Innlent

Þessi lög berjast um sætið til Malmö

Birgitta Haukdal var ein þeirra sem komst áfram.
Birgitta Haukdal var ein þeirra sem komst áfram.
Fjögur lög tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Þau bættust við þau þrjú sem tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu á föstudagskvöld.

Lögin sem keppa um að verða framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár eru:

„Til þín" í flutningi Jógvans Hansens og Stefaníu Svavarsdóttur

„Ég syng!" í flutningi Unnar Eggertsdóttur

„Vinátta" í flutningi Haraldar Reynissonar.

„Meðal andanna" í flutningi Birgittu Haukdal

„Lífið snýst" í flutningi Svavars Knúts og Hreindísar Ylvu

„Ég á líf" í flutningi Eyþórs Inga.

„Ekki líta undan" í flutningi Magna Ásgeirssonar

Fyrstu sex lögin komust áfram í símakosningu almennings. Það síðasta var valið af sérstakri valnefnd. Úrslitin fara fram í Eldborgarsal Hörpu eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×