Fleiri fréttir Lögreglan varar við ótraustum ís - þingmaður hjálpaði pilti í vanda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að hætta sér út á Reykjavíkurtjörn, en ísinn þar er ótraustur. 25.1.2013 16:38 Íslendingar hvattir til að njóta listar löglega Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. 25.1.2013 16:32 Hallgrímur hnýtir í Jón Viðar - vill gagnrýnendur á hærra plani Hallgrímur Helgason rithöfundur ræðst harkalega á leikhúsgagnrýnandann Jón Viðar Jónsson í DV í dag vegna gagnrýni þess síðarnefnda á leikriti William Shakespeare, Macbeth, sem er sýnt í Þjóðleikhúsinu þessa dagana. 25.1.2013 16:13 Fjögur brot gegn börnum kærð til lögreglu Þrjú af þeim fimm kynferðisbrotamálum sem lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar voru kærð eftir áramót. Af þessum fimm málum sem eru til rannsóknar snúast fjögur um brot gegn börnum. Fimmta rannsóknin snýr að broti þar sem samkynhneigður karlmaður er grunaður um að hafa brotið gegn sambýlismanni sínum. 25.1.2013 15:58 Deiliskipulag á Brynjureit samþykkt Borgarráð samþykkti breytt deiliskipulag fyrir Brynjureit við Laugaveg á fundi sínum í gær, 24. janúar 2013. Samkvæmt nýju deiliskipulagi breytist ásýnd Laugavegar lítið en talsverðar breytingar verða á byggðinni við Hverfisgötu sem samræmd verður byggingum í nágrenninu. Á reitnum mun rísa blönduð og notaleg byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis með göngugötum sem tengja Laugaveg, Hverfisgötu og Klapparstíg. 25.1.2013 15:37 Skoða aðstæður í Reykjavík fyrir íþróttaleika samkynhneigðra Sendinefnd á vegum GLISA, alþjóðaasamtaka samkynhneigðra verður í Reykjavík dagana 26. - 27. janúar næstkomandi til þess að skoða aðstæður í borginni vegna umsóknar Reykjavíkurborgar um að halda World Outgames, íþróttaleika samkynhneigðra, árið 2017. Nefndin kemur hingað til lands frá Miami í Bandaríkjunum sem kemur einnig til greina sem gestgjafi leikanna. 25.1.2013 15:25 Handjárn og olía í Hagkaupum Viðskiptavinir hvattir til að muna eftir bóndadeginum. 25.1.2013 14:07 Undirbúa opnun gossafns í Vestmannaeyjum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en á miðvikudaginn voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey. Gert er ráð fyrir því að eitt af húsunum sem verið hafa undir ösku og hrauni í 40 ár verði grafið upp og nýtt sem lykilþáttur í safninu. Þá verði sett þar upp sýning þar sem eldgossins verður í minnst og jarðsögu og mótun Suðurlands gerð skil. Auk þess er ráðgert að í safninu verði fræðsla um náttúruvá á borð við eldgos og jarðskjálfta. 25.1.2013 14:02 Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi Nú í morgun var í Héraðsdómi Vesturlands framlengt gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi. 25.1.2013 13:53 Slys á leikskóla ekki lögreglumál Slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag, þar sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði, var ekki þess eðlis að kalla þyrfti til lögreglu. 25.1.2013 13:01 Flokksráðsfundur VG um helgina Flokksráðsfundur Vinstri grænna er haldinn á Grand hótel um helgina og hefst seinnipartinn með ræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns en um klukkan hálf sex heldur Steingrímur J. Sigfússon ræðu. Þar mun hann fara yfir stjórnmálin á kosningavetri en búast má við heitum fundi eftir þær miklu hræringar sem verið hafa í flokknum og stjórnarsamstarfinu að undanförnu. Nú síðast sagði Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra sig úr þingflokki VG og hafa þá fjórir þingmenn yfirgefið þingflokkinn á kjörtímabilinu. Almennar stjórnmálaumræður verða á fundinum klukkan átta í kvöld og má reikna með að órólega deild flokksins láti heyra í sér í þeim umræðum. 25.1.2013 12:07 Enginn samningsvilji af hálfu sveitarfélaganna "Kennarar vinna allt of mikið og skortir tíma til að sinna verkefnum sínum, en þeim hefur fjölgað mikið og áherslurnar breyst," segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara 25.1.2013 11:46 Hani var til stórra vandræða Hani, sem staðsettur var í parhúsi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, var til svo stórra vandræða á dögunum að kvartað var undan því við lögregluna. Í kvörtuninni kom fram að haninn léti í sér heyra á öllum tímum sólarhrings, ekki síst á nóttunni og væri þá ekkert á lágu nótunum. Hefði hann ýmist haldið fólki vakandi stóran hluta nætur, eða vakið þá sem náðu að festa svefn. Lögregla ræddi við eiganda hanans sem lofaði að fjarlægja hann úr þéttbýlinu. Nágrönnum var greint frá því og önduðu þeir léttar. 25.1.2013 11:31 Krufningaskýrslan mun ekki hafa áhrif á aðbúnað Annþórs og Barkar "Ég get ekki tjáð mig um einstök mál, en ef trúnaðargögn úr sakamáli berast Fangelsismálastofnun þá hefur það engin áhrif á vistun einstaklinga,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, spurður út í aðbúnað Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem eru grunaðir um að hafa valdið samfanga sínum dauða í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. 25.1.2013 11:27 Grunaður fíkniefnasali handtekinn Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum í gær, en sá hafði í fórum sínum talsvert magn af kannabisefnum. Lögregla var á leið í húsleit á heimili mannsins, að fengnum dómsúrskurði, en mætti honum fyrir utan húsnæðið. Þar framvísaði hann þegar nokkum kannabisskömmtum. Þegar inn var komið framvísaði hann poka með talsverðu magni af sama efni. Grunur leikur á að maðurinn hafi stundað fíkniefnasölu. 25.1.2013 11:21 Íslensk yfirvöld sökuð um daufar aðgerðir gagnvart hælisleitendum Ameríska-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) sakar ríkisstjórnina um daufar aðgerðir við úrlausnir málefna hælisleitenda en þeir hafa undanfarin ár reynt nokkrum sinnum að að smygla sér um borð í skip Eimskips í Sundahöfn sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og Bandaríkjanna. 25.1.2013 10:20 Af hverju bæta tryggingafélög ekki tjón af völdum yfirliðs? Hin fjórtán ára Lena Sóley Þorvaldsdóttir lenti í því óskemmtilega óhappi að brjóta í sér tennur þegar leið yfir hana á gamlársdag. Tryggingafélag hennar neitar að greiða henni bætur þótt fjölskylda hennar sé með slysatryggingu. Ástæðan er sú að yfirlið telst ekki vera slys í skilmálum íslenskra tryggingafélaga. 25.1.2013 10:00 Ingibjörg og Ragnheiður hæfastar í héraðsdóm Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Snorradóttir eru hæfastar umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar í október. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar um umsækjendur. Umsækjendur voru átta. 25.1.2013 09:12 Garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram um helgina Árleg garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram núna um helgina. Fólk er hvatt til að fylgjast með garði í klukkutíma í dag, á morgun og á sunnudag eða mánudag. Þá þarf að skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, það er þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Svo getur fólk skráð niðurstöður á Garðfuglavefnum, eða sent upplýsingarnar á skráningarblaði til Fuglaverndar. Frekari upplýsingar um þetta má nálgast um þetta hér á vefnum. 25.1.2013 09:01 Aldrei fleiri hafa leitað til Barnahúss en nú í janúar Forsvarskona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn og nú í janúar. Málafjöldinn löngu orðinn of mikill fyrir starfsemina. Kerfi sem annar ekki eftirspurn hefur verulega slæm áhrif á málin, segir dósent. 25.1.2013 07:00 Íbúum fjölgar mest í Kópavogi og Garðabæ Landsmönnum fjölgaði um ríflega tvö þúsund á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Þar af fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.830 og íbúum á landsbyggðinni um 180. Íbúum fjölgaði sérstaklega mikið í Kópavogi og Garðabæ. 25.1.2013 07:00 Hið opinbera eykur verðbólgu Auknar opinberar álögur hafa hækkað hér verðbólgu síðustu ár um fimm til sex prósent, samkvæmt áætlun hagdeildar Alþýðusambands Íslands. 25.1.2013 07:00 Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25.1.2013 07:00 Vegagerðin bætir tjón vegna tjörublæðinga Eigendur ökutækja sem urðu fyrir skemmdum vegna malbiksblæðinga á þjóðvegum síðustu daga fá tjón sitt bætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 25.1.2013 07:00 Kvótinn aukinn um 220 dýr í ár Heimilt verður að veiða allt að 1.229 hreindýr í ár. Það er fjölgun um 220 dýr frá síðasta ári en umhverfisráðherra ákveður þennan kvóta að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. 25.1.2013 07:00 Aukafjárframlög í augnsýn Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist nú hafa umboð frá stjórnvöldum til að semja við hjúkrunarfræðinga spítalans. Slíkt mun kosta ríkissjóð hundruð milljóna króna. RÚV sagði frá þessu í gærkvöldi. 25.1.2013 07:00 Með hugann við náttúruna Íbúar á Kjalarnesi vilja fá bætta aðstöðu til sjósunds og betri fræðslu um náttúru. Þetta kom fram í vali íbúanna á verkefnum í "Betri hverfum“ á síðasta ári sem komast til framkvæmda. Íbúarnir sendu fyrst inn hugmyndir og síðan var kosið um þær í rafrænni kosningu, eins og í öðrum hverfum. 25.1.2013 07:00 Tekjutenging gjalda of flókin Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnaði á síðasta fundi hugmyndum fulltrúa minnihlutans um að skoðað yrði að koma til móts við tekjulága hópa með því að miða gjaldskrána við fleiri þætti en félagslega stöðu, til dæmis með tekjutengingum. 25.1.2013 07:00 Kanna jarðsig í götu á Selfossi Starfsmenn Árborgar munu strax í birtingu kanna nánar jarðsig í götu í austurhluta Selfoss. 25.1.2013 06:52 Nokkur sjnóflóð langt frá byggð á Austurlandi Nokkur snjóflóð féllu til fjalla á Austurlandi, en þau voru fremur lítil og hlaust ekki tjón af. Spáð er snjókomu á Norðurlandi og Vestfjörðum um helgina og þá gæti skapast snjóflóðahætta til fjalla þar, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Þau yrðu þá væntanlega langt frá byggð. 25.1.2013 06:47 Ólétt kona á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur Þunguð kona var flutt á slysadeild Landsspítalans eftir að fjórir bílar lentu í hörðum árekstri efst í Kömbum á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. 25.1.2013 06:27 Vonast til að ekki komi til þvingana vegna makrílveiða Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuðum viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. 25.1.2013 06:00 Jarðskjálfti við Keili Jarðskjálfti varð rétt við höfuðborgarsvæðið um tuttugu mínútur fyrir eitt. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar lítur út fyrir að upptök hans hafi verið um fimm kílómetrum austur af Keili. Óyfirfarnar niðurstöður benda til að stærð hans hafi verið á bilinu 2,8 – 3 stig. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði, á Laugavegi og í Breiðholti. 25.1.2013 01:54 Vísindin gætu geymt lausnina í einu stærsta hagsmunamáli Íslands Evrópumálaráðherra Íra, sem fara nú með formennsku í ESB, telur að Íslendingar geti fengið sérlausn um sjávarútveg í samningaviðræðum við sambandið. Hún telur lausn makríldeilunnar felast í því að deiluaðilar sammælist um vísindalegar staðreyndir um makrílstofninn og því geti lausnin falist í frekari rannsóknum á stofninum. 24.1.2013 23:16 Kynþokkalist eða klám? Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. 24.1.2013 20:56 Bílvelta á Hringbraut Umferðarslys varð á Hringbraut við Njarðargötu á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lentu tveir bílar saman og lenti annar þeirra á hliðinni. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Lögreglan rannsakar nú slysið. 24.1.2013 20:01 Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum Fjögurra bíla árekstur varð efst í Kömbunum á áttunda tímanum í kvöld en erfið færð er á þessum slóðum, mikið slabb og ofankoma. 24.1.2013 19:36 Makríllinn á ekki að fá að éta frítt í lögsögu Íslands Makríldeila Íslendinga er komin í alþjóðlegt sviðsljós sem helsta dæmi um árekstra sem verða á milli ríkja vegna hlýnunar hafsins. Ræða Steingríms J. Sigfússonar á Norðurslóðaráðstefnu í Noregi vakti mikla athygli og sjálfur telur hann málstað Íslands styrkjast þegar deilan er sett í þetta samhengi. Ráðstefnan stendur yfir alla þessa viku í Tromsö og sækja hana um eitt þúsund manns, þeirra á meðal utanríkisráðherrar Noregs og Svíþjóðar, og sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. 24.1.2013 19:19 Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni við Kaplakrika á fjórða tímanum í dag. Lögregla og sjúkralið var sent á staðinn og drógu kranabílar tvær bifreiðar á brott. Reykjanesbrautinni var lokað um tíma vegna slyssins en engin slys urðu á fólki. 24.1.2013 18:06 Tók myndir af nöktum stúlkum í ljósabekk Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann um þrítugt í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur fjórtán ára stúlkum. Maðurinn játaði að hafa tekið ljósmyndir af þeim nöktum í ljósabekk á sólbaðsstofu án þeirra vitneskju. 24.1.2013 17:41 Sleppur við gæsluvarðhald þrátt fyrir ásökun um barnaníð Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði því að maður, sem sakaði tvær sjö ára stelpur um að hnupla sælgæti úr verslun og nam þær brott í bíl sínum skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur játað að hafa ekið með þær á afvikinn stað þar sem hann strauk þeim utanklæða á læri og kvið og kyssti aðra þeirra á kinnina. Í dómnum segir að maðurinn virðist hafa hætt þegar stúlkurnar sýndu merki um hræðslu og ók þeim aftur á sinn stað. 24.1.2013 17:01 Björn dæmdur fyrir meiðyrði en sýknaður af miskabótakröfu Hæstiréttur staðfesti í dag ómerkingu ummæla sem Björn Bjarnason viðhafði um Jón Ásgeir Jóhannesson í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var hins vegar sýknaður af bótakröfu. 24.1.2013 16:44 Þrjú ár fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir fíkniefnasmyglaranum Loga Má Hermannssyni sem var dæmdur á síðasta ári í 3 ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla um 4 kílóum af amfetamíni frá Danmörku til Íslands árið 2009 ásamt fjórum öðrum. 24.1.2013 16:39 Kraumandi gambri í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi lagði í dag hald á 200 lítra af gambra og 50 lítra af landa á heimili manns í Grímsnesi. 24.1.2013 16:16 Vill byrja að reisa mosku næsta sumar "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. 24.1.2013 16:02 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan varar við ótraustum ís - þingmaður hjálpaði pilti í vanda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að hætta sér út á Reykjavíkurtjörn, en ísinn þar er ótraustur. 25.1.2013 16:38
Íslendingar hvattir til að njóta listar löglega Átak er hafið á vegum íslenskra listamanna, útgefenda og höfundaréttarsamtaka sem ætlað er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif ólöglegs niðurhals. 25.1.2013 16:32
Hallgrímur hnýtir í Jón Viðar - vill gagnrýnendur á hærra plani Hallgrímur Helgason rithöfundur ræðst harkalega á leikhúsgagnrýnandann Jón Viðar Jónsson í DV í dag vegna gagnrýni þess síðarnefnda á leikriti William Shakespeare, Macbeth, sem er sýnt í Þjóðleikhúsinu þessa dagana. 25.1.2013 16:13
Fjögur brot gegn börnum kærð til lögreglu Þrjú af þeim fimm kynferðisbrotamálum sem lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar voru kærð eftir áramót. Af þessum fimm málum sem eru til rannsóknar snúast fjögur um brot gegn börnum. Fimmta rannsóknin snýr að broti þar sem samkynhneigður karlmaður er grunaður um að hafa brotið gegn sambýlismanni sínum. 25.1.2013 15:58
Deiliskipulag á Brynjureit samþykkt Borgarráð samþykkti breytt deiliskipulag fyrir Brynjureit við Laugaveg á fundi sínum í gær, 24. janúar 2013. Samkvæmt nýju deiliskipulagi breytist ásýnd Laugavegar lítið en talsverðar breytingar verða á byggðinni við Hverfisgötu sem samræmd verður byggingum í nágrenninu. Á reitnum mun rísa blönduð og notaleg byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis með göngugötum sem tengja Laugaveg, Hverfisgötu og Klapparstíg. 25.1.2013 15:37
Skoða aðstæður í Reykjavík fyrir íþróttaleika samkynhneigðra Sendinefnd á vegum GLISA, alþjóðaasamtaka samkynhneigðra verður í Reykjavík dagana 26. - 27. janúar næstkomandi til þess að skoða aðstæður í borginni vegna umsóknar Reykjavíkurborgar um að halda World Outgames, íþróttaleika samkynhneigðra, árið 2017. Nefndin kemur hingað til lands frá Miami í Bandaríkjunum sem kemur einnig til greina sem gestgjafi leikanna. 25.1.2013 15:25
Undirbúa opnun gossafns í Vestmannaeyjum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en á miðvikudaginn voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey. Gert er ráð fyrir því að eitt af húsunum sem verið hafa undir ösku og hrauni í 40 ár verði grafið upp og nýtt sem lykilþáttur í safninu. Þá verði sett þar upp sýning þar sem eldgossins verður í minnst og jarðsögu og mótun Suðurlands gerð skil. Auk þess er ráðgert að í safninu verði fræðsla um náttúruvá á borð við eldgos og jarðskjálfta. 25.1.2013 14:02
Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi Nú í morgun var í Héraðsdómi Vesturlands framlengt gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi. 25.1.2013 13:53
Slys á leikskóla ekki lögreglumál Slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag, þar sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði, var ekki þess eðlis að kalla þyrfti til lögreglu. 25.1.2013 13:01
Flokksráðsfundur VG um helgina Flokksráðsfundur Vinstri grænna er haldinn á Grand hótel um helgina og hefst seinnipartinn með ræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns en um klukkan hálf sex heldur Steingrímur J. Sigfússon ræðu. Þar mun hann fara yfir stjórnmálin á kosningavetri en búast má við heitum fundi eftir þær miklu hræringar sem verið hafa í flokknum og stjórnarsamstarfinu að undanförnu. Nú síðast sagði Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra sig úr þingflokki VG og hafa þá fjórir þingmenn yfirgefið þingflokkinn á kjörtímabilinu. Almennar stjórnmálaumræður verða á fundinum klukkan átta í kvöld og má reikna með að órólega deild flokksins láti heyra í sér í þeim umræðum. 25.1.2013 12:07
Enginn samningsvilji af hálfu sveitarfélaganna "Kennarar vinna allt of mikið og skortir tíma til að sinna verkefnum sínum, en þeim hefur fjölgað mikið og áherslurnar breyst," segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara 25.1.2013 11:46
Hani var til stórra vandræða Hani, sem staðsettur var í parhúsi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, var til svo stórra vandræða á dögunum að kvartað var undan því við lögregluna. Í kvörtuninni kom fram að haninn léti í sér heyra á öllum tímum sólarhrings, ekki síst á nóttunni og væri þá ekkert á lágu nótunum. Hefði hann ýmist haldið fólki vakandi stóran hluta nætur, eða vakið þá sem náðu að festa svefn. Lögregla ræddi við eiganda hanans sem lofaði að fjarlægja hann úr þéttbýlinu. Nágrönnum var greint frá því og önduðu þeir léttar. 25.1.2013 11:31
Krufningaskýrslan mun ekki hafa áhrif á aðbúnað Annþórs og Barkar "Ég get ekki tjáð mig um einstök mál, en ef trúnaðargögn úr sakamáli berast Fangelsismálastofnun þá hefur það engin áhrif á vistun einstaklinga,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, spurður út í aðbúnað Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem eru grunaðir um að hafa valdið samfanga sínum dauða í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. 25.1.2013 11:27
Grunaður fíkniefnasali handtekinn Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn á Suðurnesjum í gær, en sá hafði í fórum sínum talsvert magn af kannabisefnum. Lögregla var á leið í húsleit á heimili mannsins, að fengnum dómsúrskurði, en mætti honum fyrir utan húsnæðið. Þar framvísaði hann þegar nokkum kannabisskömmtum. Þegar inn var komið framvísaði hann poka með talsverðu magni af sama efni. Grunur leikur á að maðurinn hafi stundað fíkniefnasölu. 25.1.2013 11:21
Íslensk yfirvöld sökuð um daufar aðgerðir gagnvart hælisleitendum Ameríska-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) sakar ríkisstjórnina um daufar aðgerðir við úrlausnir málefna hælisleitenda en þeir hafa undanfarin ár reynt nokkrum sinnum að að smygla sér um borð í skip Eimskips í Sundahöfn sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og Bandaríkjanna. 25.1.2013 10:20
Af hverju bæta tryggingafélög ekki tjón af völdum yfirliðs? Hin fjórtán ára Lena Sóley Þorvaldsdóttir lenti í því óskemmtilega óhappi að brjóta í sér tennur þegar leið yfir hana á gamlársdag. Tryggingafélag hennar neitar að greiða henni bætur þótt fjölskylda hennar sé með slysatryggingu. Ástæðan er sú að yfirlið telst ekki vera slys í skilmálum íslenskra tryggingafélaga. 25.1.2013 10:00
Ingibjörg og Ragnheiður hæfastar í héraðsdóm Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Snorradóttir eru hæfastar umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar í október. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar um umsækjendur. Umsækjendur voru átta. 25.1.2013 09:12
Garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram um helgina Árleg garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram núna um helgina. Fólk er hvatt til að fylgjast með garði í klukkutíma í dag, á morgun og á sunnudag eða mánudag. Þá þarf að skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, það er þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Svo getur fólk skráð niðurstöður á Garðfuglavefnum, eða sent upplýsingarnar á skráningarblaði til Fuglaverndar. Frekari upplýsingar um þetta má nálgast um þetta hér á vefnum. 25.1.2013 09:01
Aldrei fleiri hafa leitað til Barnahúss en nú í janúar Forsvarskona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn og nú í janúar. Málafjöldinn löngu orðinn of mikill fyrir starfsemina. Kerfi sem annar ekki eftirspurn hefur verulega slæm áhrif á málin, segir dósent. 25.1.2013 07:00
Íbúum fjölgar mest í Kópavogi og Garðabæ Landsmönnum fjölgaði um ríflega tvö þúsund á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Þar af fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1.830 og íbúum á landsbyggðinni um 180. Íbúum fjölgaði sérstaklega mikið í Kópavogi og Garðabæ. 25.1.2013 07:00
Hið opinbera eykur verðbólgu Auknar opinberar álögur hafa hækkað hér verðbólgu síðustu ár um fimm til sex prósent, samkvæmt áætlun hagdeildar Alþýðusambands Íslands. 25.1.2013 07:00
Þrír fjórðu hlutar niðurhals ólöglegir Höfundar, flytjendur og framleiðendur íslenskrar tónlistar, kvikmynda og bóka, hófu í gær átak til að hvetja Íslendinga til að nýta sér löglegar leiðir til að nálgast tónlist, kvikmyndir og bækur á netinu. 25.1.2013 07:00
Vegagerðin bætir tjón vegna tjörublæðinga Eigendur ökutækja sem urðu fyrir skemmdum vegna malbiksblæðinga á þjóðvegum síðustu daga fá tjón sitt bætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 25.1.2013 07:00
Kvótinn aukinn um 220 dýr í ár Heimilt verður að veiða allt að 1.229 hreindýr í ár. Það er fjölgun um 220 dýr frá síðasta ári en umhverfisráðherra ákveður þennan kvóta að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. 25.1.2013 07:00
Aukafjárframlög í augnsýn Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist nú hafa umboð frá stjórnvöldum til að semja við hjúkrunarfræðinga spítalans. Slíkt mun kosta ríkissjóð hundruð milljóna króna. RÚV sagði frá þessu í gærkvöldi. 25.1.2013 07:00
Með hugann við náttúruna Íbúar á Kjalarnesi vilja fá bætta aðstöðu til sjósunds og betri fræðslu um náttúru. Þetta kom fram í vali íbúanna á verkefnum í "Betri hverfum“ á síðasta ári sem komast til framkvæmda. Íbúarnir sendu fyrst inn hugmyndir og síðan var kosið um þær í rafrænni kosningu, eins og í öðrum hverfum. 25.1.2013 07:00
Tekjutenging gjalda of flókin Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnaði á síðasta fundi hugmyndum fulltrúa minnihlutans um að skoðað yrði að koma til móts við tekjulága hópa með því að miða gjaldskrána við fleiri þætti en félagslega stöðu, til dæmis með tekjutengingum. 25.1.2013 07:00
Kanna jarðsig í götu á Selfossi Starfsmenn Árborgar munu strax í birtingu kanna nánar jarðsig í götu í austurhluta Selfoss. 25.1.2013 06:52
Nokkur sjnóflóð langt frá byggð á Austurlandi Nokkur snjóflóð féllu til fjalla á Austurlandi, en þau voru fremur lítil og hlaust ekki tjón af. Spáð er snjókomu á Norðurlandi og Vestfjörðum um helgina og þá gæti skapast snjóflóðahætta til fjalla þar, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Þau yrðu þá væntanlega langt frá byggð. 25.1.2013 06:47
Ólétt kona á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur Þunguð kona var flutt á slysadeild Landsspítalans eftir að fjórir bílar lentu í hörðum árekstri efst í Kömbum á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. 25.1.2013 06:27
Vonast til að ekki komi til þvingana vegna makrílveiða Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuðum viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. 25.1.2013 06:00
Jarðskjálfti við Keili Jarðskjálfti varð rétt við höfuðborgarsvæðið um tuttugu mínútur fyrir eitt. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar lítur út fyrir að upptök hans hafi verið um fimm kílómetrum austur af Keili. Óyfirfarnar niðurstöður benda til að stærð hans hafi verið á bilinu 2,8 – 3 stig. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði, á Laugavegi og í Breiðholti. 25.1.2013 01:54
Vísindin gætu geymt lausnina í einu stærsta hagsmunamáli Íslands Evrópumálaráðherra Íra, sem fara nú með formennsku í ESB, telur að Íslendingar geti fengið sérlausn um sjávarútveg í samningaviðræðum við sambandið. Hún telur lausn makríldeilunnar felast í því að deiluaðilar sammælist um vísindalegar staðreyndir um makrílstofninn og því geti lausnin falist í frekari rannsóknum á stofninum. 24.1.2013 23:16
Kynþokkalist eða klám? Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að það sé verkefni sérfræðinga að skilgreina klám, en skilin milli kláms og kynþokkalistar eru óglögg að mati fræðimanna. Ögmundur telur að með afmörkun á klámhugtaki hegningarlaga sé hann að vernda börn fyrir óæskilegu efni. 24.1.2013 20:56
Bílvelta á Hringbraut Umferðarslys varð á Hringbraut við Njarðargötu á áttunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lentu tveir bílar saman og lenti annar þeirra á hliðinni. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Lögreglan rannsakar nú slysið. 24.1.2013 20:01
Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum Fjögurra bíla árekstur varð efst í Kömbunum á áttunda tímanum í kvöld en erfið færð er á þessum slóðum, mikið slabb og ofankoma. 24.1.2013 19:36
Makríllinn á ekki að fá að éta frítt í lögsögu Íslands Makríldeila Íslendinga er komin í alþjóðlegt sviðsljós sem helsta dæmi um árekstra sem verða á milli ríkja vegna hlýnunar hafsins. Ræða Steingríms J. Sigfússonar á Norðurslóðaráðstefnu í Noregi vakti mikla athygli og sjálfur telur hann málstað Íslands styrkjast þegar deilan er sett í þetta samhengi. Ráðstefnan stendur yfir alla þessa viku í Tromsö og sækja hana um eitt þúsund manns, þeirra á meðal utanríkisráðherrar Noregs og Svíþjóðar, og sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. 24.1.2013 19:19
Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni við Kaplakrika á fjórða tímanum í dag. Lögregla og sjúkralið var sent á staðinn og drógu kranabílar tvær bifreiðar á brott. Reykjanesbrautinni var lokað um tíma vegna slyssins en engin slys urðu á fólki. 24.1.2013 18:06
Tók myndir af nöktum stúlkum í ljósabekk Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann um þrítugt í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur fjórtán ára stúlkum. Maðurinn játaði að hafa tekið ljósmyndir af þeim nöktum í ljósabekk á sólbaðsstofu án þeirra vitneskju. 24.1.2013 17:41
Sleppur við gæsluvarðhald þrátt fyrir ásökun um barnaníð Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði því að maður, sem sakaði tvær sjö ára stelpur um að hnupla sælgæti úr verslun og nam þær brott í bíl sínum skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur játað að hafa ekið með þær á afvikinn stað þar sem hann strauk þeim utanklæða á læri og kvið og kyssti aðra þeirra á kinnina. Í dómnum segir að maðurinn virðist hafa hætt þegar stúlkurnar sýndu merki um hræðslu og ók þeim aftur á sinn stað. 24.1.2013 17:01
Björn dæmdur fyrir meiðyrði en sýknaður af miskabótakröfu Hæstiréttur staðfesti í dag ómerkingu ummæla sem Björn Bjarnason viðhafði um Jón Ásgeir Jóhannesson í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var hins vegar sýknaður af bótakröfu. 24.1.2013 16:44
Þrjú ár fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir fíkniefnasmyglaranum Loga Má Hermannssyni sem var dæmdur á síðasta ári í 3 ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla um 4 kílóum af amfetamíni frá Danmörku til Íslands árið 2009 ásamt fjórum öðrum. 24.1.2013 16:39
Kraumandi gambri í Grímsnesi Lögreglan á Selfossi lagði í dag hald á 200 lítra af gambra og 50 lítra af landa á heimili manns í Grímsnesi. 24.1.2013 16:16
Vill byrja að reisa mosku næsta sumar "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. 24.1.2013 16:02