Innlent

Gestir streyma á EVE Fanfest

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Alls er búist við um tvö þúsund erlendum gestum á hátíðina.
Alls er búist við um tvö þúsund erlendum gestum á hátíðina.
Erlendir gestir EVE Fanfest hátíðar CCP, sem fram fer í Hörpu dagana 24. - 27. apríl eru byrjaðir að streyma til landsins. Alls er búist við um tvö þúsund erlendum gestum á hátíðina, þar af um 80 blaðamönnum.

Í ár er þeim tímamótum fagnað að EVE Online-heimurinn á tíu ára afmæli um þessar mundir, en áskrifendur tölvuleiksins eru rúmlega 500 þúsund.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá hátíðinni á EVE TV og Twitchtv.com.

Meðal dagskrárliða á hátíðinni eru kynningar CCP á nýungum fyrir tölvuleikina EVE Online og DUST 514, sem væntanlegur er á markað. Þá verða pallborðsumræður sem Paola Antonelli, sýningarstjóri MoMA listasafnsins í New York, stýrir og margt fleira.

Dagskrána í heild sinni má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×