Innlent

Sirrý ÍS aflahæsti smábáturinn

Sirrý ÍS
Sirrý ÍS
Vefsíðan Aflafréttir.is hefur tekið saman 17 aflahæstu smábáta síðasta árs. Allir náðu þeir yfir 800 tonn af fiski á síðasta ári.

Sirrý ÍS er aflahæsti smábátur síðasta árs með heildaraflann 1561 tonn. Í umfjöllun Aflafrétta segir að báturinn hafi átt mjög gott ár og aukið afla sinn á milli ára um 190 tonn sem þyki ansi gott.

Báturinn fór í 287 róðra á árinu og fékk því að meðaltali 5,4 tonn í róðri. Báturinn mokveiddi í maí þegar Sirrý ÍS landaði 219 tonnum sem er meðal þess mesta sem smábátur hefur fengið í einum mánuði.

Fimm aflamestu smábátarnir árið 2012

1. Sirrý ÍS

2. Einar Hálfdáns ÍS

3. Fríða Dagmar ÍS

4. Steinunn HF

5. Þórkatla GK

Nánari umfjöllun um afla smábáta árið 2012 má sjá á vefsíðu Aflafrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×