Innlent

Jimmy Kimmel grínast með „Islandibubok“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Spjallþáttastjórnandinn gerði Íslendingabókarappið að umfjöllunarefni sínu í þætti sínum í gær.

Hann grínast með appið og segir að mögulega sé kominn tími til að flytja þegar maður býr í landi þar sem þörf er á appi sem þessu.

Kimmel gerir heiðarlega tilraun til að bera nafn appsins fram og kemst nokkuð nálægt því með „Islandibubok“ en hann segir öll íslensk orð líta út eins og smábarn hafi skrifað það á farsíma. Leikurum í meðfylgjandi myndskeiði tekst hins vegar að negla orðið óþjála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×