Magma-mistök að kreista kröfuhafa 24. apríl 2013 06:00 Formenn flokka Í hörpu Í opnunarræðu sagði forstjóri Kauphallarinnar óvissu vegna hrunsins ekki nægja sem skýringu til langframa. Hætt væri við að fjárfestar litu á óvisst umhverfi sem þjóðareinkenni. Það hamlaði fjárfestingu.Fréttablaðið/Valli Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks töluðu fyrir hörku í samskiptum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna í umræðum formanna þeirra sex stjórnmálaflokka sem stærstir mælast í könnunum. Tekist var á um mál sem tengjast aðstæðum íslensks atvinnulífs á fundi VÍB og Kauphallar Íslands í Hörpu í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði ekki þurfa að taka langan tíma að vinna á gjaldeyrishöftum. Ríkisvaldið hefði í hendi sér tækin sem þyrfti til að knýja á um ásættanlega niðurstöðu í viðræðum við kröfuhafa bankanna. Fordæmin væru í öðrum löndum í aðgerðum sem til skamms tíma hefðu þótt óhugsandi, svo sem á Kýpur. „Með skattlagningu er hægt að flýta fyrir þessari þróun og mjög eðlilegt að gera það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði loks búið að ná utan um verkefnið, með því að þrotabúin hefðu kortlagt skuldir sínar og eignir. Kröfurnar þyrfti hins vegar að afskrifa að stórum hluta til þess að aflétta mætti höftunum. „Ég sé fyrir mér að hægt sé að ganga í þetta verk á næstu mánuðum og láta á þetta reyna. Þar eigum við að hafa í handraðanum ýtrustu kröfur,“ sagði hann. Gangi samningar of hægt ætti ekki að hika við að færa viðkomandi fjármálastofnanir úr slita- í gjaldþrotameðferð og beita skattlagningarvaldi til að knýja fram hagstæða niðurstöðu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að eignarréttur kröfuhafa væri varinn í stjórnarskrá og læra ætti af mistökum sem ríkisstjórnin hefði gert í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði þverpólitíska sátt um meginlínur við afnám hafta fagnaðarefni og vísaði í þeim efnum til starfa þverpólitískrar nefndar og áætlunar um afnám hafta. „En síðan hafa verið nefndar ýmsar leiðir í því hvernig losa ætti um þessar krónueignir og koma þeim úr landi. Og það hefur alltaf legið fyrir að þær yrðu verðfelldar á þeirri leið. Þar nefndum við upphaflega myndarlegan útgönguskatt, en aðrar leiðir sem hafa verið nefndar eru eins konar viðskipti með eignirnar eða bara samningar.“ Mikilvægast væri að ná samhljómi um þær leiðir sem fara ætti. Síðan væri hægt að fara að tala um framtíðina í efnahagsstefnunni. „Því ljóst er að þótt við losnum við krónueignirnar og afnemum höftin þá er íslenska krónan enn þá lítill gjaldmiðill í alþjóðahagkerfi og þess vegna þarf að kortleggja þá möguleika.“ Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði afnám hafta kalla á samstarf allra flokka. „Fólk leyfir sér að tala mjög óábyrgt af því að það eru höft. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvert það leiðir okkur. Ég er ekki viss um að það sé góður staður,“ sagði hún líka. Smári McCarthy, einn kapteina Pírata, sagðist ekki trúaður á valdbeitingarúrræði í tengslum við krónueignir kröfuhafa, þótt hann styddi hugmyndir um útgönguskatta. Til að leysa vandann þyrfti líka að fá aflandskrónur með meiri hraða inn í landið, svo sem með áframhaldandi uppboðum Seðlabankans og afsláttarleiðum í tengslum við fjárfestingar. olikr@frettabladid.is Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks töluðu fyrir hörku í samskiptum við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna í umræðum formanna þeirra sex stjórnmálaflokka sem stærstir mælast í könnunum. Tekist var á um mál sem tengjast aðstæðum íslensks atvinnulífs á fundi VÍB og Kauphallar Íslands í Hörpu í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði ekki þurfa að taka langan tíma að vinna á gjaldeyrishöftum. Ríkisvaldið hefði í hendi sér tækin sem þyrfti til að knýja á um ásættanlega niðurstöðu í viðræðum við kröfuhafa bankanna. Fordæmin væru í öðrum löndum í aðgerðum sem til skamms tíma hefðu þótt óhugsandi, svo sem á Kýpur. „Með skattlagningu er hægt að flýta fyrir þessari þróun og mjög eðlilegt að gera það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði loks búið að ná utan um verkefnið, með því að þrotabúin hefðu kortlagt skuldir sínar og eignir. Kröfurnar þyrfti hins vegar að afskrifa að stórum hluta til þess að aflétta mætti höftunum. „Ég sé fyrir mér að hægt sé að ganga í þetta verk á næstu mánuðum og láta á þetta reyna. Þar eigum við að hafa í handraðanum ýtrustu kröfur,“ sagði hann. Gangi samningar of hægt ætti ekki að hika við að færa viðkomandi fjármálastofnanir úr slita- í gjaldþrotameðferð og beita skattlagningarvaldi til að knýja fram hagstæða niðurstöðu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að eignarréttur kröfuhafa væri varinn í stjórnarskrá og læra ætti af mistökum sem ríkisstjórnin hefði gert í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði þverpólitíska sátt um meginlínur við afnám hafta fagnaðarefni og vísaði í þeim efnum til starfa þverpólitískrar nefndar og áætlunar um afnám hafta. „En síðan hafa verið nefndar ýmsar leiðir í því hvernig losa ætti um þessar krónueignir og koma þeim úr landi. Og það hefur alltaf legið fyrir að þær yrðu verðfelldar á þeirri leið. Þar nefndum við upphaflega myndarlegan útgönguskatt, en aðrar leiðir sem hafa verið nefndar eru eins konar viðskipti með eignirnar eða bara samningar.“ Mikilvægast væri að ná samhljómi um þær leiðir sem fara ætti. Síðan væri hægt að fara að tala um framtíðina í efnahagsstefnunni. „Því ljóst er að þótt við losnum við krónueignirnar og afnemum höftin þá er íslenska krónan enn þá lítill gjaldmiðill í alþjóðahagkerfi og þess vegna þarf að kortleggja þá möguleika.“ Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði afnám hafta kalla á samstarf allra flokka. „Fólk leyfir sér að tala mjög óábyrgt af því að það eru höft. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvert það leiðir okkur. Ég er ekki viss um að það sé góður staður,“ sagði hún líka. Smári McCarthy, einn kapteina Pírata, sagðist ekki trúaður á valdbeitingarúrræði í tengslum við krónueignir kröfuhafa, þótt hann styddi hugmyndir um útgönguskatta. Til að leysa vandann þyrfti líka að fá aflandskrónur með meiri hraða inn í landið, svo sem með áframhaldandi uppboðum Seðlabankans og afsláttarleiðum í tengslum við fjárfestingar. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira