Femínistar fagna takmörkunum á aðgangi að klámi 27. janúar 2013 15:04 Úr starfi Femínistafélagsins. Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag. Í tilkynningunni segir að um leið sé tilefni til að fagna aukinni áherslu á forvarnir gegn og vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem ráðuneyti mennta-, velferðar- og innanríkismála hafa staðið að í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Þá fylgir tilkynningunni greinargerð sem má lesa hér að neðan. GreinargerðFemínistafélagið bendir á að ofbeldisfullt klám verður æ algengara, sér í lagi á netinu, þar sem að mörkin eru alltaf að færast lengra út á jaðarinn. Nú er svo komið að það sem áður var talið klám má sjá í poppmenningu s.s. tónlistarmyndböndum, á meðan að efni sem gengur miklu lengra og getur verið mjög ofbeldisfullt auk þess að vera niðurlægjandi, er orðið mjög algengt og aðgengilegt. Aukning ofbeldis í klámi er ekki síst sorgleg í ljósi þess að hér er ekki um að ræða sviðsett slagsmálaatriði eins og í hasarmyndum, heldur raunverulega beitingu ofbeldis á fólki sem leikur í klámmyndum. Ofbeldi í klámi veitir mjög brenglaða mynd af kynlífi, því sem ætti að vera það fallegasta og eðlilegasta í lífi hvers og eins, og er skelfilegt hve aðgengilegt slíkt klám er fyrir börn og unglinga á veraldarvefnum. Knýjandi spurning er hverjir hagnast í raun á klámi, ekki síst þegar litið er til þess að fagaðilar sem starfa við rannsóknir brota, með sakborningum eða brotaþolum telja að áhrifa kláms gæti í kynferðislegu ofbeldi. T.d. merkja starfsmenn kynferðisbrotadeildar lögreglu augljós áhrif kláms í mörgum þeim kynferðisbrotamálum sem inn á þeirra borð koma. Það er því góða gjalda vert að leita leiða til að geta takmarkað þá ofbeldisvá sem klám hefur í för með sér og verður áhugavert að sjá niðurstöður starfshóps sem innanríkisráðherra tilkynnti ríkisstjórn að til stæði að stofna 22. janúar síðastliðinn. Þá er jákvætt að til standi að skilgreina betur hvað felst í hugtakinu klám, en samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga sætir það m.a. refsingu að birta klám á prenti, sem og að búa til, flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum eða hafa þá opinberlega til sýnis. Í lögum er hins vegar ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu klám og vonast Femínistafélagið til þess að með góðri vinnu verði hægt að bæta úr því. Femínistafélagið fagnar ennfremur aukinni áherslu á forvarnir gegn kynferðisofbeldi, með átakinu Vitundarvakning um kynferðisofbeldi gegn börnum. M.a. er mikilvægt skref stigið í kynfræðslu á Íslandi með stuttmyndinni Fáðu Já sem verður frumsýnd á næstunni og fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis og leitast við að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Femínistafélags Íslands fagnar því að í innanríkisráðuneytinu sé nú leitað leiða til að takmarka útbreiðslu og aðgengi að klámi sem er ofbeldis- og hatursfullt. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi fjölmiðlum í dag. Í tilkynningunni segir að um leið sé tilefni til að fagna aukinni áherslu á forvarnir gegn og vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem ráðuneyti mennta-, velferðar- og innanríkismála hafa staðið að í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Þá fylgir tilkynningunni greinargerð sem má lesa hér að neðan. GreinargerðFemínistafélagið bendir á að ofbeldisfullt klám verður æ algengara, sér í lagi á netinu, þar sem að mörkin eru alltaf að færast lengra út á jaðarinn. Nú er svo komið að það sem áður var talið klám má sjá í poppmenningu s.s. tónlistarmyndböndum, á meðan að efni sem gengur miklu lengra og getur verið mjög ofbeldisfullt auk þess að vera niðurlægjandi, er orðið mjög algengt og aðgengilegt. Aukning ofbeldis í klámi er ekki síst sorgleg í ljósi þess að hér er ekki um að ræða sviðsett slagsmálaatriði eins og í hasarmyndum, heldur raunverulega beitingu ofbeldis á fólki sem leikur í klámmyndum. Ofbeldi í klámi veitir mjög brenglaða mynd af kynlífi, því sem ætti að vera það fallegasta og eðlilegasta í lífi hvers og eins, og er skelfilegt hve aðgengilegt slíkt klám er fyrir börn og unglinga á veraldarvefnum. Knýjandi spurning er hverjir hagnast í raun á klámi, ekki síst þegar litið er til þess að fagaðilar sem starfa við rannsóknir brota, með sakborningum eða brotaþolum telja að áhrifa kláms gæti í kynferðislegu ofbeldi. T.d. merkja starfsmenn kynferðisbrotadeildar lögreglu augljós áhrif kláms í mörgum þeim kynferðisbrotamálum sem inn á þeirra borð koma. Það er því góða gjalda vert að leita leiða til að geta takmarkað þá ofbeldisvá sem klám hefur í för með sér og verður áhugavert að sjá niðurstöður starfshóps sem innanríkisráðherra tilkynnti ríkisstjórn að til stæði að stofna 22. janúar síðastliðinn. Þá er jákvætt að til standi að skilgreina betur hvað felst í hugtakinu klám, en samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga sætir það m.a. refsingu að birta klám á prenti, sem og að búa til, flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum eða hafa þá opinberlega til sýnis. Í lögum er hins vegar ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu klám og vonast Femínistafélagið til þess að með góðri vinnu verði hægt að bæta úr því. Femínistafélagið fagnar ennfremur aukinni áherslu á forvarnir gegn kynferðisofbeldi, með átakinu Vitundarvakning um kynferðisofbeldi gegn börnum. M.a. er mikilvægt skref stigið í kynfræðslu á Íslandi með stuttmyndinni Fáðu Já sem verður frumsýnd á næstunni og fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis og leitast við að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira