Besti hlutinn verður felldur á tíu árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir fellingu hæstu trjánna í Öskjuhlíð snúast um hagkvæmni í rekstri sumra flugvéla en ekki flugöryggi eins og gefið sé til kynna. "Þá er bara að orða það rétt: Hagkvæmni í rekstri versus kjarninn í útivistarsvæði Öskjuhlíðar,“ segir Helgi Gíslason. Fréttablaðið/Pjetur „Þegar þessu er lokið eftir fimm til tíu ár hafa verið gjörfelldir sjö hektarar, sem er fimmtungur af skóginum í Öskjuhlíð og þar að auki elsti og besti hluti skógarins,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaða fækkun trjáa í Öskjuhlíð. „Það á að byrja á eitt til tvö hundruð hæstu trjánum strax og síðan að fella þau jafn óðum og þau vaxa upp í fluglínuna,“ segir Helgi, sem kveður rangt að nefna þetta grisjun. Þá vísar Helgi í frásögn Ríkisútvarpsins um að Flugfélag Íslands hafi skilið eftir átta farþega og farangur til að flugtak væri mögulegt út af trjánum í Öskjuhlíð. „Nú er það svo að tré vaxa ekki að vetrarlagi. Þau hafa því ekki verið að hækka og skapa þessa hættu á undanförnum mánuðum. Fyrir þetta atvik, og reyndar eftir það einnig, hefur Flugfélagið getað tekið á loft í austurátt með fulllestaðar vélar án vandræða. Ástæður hljóta því að vera aðrar en hæð trjánna,“ segir hann. Að sögn Helga eru gestakomur í Öskjuhlíð um 160 þúsund á ári. „Verði útivistarsvæðinu spillt og stór hluti þessa hóps hættir að nota útivistarsvæðið hvað er það þá á móti átta farþegum einu sinni sem ekki komast leiðar sinnar eða þurfa að bíða eftir hagstæðari vindátt?“ spyr Helgi Gíslason. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir aðeins um lítinn hluta skógarins að tefla. Þótt hann hefði sjálfur valið slíku annan stað muni rjóður myndast og nýtast til útivistar og gamlar sjávarklappir verða aðgengilegri. „Við nálgumst þetta þannig að gera eins jákvæða hluti og hægt er úr þessu,“ segir garðyrkjustjórinn. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
„Þegar þessu er lokið eftir fimm til tíu ár hafa verið gjörfelldir sjö hektarar, sem er fimmtungur af skóginum í Öskjuhlíð og þar að auki elsti og besti hluti skógarins,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaða fækkun trjáa í Öskjuhlíð. „Það á að byrja á eitt til tvö hundruð hæstu trjánum strax og síðan að fella þau jafn óðum og þau vaxa upp í fluglínuna,“ segir Helgi, sem kveður rangt að nefna þetta grisjun. Þá vísar Helgi í frásögn Ríkisútvarpsins um að Flugfélag Íslands hafi skilið eftir átta farþega og farangur til að flugtak væri mögulegt út af trjánum í Öskjuhlíð. „Nú er það svo að tré vaxa ekki að vetrarlagi. Þau hafa því ekki verið að hækka og skapa þessa hættu á undanförnum mánuðum. Fyrir þetta atvik, og reyndar eftir það einnig, hefur Flugfélagið getað tekið á loft í austurátt með fulllestaðar vélar án vandræða. Ástæður hljóta því að vera aðrar en hæð trjánna,“ segir hann. Að sögn Helga eru gestakomur í Öskjuhlíð um 160 þúsund á ári. „Verði útivistarsvæðinu spillt og stór hluti þessa hóps hættir að nota útivistarsvæðið hvað er það þá á móti átta farþegum einu sinni sem ekki komast leiðar sinnar eða þurfa að bíða eftir hagstæðari vindátt?“ spyr Helgi Gíslason. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir aðeins um lítinn hluta skógarins að tefla. Þótt hann hefði sjálfur valið slíku annan stað muni rjóður myndast og nýtast til útivistar og gamlar sjávarklappir verða aðgengilegri. „Við nálgumst þetta þannig að gera eins jákvæða hluti og hægt er úr þessu,“ segir garðyrkjustjórinn.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira