Fleiri fréttir

Sirrý ÍS aflahæsti smábáturinn

Vefsíðan Aflafréttir.is hefur tekið saman 17 aflahæstu smábáta síðasta árs. Allir náðu þeir yfir 800 tonn af fiski á síðasta ári.

Femínistar fagna takmörkunum á aðgangi að klámi

Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag.

Feðgarnir Kári og Pétur menn ársins

Feðgarnir Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason hafa verið útnefndir menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu í árlegri kosningu lesenda Húnahornsins.

"Maður sat bara stjarfur"

Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær.

Komst aldrei í búningsklefann hjá Framsókn

Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Í samtali við DV.is segist hún þó ekki hafa í hyggju að segja sig úr flokknum.

Innanlandsflug liggur niðri

Allt innanlandsflug á vegum Flugfélags Íslands frá Reykjavíkurflugvelli liggur nú niðri vegna veðurs.

Solla stirða vill endurheimta hreyfingarnar sínar

Íslendingar fylgdust grannt með gangi mála á undanúrslitakvöldum Söngvakeppninnar á föstudags- og laugardagskvöld. Fjölmargir tjáðu skoðun sína á samskiptamiðlinum Twitter með því að nota merkið #12stig.

Þessi lög berjast um sætið til Malmö

Fjögur lög tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Þau bættust við þau þrjú sem tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu á föstudagskvöld.

184 brautskráðir frá HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 184 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi úr öllum fjórum námsdeildum háskólans; lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild.

Pílagrímar þvo af sér syndir sínar

Pílagrímar flykkjast nú í Gangesdalinn í norðurhluta Indlands. Þar munu þeir þvo af sér syndir sínar þar sem stórfljótin Ganges og Yamuna mætast.

Það átti að koma Ögmundi út

Jón Bjarnason segir það réttmæta gagnrýni að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vilji aðeins raða já-fólki í kringum sig.

Ekkert ferðaveður á Norðurlandi

Mjög hvasst er á norðanverðu landinu og sömuleiðis á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og ófært á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum.

Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö

Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit.

Nafngreinir meintan barnaníðing á Facebook

Um hádegisbilið í dag birtist á Facebook frásögn konu þar sem hún nafngreinir karlmann, segir að hann sé barnaníðingur og að hann hafi misnotað son hennar sem reyndi sjálfsvíg fyrir tveimur árum.

Bréfið sem dreift var í Kópavogi í dag

Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Fréttastofa birtir bréfið hér að neðan.

Spáð vonskuveðri um allt land

Veður fer ört versnandi á landinu og verður enn verra síðdegis og í kvöld. Þá gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm um mest allt land.

Fundað á Austurvelli

Hópur fólks kom saman klukkan 15 á Austurvelli í dag. Tilefni fundarins er að hvetja alþingismenn til þess að tefja ekki að óþörfu að ný stjórnarskrá verði að veruleika.

Aðeins Íslendingar fá að eiga fasteign

Í drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um eignarétt og afnotarétt fasteigna á Íslandi felst að aðeins Íslendingar geta eignast fasteignir hér á landi.

Hafnfirðingar lána Reykvíkingum salt

Snjóhreinsun hefur gengið vel í Reykjavík bæði á götum og gönguleiðum í dag. Þá sjá Hafnfirðingar Reykvíkingum fyrir salti þar sem saltbirgðir borgarinnar eru á þrotum.

Stjórnlagafrumvarpið afgreitt

Sex af níu fulltrúum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis greiddu atkvæði með því að stjórnlagafrumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni.

Saka nágranna sinn um nauðgun á tólf ára stúlku

Maður á áttræðisaldri er sakaður um að hafa nauðgað 12 ára stúlku í nafnlausum fjöldapósti sem dreift hefur verið í Kópavogi. Maðurinn hefur kært málið til lögreglu en nauðgunin á að hafa átt sér staða fyrir mörgum áratugum.

Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum

Áform voru uppi um að reisa kjarnorkuver í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld. General Electric gerði Rafmagnsveitum ríkisins tilboð í kjarnorkuver árið 1958.

Úlfi spáð góðu gengi

Vefmiðillinn Flavorwire segir Úlf Hansson einn þeirra tónlistamanna sem vert sé að fylgjast með og sjá á tónleikum árið 2013.

Skákdagurinn haldinn hátíðlegur

Skákdagurinn til heiðurs stórmeistaranum Friðriki Ólafssyni er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmörg skákmót, fjöltefli og skákheimsóknir verði af því tilefni í dag.

Nýir dómarar skipaðir

Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann.

Fullur og skóf ekki af bílnum

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Garðabæ klukkan fjögur í nótt en sá reyndist ekki hafa hreinsað snjó nægilega vel af rúðum bifreiðar sinnar. Við nánari skoðun reyndist hann einnig vera ölvaður og var tekin skýrsla af honum í kjölfarið.

Kviknaði í þurrkara

Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöld.

Segir blaðið ótengt Framsókn

Nýtt blað undir merkjum Tímans mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson, sem hefur veg og vanda af útgáfunni og mun ritstýra blaðinu, að minnsta kosti fyrst um sinn.

Á að móta áætlun um aukna hagsæld

Myndaður hefur verið samráðsvettvangur sem á að móta langtímaáætlun um verkefni sem eiga að tryggja hagsæld á Íslandi. Allir formenn stjórnmálaflokka, aðilar vinnumarkaðarins, háskólasamfélagið og stjórnsýslan eiga sæti við borðið.

15 milljarðar í lottóvinning

Íslendingar geta nú tekið þátt í lottóleiknum EuroJackpot þar sem lágmarksupphæð fyrsta vinnings er 10 milljónir evra eða 1,7 milljarðar króna.

Icesave-niðurstaða ekki meitluð í stein

Þótt Ísland tapi Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum á mánudag er alls óljóst hvaða áhrif það muni hafa. Óþekkt að ríki fari í skaðabótamál við önnur ríki. Vaxtakostnaður áætlaður 35 til 100 milljarðar króna. Sækja þyrfti bætur á Íslandi.

Eldur í Asparfelli

Eldur kom upp í þvottahúsi á 5. hæð í fjölbýlishúsi að Asparfelli 12 í Breiðholti á ellefta tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Nú er unnið að reykræstun og hugsanlega verður einn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun, að sögn varðstjóra.

Ögmundur sér eftir Hjörleifi

"Það er eftirsjá af þessum mikla baráttumanni,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á flokksráðsfundi VG sem stendur nú yfir á Grand Hóteli í Reykjavík. Hjörleifur Guttormsson, einn af stofnendum flokksins, tilkynnti félögum sínum í kvöld að hann hefði nú yfirgefið flokkinn.

Hjörleifur Guttormsson yfirgefur VG

"Ég kveð Vinstri hreyfinguna grænt framboð hér og nú með blendum tilfinningum, og þakka um leið mörgum ykkar fyrir ánægjulega samfylgd,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og félagsmaður VG frá stofnun, á flokksráðsfundi VG sem stendur nú yfir á Grand Hóteli í Reykjavík.

Skaut fast á fyrrum félaga

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að ef þeir sem yfirgefið hafa þingflokkinn hefðu náð að sprengja ríkisstjórnina, hefðu stór mál eins og rammaáætlun í umhverfismálum ekki náð fram að ganga. Hann segir að fara eigi í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Sjá næstu 50 fréttir