Fleiri fréttir

Jón Ásgeir fjárfestir fyrir hundruð milljóna á Bretlandi

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur keypt hlut í fyrirtækinu Muddy Boots Real Foods. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Sunday Telegraph. Þar segir að Jón Ásgeir hafi keypt um fjórðungshlut í fyrirtækinu og að fjárfestingin nemi nokkrum milljónum sterlingspunda, eða nokkur hundruð milljónum íslenskra króna.

Ölvuð ungmenni óku á grindverk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þremur var sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku.

Hringdi 200 sinnum í Neyðarlínuna

Lögreglan handtók konu á heimili sínu rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Hún hafði verið að ónáða starfsmenn Neyðarlínunnar með símhringingum.

Brotist inn í Sjónvarpsmiðstöðina

Tilkynnt var um innbrot í verslunina Sjónvarpsmiðstöðina í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru fjórar handteknir í kjölfar innbrotsins.

Þetta var almennilegt partí

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania bauð öllum viðskiptavinum og samstarfsaðilum til nýársgleði föstudaginn 11. janúar. Þar var fagnað ársafmæli vörumerkisins, flutningum á starfsemi fyrirtækisins undir eitt þak við Guðrúnartún og nýrri verslun fyrirtækisins við Sundin blá. Múgur og margmenni flykktist í Guðrúnartún, en um 1.400 manns sóttu gleðina og gengu síðan glöð út í stillt og milt janúarkvöldið.

Árni Páll eða Guðbjartur?

Guðbjartur Hannesson segist eiga mjög erfitt með að sjá Samfylkinguna vinna með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Árni Páll Árnason segir að flokkurinn verði að veita Sjálfstæðisflokknum samkeppni um hugmyndir. Báðir telja að stjórn til vinstri sé fyrsti valkostur og hvorugur vill gefa afslátt af ESB-málinu.

"Við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í "velferð en ekki vexti.“

Sumarliði freistar þess að komast út í geim

Sumarliði Þorsteinsson freistar nú þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ferðast út í geim. Hann biðlar til vina og vandamanna um að skrifa undir áheitasöfnun svo að draumur hans geti ræst.

Yndislega eyjan mín - Minning um mann í nýjum búningi

Myndband við lagið Minning um mann hefur verið birt á veraldarvefnum. Er þetta gert í tilefni af Eyjatónleikunum sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu þann 26. Janúar næstkomandi. Þá munu Eyjamenn og landsmenn allir minnast þess að fjörutíu ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst þann 23. Janúar árið 1973.

Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings

Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama.

Snorri í Betel vill á þing

"Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“

Glerhált í höfuðborginni

Glerhált er nú víða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Alls hafa fjögur umferðaróhöpp átt sér stað það sem af er degi, tvö á Bláfjallavegi og tvö á Reykjanesbraut. Öll eru þau rakin til hálku.

Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna.

Annar flugdólgur í vél Icelandair

Farþegar í vél Icelandair sem var að koma frá Washington í Bandaríkjunum á miðvikudagsmorgun yfirbuguðu karlmann sem lét ófriðlega þegar vélin var í lendingu í Keflavík.

Sextán ára piltur kastaðist af bifhjóli

Sextán ára gamall piltur var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir að hann kastaðist af bifhjóli á Sangerðisvegi á fimmtudaginn síðastliðinn.

Fólk heldur áfram að flýja úr Þjóðkirkjunni

Flóttinn út Þjóðkirkjunni heldur áfram. Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands segir að á tímabilinu frá byrjun október til áramóta gengu 422 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana.

Skíðasvæði víða opin

Veðurútlit um helgina er afar gott og eru skíðasvæði því víða opin. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan tíu til fimm og er skíðafólk hvatt til að mæta á svæðið.

Þurftu að beita piparúða gegn farþega í leigubíl

Um þrjú leytið í nótt óskaði leigubílstjóri óskar eftir aðstoð vegna farþega sem svaf í bifreiðinni. Er lögregla kom á vettvang brást farþeginn illa við og þurfti lögreglan að beita afli og varnarúða til að ná honum úr bifreiðinni. Farþeginn er nú vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Fiskveiði og stjórnarskrá stóru málin

Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn. Þingmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi þingmál, en fyrsta mál á dagskrá er atkvæðagreiðsla um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða.

Nauðsynlegt að fræða börnin um ofbeldið

Fræðsla barna um kynferðislegt ofbeldi er langbesta forvörnin gegn því. Best er ef fræðslan kemur frá foreldrum barnanna en einnig er hægt að leita til skóla eða félagasamtaka ef foreldrar geta ekki eða treysta sér ekki til að ræða málið við börnin sín.

Athuga tengsl við aðra níðinga

Meðal þess sem lögreglan rannsakar í tengslum við mál Karls Vignis Þorsteinssonar er hvort hann hafi átt í samskiptum við aðra barnaníðinga í gegnum tíðina í þeim tilgangi að skiptast á upplýsingum eða efni. Lögreglan lagði hald á ýmis gögn í húsleit hjá Karli Vigni fyrr í vikunni, en þau eru nú til rannsóknar.

„Blöndum okkur ekki í þetta“

„Við í Bjartri framtíð blöndum okkur ekki í þetta, en hvetjum alla til þess að kynna sér hlið Bjartrar,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um umfjöllun DV um missætti innan stjórnar Geðhjálpar.

Gæslan missir TF-GNÁ en hefur greitt 1,5 milljarða í leigu

Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa.

Bíður látnum að hlusta á tónlist í gröfinni

Tónlistarunnendur eiga nú tækifæri á að hlusta á uppáhalds tónlistina sína í gröfinni en sænskur frumkvöðull hefur hannað líkkistur með hágæða hljómkerfi. Vinir og ættingjar hins látna geta skipt um tónlist í gegnum internetið.

Hótaði að lemja mann sem lagði til þyngri lög vegna ofbeldisbrota

"Það var hringt í farsímann minn, en ekkert númer kom upp. Ég var spurður hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég játaði það og þá byrjaði fúkyrðaflaumurinn,“ lýsir Magnús B. Jóhannesson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins á Suðurlandi sem fram fer síðar í mánuðinum.

Kom í veg fyrir blóðbað með fortölum

Kennari og starfsmaður menntaskóla í bænum Taft í Kaliforníu eru taldir hafa komið í veg fyrir blóðbað þegar þeir töluðu um fyrir 16 ára nemanda, sem kom vopnaður haglabyssu til skólans í gær, með það að markmiði að myrða bekkjarfélaga sína sem höfðu lagt hann í einelti.

Með fíkniefni í þvottahúsinu

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni kannabisræktun í húsnæði í Njarðvík. Húsleit var gerð, að fengnum dómsúrskurði.

Um 30 sjúklingar í einangrun

Um þrjátíu sjúklingar eru nú í einangrun á Landspítalanum vegna inflúensu og annarra smitsjúkdóma. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild segir að aðstæður séu mjög erfiðar og á von á því að ástandið muni versna á næstu vikum.

Gunnar í vikulangt gæsluvarðhald

Dómari hjá Héraðsdómi Suðurlands féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á Selfossi um að úrskurða Gunnar Jakobsson í vikulangt gæsluvarðhald.

Um 120 greinst með inflúensu í vikunni

Hátt í 120 einstaklingar hafa greinst með inflúensu hér á landi í þessari viku en það eru töluvert fleiri en á sama tíma í fyrra, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.

Færri horfðu á Áramótaskaupið

Um 77 prósent þjóðarinnar horfðu á Áramótaskaupið á Gamlárskvöld en það er þremur prósentustigum færri en í fyrra, þegar 80 prósent þjóðarinnar horfði á. Þetta má lesa út úr tölum Capacent Gallup yfir sjónvarpsáhorf í síðustu viku.

Aðeins þrjú sveitarfélög hafa ekki hækkað gjaldskrána

Aðeins þrjú sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrá leikskóla síðan 1. febrúar í fyrra. Það eru Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaupstaður. Þetta er niðurstaða Verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013.

Hefur þér verið tilkynnt um lottóvinning í SMS-skilaboðum?

Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist upplýsingar um að fólk hafi fengið smáskilaboð, SMS, í farsíma sína þar sem því er tilkynnt að það hafi unnið stóra erlenda lottóvinninga. Síðan eru gefnar upp upplýsingar um tengilið vegna vinningsins. Lögreglan varar fólk við að svara slíkum skeytum eða taka mark á þeim með nokkrum hætti. Um sams konar svindl er að ræða og tíðkast hefur í sambærilegum tölvupóstum sem flætt hafa yfir og eru orðnir alþekktir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur margsinnis sent út viðvaranir til fólks af svipuðum tilefnum.

Í fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun

Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að nauðga stúlku, sem þá var nítján ára, Nauðgunin átti sér stað í lok árs 2011. Mennirnir héldu í hendur hennar og nýttu sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar. Samkvæmt ákæru héldu mennirnir stelpunni og skiptust á að þröngva henni til munnmaka við hvorn um sig á meðan hinn hafði við hana samræði. Annar maðurinn var dæmdur í fimm ára fangelsi en hinn í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Annar maðurinn er liðlega þrítugur en hinn er 24 ára.

Sjá næstu 50 fréttir