Innlent

Komst aldrei í búningsklefann hjá Framsókn

Jónína Benediktsdóttir
Jónína Benediktsdóttir
Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Í samtali við DV.is segist hún þó ekki hafa í hyggju að segja sig úr flokknum.

Jónína segist hætt í stjórninni vegna anna erlendis.

„Er ekki alveg sama í hvaða flokki maður er. En það er rétt að ég var ekki sátt við hversu mikill lýðræðishalli hefur verið í félaginu en það er bara mín skoðun. Ég komst aldrei einu sinni í búningsklefann hjá þeim. Ég er vön að keppa en ég hef aldrei lent í þessu að komast ekki inn á völlinn," segir Jónína í viðtalinu á DV.is.

Jónína gekk til liðs við Framsóknarflokkinn í apríl á liðnu ári. Þá taldi hún flokkinn hafa lært af fortíð sinni, lagað til í sínu liði, valið hugrakkan formann og hugsað um lausnir í landinu. Því hafi hún ákveðið að leggja flokknum starfsþrek sitt eins sagði í tilkynningu frá flokknum í apríl.

Jónína bauð sig fram til að leiða lista Framsóknar í Reykjavík. Þó kom aldrei til þess þar sem uppstillingarnefnd flokksins stillti henni ekki upp á lista. Jónína lenti í orðaskaki við Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann flokksins, og sagði í innsendri grein í Morgunblaðinu að Guðni ætti að hafa sig hægan á eftirlaunum sínum og hætta að reyna að fjarstýra sínum gamla flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×