Innlent

Allir saltbílar borgarinnar að störfum

Allir saltbílar eru úti til að draga úr hálku á götum og hafa þeir verið að síðan hálf fimm í morgun, segir Þorsteinn Birgisson stjórnandi hjá  þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í tilkynningu.

Einnig eru allar dráttarvélar borgarinnar á stígunum að ryðja snjó.  Víða er hálka í borginni og hefur lögregla frá því í morgun haft uppi varnarorð til vegfarenda um að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×