Innlent

Karl Vignir gaf skýrslu og fór

Stígur Helgason skrifar
Karl Vignir hefur viðurkennt brot gegn tugum barna.
Karl Vignir hefur viðurkennt brot gegn tugum barna.
Aðalmeðferð í máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Réttarhöldin eru lokuð og því ekki hægt að greina frá því sem þar fór fram. Þeim lýkur í maí.

Karl Vignir gaf fyrstur skýrslu fyrir dóminum. Þeirri skýrslugjöf lauk fyrir hádegi og að henni lokinni yfirgaf Karl Vignir dómhúsið í fylgd lögreglumanna sem fluttu hann aftur í gæsluvarðhald á Litla-Hrauni.

Karl Vignir gekkst við því á upptökum sem birtar voru í Kastljósi í janúar að hafa um áratugaskeið misnotað tugi barna. Sjálfur hafði hann ekki tölu á fórnarlömbum sínum. Í kjölfarið bárust kærur á hendur honum vegna nýlegra brota og skömmu síðar var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu mörgum Karli Vigni er gefið að sök að hafa brotið gegn í ákærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×