Lánsveðshópur fær loks eigin 110% leið 24. apríl 2013 06:00 Fasteignir Í lok árs 2011 var alls 1.951 lántakandi sem fjármagnaði húsnæðiskaup með lánsveði á árunum 2004 til 2008 með húsnæðisskuld umfram 110% af fasteignamati. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða gerðu í gær með sér samkomulag um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila sem eru með lán með veð í eignum annarra. Er stefnt að því að þessi heimili fái nú svipaða lausn sinna mála og öðrum yfirveðsettum heimilum stóð til boða í gegnum 110% leiðina. „Þessi lausn er mikið réttlætismál þar sem lánsveðshópnum býðst sama úrlausn mála og þeim sem fóru 110% leiðina. Við höfum barist fyrir þessu lengi og þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um samkomulagið í gær. Samkvæmt því skal stefnt að því að eftirstöðvar húsnæðislána með lánsveð verði færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar lántaka. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir mun dreifast þannig að lífeyrissjóðirnir greiða fyrir 12% en ríkissjóður fyrir 88%. Áður en hægt er að framkvæma þær þarf ríkisstjórnin þó að afla lagaheimilda til þess að skuldbinda ríkissjóð til þessa kostnaðar. Auk þess þarf að afla staðfestingar frá stjórnum hlutaðeigandi lífeyrissjóða. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðingahóps sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið skipaði í fyrra var í lok árs 2011 1.951 lántakandi, sem fjármagnaði húsnæðiskaup með lánsveði á árunum 2004 til 2008, með húsnæðisskuld umfram 110% af fasteignamati. Þessi hópur gat ekki tekið þátt í 110% leiðinni þar sem lífeyrissjóðirnir, sem eru eigendur langflestra lánanna, töldu það ekki heimilt samkvæmt lögum.- mþl Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða gerðu í gær með sér samkomulag um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila sem eru með lán með veð í eignum annarra. Er stefnt að því að þessi heimili fái nú svipaða lausn sinna mála og öðrum yfirveðsettum heimilum stóð til boða í gegnum 110% leiðina. „Þessi lausn er mikið réttlætismál þar sem lánsveðshópnum býðst sama úrlausn mála og þeim sem fóru 110% leiðina. Við höfum barist fyrir þessu lengi og þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um samkomulagið í gær. Samkvæmt því skal stefnt að því að eftirstöðvar húsnæðislána með lánsveð verði færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar lántaka. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir mun dreifast þannig að lífeyrissjóðirnir greiða fyrir 12% en ríkissjóður fyrir 88%. Áður en hægt er að framkvæma þær þarf ríkisstjórnin þó að afla lagaheimilda til þess að skuldbinda ríkissjóð til þessa kostnaðar. Auk þess þarf að afla staðfestingar frá stjórnum hlutaðeigandi lífeyrissjóða. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðingahóps sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið skipaði í fyrra var í lok árs 2011 1.951 lántakandi, sem fjármagnaði húsnæðiskaup með lánsveði á árunum 2004 til 2008, með húsnæðisskuld umfram 110% af fasteignamati. Þessi hópur gat ekki tekið þátt í 110% leiðinni þar sem lífeyrissjóðirnir, sem eru eigendur langflestra lánanna, töldu það ekki heimilt samkvæmt lögum.- mþl
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira