"Maður sat bara stjarfur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 14:06 Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Klapptré með áritunum stjarnanna sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Django Unchained var selt á rúma hálfa milljón króna á uppboði á Ebay í gær. „Á síðustu sekúndunum þaut þetta aðeins upp. Menn biðu fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná því," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Klapptréð var selt til styrktar handaágræðslu sem fyrirhuguð er hjá honum á árinu en Guðmundur Felix missti báðar hendur í vinnuslysi fyrir fimmtán árum. Guðmundur Felix fékk klapptréð að gjöf fyrr í mánuðinum en föðursystir hans, Heba Þórisdóttir yfirmaður förðunardeildar Djano Unchained, fékk Quentin Tarantino og þekkta leikara myndarinnar til þess að árita það. Meðal þeirra sem árituðu spjaldið voru Leonardo DiCaprio, Jamie Foxx, Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. „Maður sat bara stjarfur," segir Guðmundur Felix um augnablikið þegar tíminn til þess að bjóða í tréð rann út. Hann segir upphæðina, 4.250 dollara eða um 540 þúsund krónur, í sjálfu sér litla í stóra samhenginu en kann vel að meta hana. Aðgerðin ein og sér kostar um fjörutíu milljónir króna en hana hefur Guðmundi Felix tekist að fjármagna.Guðmundur Felix með klapptréð.„Þetta var mjög skemmtileg viðbót og gaman að fá hana úr þessari átt. Bara skemmtileg gjöf og gaman að fá svona aukalega í sjóðinn," segir Guðmundur Felix sem reiknar með því að flytja til Frakklands í mars. Hann rennir þó að nokkru leyti blint í sjóinn. Menn hafa þurft að bíða allt frá einum mánuði upp í níu mánuði eftir gjafa enda engin leið að áætla hvenær gjafi lætur lífið.Leonardo Di Caprio í hlutverki sínu í myndinni.„Þegar ég fékk lifur á sínum tíma beið ég hérna heima og fékk sjúkraflug út þegar þetta var tilbúið. Nú ber ég allan kostnaðinn sjálfur og hef ekkert efni á einkaþotu. Þannig að ég verð að bíða úti," segir Guðmundur Felix sem vonast til þess að geta verið sem lengst í endurhæfingu ytra að aðgerð lokinni. „Taugarnar vaxa um millimetra á dag og þær eru tvö ár að vaxa út í fingurna ef allt gengur eins og best verður á kosið. Nú vonast maður til þess að geta verið eins lengi og mögulegt er í endurhæfingu hjá þeim til að hámarka það sem maður getur fengið út úr þessu." Óhætt er að segja að Guðmundur Felix sé með húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum. Í símaskrá Já.is er hann titlaður handlangari.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira