Innlent

Vestfjarðavegur lokaður eftir skriðu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vestfjarðavegur er á sunnanverðum Vestfjörðum.
Vestfjarðavegur er á sunnanverðum Vestfjörðum.
Vestfjarðavegur á sunnanverðum Vestfjörðum er lokaður eftir að stór skriða féll á veginn. Að sögn lögreglu féll skriðan þegar unnið var við vegaframkvæmdir.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki vitað hvað tekur langan tíma að opna veginn aftur, sem liggur meðal annars til Patreksfjarðar og Bíldudals, en opið er eins og er yfir Hrafnsfjarðarheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×