Íbúi í Garðahrauni segir börn ekki geta leikið sér úti við óbreytt ástand Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2013 19:13 Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand. Stefnt var að því að hefja framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í lok maí, en eins og fréttastofan greindi frá í gær hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, frestað undirritun samnings við verktaka og beðið um að forsendur vegarins verði yfirfarnar að nýju. Harðorð mótmæli hafa borist frá náttúruverndarsinnum sem telja að endurbyggja eigi veginn í núverandi vegstæði til að hlífa hrauninu. Snorri Finnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir óánægju ríkja með ítrekaða frestun á verkinu. Framkvæmdir við nýja veginn þurfi að hefjast sem fyrst. „Afstaða bæjarstjórnar sveitarfélagsins Álftaness var alveg klár. Við setjum öryggi vegfarenda og íbúa Álftaness ofar öllu í þessu máli.“ Valgerður Sigurðardóttir býr í Garðahrauni og liggur Álftanesvegurinn um bakgarð hennar. Hún er afar ósátt við ákvörðun ráðherra. „Hún veldur mér mjög miklum vonbrigðum, vegna þess að mér finnst ekki að ráðherra eigi að geta núna á síðustu dögum fyrir kosningar, tekið ákvörðun um að fresta slíkri framkvæmd eins og færsla Álftanesvegar er vegna þess að það býður hættunni heim,“ segir Valgerður og bætir við að vegurinn sé þröngur, umferð um hann mikil sem og hraði og að einnig þveri margir afleggjarar veginn. Bygging húss hennar hófst árið 2008 og segir Valgerður að þá hafi skipulag gert ráð fyrir að núverandi Álftanesvegur yrði að hverfisgötu. Nú sé hann hins vegar hraðbraut inni í miðju íbúðahverfi. „Þar af leiðandi held ég að ráðherra geri sér ekki alveg grein fyrir því þegar hann tekur ákvörðun um frestun sem þessa, í raun og veru hvað hann er að bjóða íbúum hér og börnum og barnabörnum þeirra sem búa hérna, upp á mikla áframhaldandi hættu,“ segir Valgerður. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand. Stefnt var að því að hefja framkvæmdir við lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í lok maí, en eins og fréttastofan greindi frá í gær hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, frestað undirritun samnings við verktaka og beðið um að forsendur vegarins verði yfirfarnar að nýju. Harðorð mótmæli hafa borist frá náttúruverndarsinnum sem telja að endurbyggja eigi veginn í núverandi vegstæði til að hlífa hrauninu. Snorri Finnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir óánægju ríkja með ítrekaða frestun á verkinu. Framkvæmdir við nýja veginn þurfi að hefjast sem fyrst. „Afstaða bæjarstjórnar sveitarfélagsins Álftaness var alveg klár. Við setjum öryggi vegfarenda og íbúa Álftaness ofar öllu í þessu máli.“ Valgerður Sigurðardóttir býr í Garðahrauni og liggur Álftanesvegurinn um bakgarð hennar. Hún er afar ósátt við ákvörðun ráðherra. „Hún veldur mér mjög miklum vonbrigðum, vegna þess að mér finnst ekki að ráðherra eigi að geta núna á síðustu dögum fyrir kosningar, tekið ákvörðun um að fresta slíkri framkvæmd eins og færsla Álftanesvegar er vegna þess að það býður hættunni heim,“ segir Valgerður og bætir við að vegurinn sé þröngur, umferð um hann mikil sem og hraði og að einnig þveri margir afleggjarar veginn. Bygging húss hennar hófst árið 2008 og segir Valgerður að þá hafi skipulag gert ráð fyrir að núverandi Álftanesvegur yrði að hverfisgötu. Nú sé hann hins vegar hraðbraut inni í miðju íbúðahverfi. „Þar af leiðandi held ég að ráðherra geri sér ekki alveg grein fyrir því þegar hann tekur ákvörðun um frestun sem þessa, í raun og veru hvað hann er að bjóða íbúum hér og börnum og barnabörnum þeirra sem búa hérna, upp á mikla áframhaldandi hættu,“ segir Valgerður.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira