Innlent

Aldraðir til sálfræðings

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Aldraðir leita sér sálfræðiþjónustu sem aldrei fyrr.
Aldraðir leita sér sálfræðiþjónustu sem aldrei fyrr.
Fleiri aldraðir sækja sér nú sálfræðiþjónustu í fyrsta skipti en nokkru sinni fyrr. Þessi tilhneiging er á landsvísu, það er í Bandaríkjunum; fleiri sem eru 80 ára og eldri sækja sér sálfræðiþjónustu en hefur áður þekkst. Þetta kemur fram í New York Times. Menn binda vonir við að þetta geti orðið til að breyta þeirri staðreynd að sjálfsmorðstíðni er meiri meðal þeirra sem eru eldri en 65 ára en í en í nokkrum öðrum aldurshópi, eða allt þar til ársins 2004. Þessar tölur byggja á upplýsingum frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum.

Reyndar er það svo að sjálfsmorðstíðni hefur aukist verulega meðal baby-boomers-kynslóðarinnar, þeirrar sem fæddist um og eftir seinni heimstyrjöld, og hefur sú kynslóð nú tekið fram úr þeirri eldri.

Dolores Gallagher Thompson prófessor hjá sálfræðideild Stanford Háskóla, segir að áttræðir og eldri leiti nú í auknara mæli til sálfræðinga. Aukning hefur verið stöðug undanfarin fimm ár. Áður leitaði þessi hópur til kirkjunnar eða fjölskyldu í raunum sínum. Gallagher-Thompson telur þetta tengjast auknum lífslíkum og almennri viðhorfsbreytingu þess efnis að ástæðulaust sé að eyða síðustu æviárunum í þunglyndi. Samkvæmt The National Alliance on Mental Illness þjást 6,5 milljónir, af 35 milljónum Bandaríkjamanna eldri en 65 ára, af þunglyndi – einkenni sem tóku sig upp seint á æviskeiðinu og eru oft ranglega tengd að vera eðlilegur þáttur þess að eldast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×