Innlent

Pílagrímar þvo af sér syndir sínar

Nordicphotos/AFP
Pílagrímar flykkjast nú í Gangesdalinn í norðurhluta Indlands. Þar munu þeir þvo af sér syndir sínar þar sem stórfljótin Ganges og Yamuna mætast. Yfirvöld á svæðinu gera ráð fyrir að um áttatíu milljónir pílagríma muni gera sér leið þangað. Hátíðin er kölluð Kumbh Mela og er haldin á þriggja ára fresti. Pílagrímarnir hafa reist miklar tjaldborgir við Gangesfljótið. Samkvæmt goðafræði hindúismans eru Ganges og Yamuna heilagar og búa yfir miklum hreinsunarkrafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×