Innlent

Lögreglan varar við hálku í borginni

Mynd: Gunnlaugur Helgason.
Mynd: Gunnlaugur Helgason.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu  vill koma eftirfarandi  á framfæri:  Töluverð hálka hefur myndast á götum höfuðborgarsvæðisins og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Á myndinni sem tekin var áðan má sjá hvar strætisvagn hefur farið út af veginum við IKEA í Garðabæ.

Miklar umferðartafir hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu og víðar eftir að það fór að snjóa á áttunda tímanum í morguon  og hált varð á öllum götum og vegum. Langar bílalestir silast eftir götunum og sumstaðar hafa bílar lent saman, en ekki er vitað til að neinn hafi slasast. Það eykur enn á vandann að nú eru margir bílar komnir á sumardekk.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


×