kína. Sjálfstæðishreyfing borgríkisins Hong Kong (e. Hong Kong City-State Autonomy Movement) hóf undirskriftarsöfnun á mánudag gegn fjárframlögunum og hvatti þingmenn til að beita neitunarvaldi og koma í veg fyrir að þau yrðu að veruleika. Hreyfingin benti á að Kínverska ríkið ætti 3.3 trilljónir bandaríkjadala (jafnvirði tæpra 120 þúsund milljarða íslenskra króna) í varasjóð og að stór hluti neyðaraðstoðar sem Hong Kong veitti Sichuan héraði árið 2008 hafi endað í því að borga fyrir veislur kínverskra embættismanna eða önnur verkefni ríkisins. Í yfirlýsingu frá samtökunum sagði „eftir því sem meiri peningur er sendur til Kína fer meiri peningur í hendur spilltra embættismanna." Fjölmiðlar í Kína hafa tekið undir áhyggjur samtakanna og sagði til dæmis Oriental Daily News (sem gjarnan hefur verið hliðhollt kínverskum stjórnvöldum) að andstaðan við neyðaraðstoðina væri skiljanleg, „ekki vegna þess að íbúar Hong Kong séu kaldlyndir eða fátækir, heldur vegna þess að embættismenn á meginlandinu eru of spilltir og þeir hafa getið af sér hræðilegt orð með því að misnota gjafafé. Enginn getur tryggt að slíkt endurtaki sig ekki." Löggjafarvaldið í Hong Kong kemur til með að kjósa um það hvort 13 milljón dollara neyðaraðstoð verði send til Kína síðar í vikunni. Andstaðan við fjárframlög einskorðast þó ekki við Hong Kong. Á meginlandinu sjálfu neita margir að veita hjálparsamtökum á vegum hins opinbera, eins og Red Cross State Society of China, fjárframlög. Árið 2011 kom í ljós að kínverski Rauði krossinn var flæktur í spillingarmál þegar 20 ára kona sem vann fyrir samtökin setti myndir af sér keyrandi Lamborghini og Maserati, sem engin leið var fyrir hana að hafa efni á miðað við launin sem hún fékk frá samtökunum. Myndirnar leiddu til þess að upp komst um hátt settan yfirmann samtakanna sem skipulagði safnanir fyrir Rauða krossinn. Efasemdirnar um ágæti neyðaraðstoðarinnar virðast því eiga fullan rétt á sér, en rannsókn sem framkvæmd var af Tsinghua háskóla í Peking sýndi fram á að um 80% þess sem ætlað var fórnarlömbum jarðskjálfta í Sichuan héraði árið 2008 endaði á einn eða annan hátt í kistum kínverska ríkisins en ekki hjá fórnarlömbunum. Nánar um málið á vef Global Post.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira