Innlent

Lögreglan varar við hálku í borginni

Mynd: Gunnlaugur Helgason.
Mynd: Gunnlaugur Helgason.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu  vill koma eftirfarandi  á framfæri:  Töluverð hálka hefur myndast á götum höfuðborgarsvæðisins og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Á myndinni sem tekin var áðan má sjá hvar strætisvagn hefur farið út af veginum við IKEA í Garðabæ.

Miklar umferðartafir hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu og víðar eftir að það fór að snjóa á áttunda tímanum í morguon  og hált varð á öllum götum og vegum. Langar bílalestir silast eftir götunum og sumstaðar hafa bílar lent saman, en ekki er vitað til að neinn hafi slasast. Það eykur enn á vandann að nú eru margir bílar komnir á sumardekk.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.