Íbúi í Garðahrauni segir börn ekki geta leikið sér úti við óbreytt ástand Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2013 19:13 Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand. Stefnt var að því að hefja framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í lok maí, en eins og fréttastofan greindi frá í gær hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, frestað undirritun samnings við verktaka og beðið um að forsendur vegarins verði yfirfarnar að nýju. Harðorð mótmæli hafa borist frá náttúruverndarsinnum sem telja að endurbyggja eigi veginn í núverandi vegstæði til að hlífa hrauninu. Snorri Finnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir óánægju ríkja með ítrekaða frestun á verkinu. Framkvæmdir við nýja veginn þurfi að hefjast sem fyrst. „Afstaða bæjarstjórnar sveitarfélagsins Álftaness var alveg klár. Við setjum öryggi vegfarenda og íbúa Álftaness ofar öllu í þessu máli.“ Valgerður Sigurðardóttir býr í Garðahrauni og liggur Álftanesvegurinn um bakgarð hennar. Hún er afar ósátt við ákvörðun ráðherra. „Hún veldur mér mjög miklum vonbrigðum, vegna þess að mér finnst ekki að ráðherra eigi að geta núna á síðustu dögum fyrir kosningar, tekið ákvörðun um að fresta slíkri framkvæmd eins og færsla Álftanesvegar er vegna þess að það býður hættunni heim,“ segir Valgerður og bætir við að vegurinn sé þröngur, umferð um hann mikil sem og hraði og að einnig þveri margir afleggjarar veginn. Bygging húss hennar hófst árið 2008 og segir Valgerður að þá hafi skipulag gert ráð fyrir að núverandi Álftanesvegur yrði að hverfisgötu. Nú sé hann hins vegar hraðbraut inni í miðju íbúðahverfi. „Þar af leiðandi held ég að ráðherra geri sér ekki alveg grein fyrir því þegar hann tekur ákvörðun um frestun sem þessa, í raun og veru hvað hann er að bjóða íbúum hér og börnum og barnabörnum þeirra sem búa hérna, upp á mikla áframhaldandi hættu,“ segir Valgerður. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand. Stefnt var að því að hefja framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í lok maí, en eins og fréttastofan greindi frá í gær hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, frestað undirritun samnings við verktaka og beðið um að forsendur vegarins verði yfirfarnar að nýju. Harðorð mótmæli hafa borist frá náttúruverndarsinnum sem telja að endurbyggja eigi veginn í núverandi vegstæði til að hlífa hrauninu. Snorri Finnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir óánægju ríkja með ítrekaða frestun á verkinu. Framkvæmdir við nýja veginn þurfi að hefjast sem fyrst. „Afstaða bæjarstjórnar sveitarfélagsins Álftaness var alveg klár. Við setjum öryggi vegfarenda og íbúa Álftaness ofar öllu í þessu máli.“ Valgerður Sigurðardóttir býr í Garðahrauni og liggur Álftanesvegurinn um bakgarð hennar. Hún er afar ósátt við ákvörðun ráðherra. „Hún veldur mér mjög miklum vonbrigðum, vegna þess að mér finnst ekki að ráðherra eigi að geta núna á síðustu dögum fyrir kosningar, tekið ákvörðun um að fresta slíkri framkvæmd eins og færsla Álftanesvegar er vegna þess að það býður hættunni heim,“ segir Valgerður og bætir við að vegurinn sé þröngur, umferð um hann mikil sem og hraði og að einnig þveri margir afleggjarar veginn. Bygging húss hennar hófst árið 2008 og segir Valgerður að þá hafi skipulag gert ráð fyrir að núverandi Álftanesvegur yrði að hverfisgötu. Nú sé hann hins vegar hraðbraut inni í miðju íbúðahverfi. „Þar af leiðandi held ég að ráðherra geri sér ekki alveg grein fyrir því þegar hann tekur ákvörðun um frestun sem þessa, í raun og veru hvað hann er að bjóða íbúum hér og börnum og barnabörnum þeirra sem búa hérna, upp á mikla áframhaldandi hættu,“ segir Valgerður.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?