Fleiri fréttir Vilborg búin að ganga 1000 kílómetra Vilborg Arna Gissurardóttir er búin að ganga ríflega 1000 kílómetra á leið sinni um Suðurpólinn. Hún náði þeim áfanga í gær að komast inná síðustu breiddargráðuna en aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni. Þá frýs allt sem frosið getur nema það sem er í hitabrúsanum. 11.1.2013 09:57 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11.1.2013 09:00 Segja skrif kynda undir andúð Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður, hafa stefnt Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra DV, og eigendum blaðsins fyrir meiðandi ummæli. Þeir vilja meina að tilgangur Inga Freys með skrifum sínum um rekstur bræðranna, meðal annars Bakkavör Holding, hafi verið að „kynda undir andúð í garð þeirra [Lýðs og Ágústs] vegna þátttöku þeirra í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu hér á landi, einkum eftir einkavæðingu ríkisbankanna tveggja,“ eins og segir í stefnunni. 11.1.2013 08:00 Kjötlím er ekki notað hérlendis Kjötlím er ekki notað í matvælaframleiðslu hér á landi að því er Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir á sviði matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun, best veit. 11.1.2013 07:00 Lovestar Andra Snæs tilnefnd Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason hefur verið tilnefnd í Bandaríkjunum til verðlauna sem kennd eru við Philip K. Dick. Þetta kemur fram á vefsíðu Forlagsins. Um ein helstu vísindaskáldsagnaverðlaunin þar í landi er að ræða, en Dick er einn þekktasti og áhrifamesti höfundur vísindaskáldsagna í heiminum. 11.1.2013 07:00 Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11.1.2013 06:51 Brotist inn í apótek í Vesturborginni Tilkynnt var um innbrot í apótek í Vesturborginni á þriðja tímanum í nótt. Þjófurinn hafði brotið upp hurð og komist þannig inn. 11.1.2013 06:46 Eldur laus í dráttarvél á Rangárvöllum Eldur kom upp í dráttarvél, sem stóð við útihús á sveitabæ á Rangárvöllunum, í grennd við Hvolsvöll í nótt. 11.1.2013 06:44 Ung stúlka slasaðist á spilakvöldi Ung stúlka slasaðist þegar hún féll innandyra í grunnskólanum í Hveragerði í gærkvöldi og fékk þungt höfuðhögg. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans. 11.1.2013 06:41 Tvær bílveltur vegna hálku fyrir norðan Tveir bílar ultu með skömmu millibili út af þjóðvegum á Norðurlandi Vestra, seint í gærkvöldi, en engin í þeim meiddist alvarlega. 11.1.2013 06:37 Kjarasamningar ekki skýring verðbólgu Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gefur lítið fyrir gagnrýni Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, á gildandi kjarasamninga frá 2011. Gylfi segir þá ekki skýra verðbólgukúfinn á árunum 2011 og 2012, hvað þá veikt gengi krónu. 11.1.2013 06:00 Glötuðu tækifæri til að losna við bragga Isavia féll á tíma og missti af tækifæri til að losna við bragga sem félagið mátti rífa til að rýma fyrir vélaskemmu á Reykjavíkurflugvelli. Bragginn er nú sagður stríðsminjar. Á þeirri forsendu ætti að friða flugvöllinn sjálfan, segir talsmaður Isavia. 11.1.2013 06:00 Borgin byggir leiguhúsnæði á lóð UMFÍ við Tryggvagötu Reykjavíkurborg hefur leyst til sín lóð UMFÍ við Tryggvagötu. Greiðir félaginu 14 milljónir í útlagðan kostnað. Lóðin verður með í plönum um eflingu almenns leigumarkaðar. Starfshópur um húsnæðismál skipaður í gær. 11.1.2013 05:00 Dýr urðu ekki fyrir flúoreitrun Búfénaður í grennd við álverið á Reyðarfirði hefur ekki orðið fyrir skaða vegna bilunar í mengunarbúnaði álversins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dýralæknirinn Freydís Dana Sigurðardóttir gerði í samstarfi við nokkrar rannsóknarstofnanir. 11.1.2013 05:00 Stórtækasta mál sem Guðrún hjá Stígamótum hefur séð "Ég vildi að ég gæti sagt nei,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, aðspurð um hvort að símalínur samtakanna væru enn rauðglóandi eftir umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson. 10.1.2013 22:56 Útilokað að smástirnið Apófis skelli á jörðinni árið 2029 Smástirnið Apófis átti sögulegt en þó örstutt ástarævintýri við Jörðina í gær. Þá skaust þessi 320 metra breiði hnullungur framhjá Jörðinni á hátt í 30 þúsund kílómetra hraða. 10.1.2013 22:10 Hildur Lilliendahl í nærmynd "Hún er engin öfgamanneskja, er alltaf tilbúin að hlusta á hina hliðina en er hörð á sínu." Svona lýsa nákomnir Hildi Lilliendahl sem heldur baráttu sinni áfram þrátt fyrir að hafa verið hótað barsmíðum og jafnvel lífláti á netinu. 10.1.2013 21:28 Óskarsverðlaunadraumurinn enn á lífi Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár. Baltasar segir það vissulega vonbrigði að hljóta ekki tilnefningu en myndin hafi fengið mikla athygli fyrir að komast svona langt. 10.1.2013 20:51 Stefnir í inflúensufarald hér á landi Fjöldi greindra tilfella inflúensu hefur tvöfaldast á fyrstu dögum þessa árs og segir sóttvarnarlæknir að nokkuð skæður inflúensufaraldur sé framundan. Hann hvetur fólk til að vera heima ef það finnur fyrir einkennum til að koma í veg fyrir smit. 10.1.2013 19:45 Fórnarlamb Karls Vignis óttaðist að vera barnaníðingur - þriðja kæran barst í dag Þrír hafa lagt fram kæru á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni vegna kynferðisbrota. Þriðja kæran var lögð fram í dag. Maður sem Karl áreitti kynferðislega á níunda áratugnum kallar eftir málefnalegri umræðu um barnaníðinga til að þolendur þori að segja frá og þjóðfélagið sé í stakk búið til að takast á við frásagnir þeirra. 10.1.2013 19:11 Dagur hættir sem varaformaður Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að sækjast áfram eftir embættinu á næsta landsfundi. 10.1.2013 18:44 Biskup segir Áskirkju ekki hafa fylgt siðareglum "Það er þyngra en tárum taki að slíkt skuli hafa viðgengist og það um áratugaskeið," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, um mál Karls Vignis Þorsteinssonar, barnaníðings. 10.1.2013 18:15 Ísland eina landið þar sem kynferðisbrot gegn börnum eru ófyrnanleg "Þetta mál sem nú tröllríður samfélaginu undirstrikar það hversu mikilvægt það var að ná lagabreytingum í gegn um afnám fyrningar í kynferðisbrotum gegn börnum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og formaður allsherjarnefndar. 10.1.2013 17:37 Skrambi veit allt um málið Leiðréttingarforritið Skrambi er afrakstur nokkurra rannsóknarverkefna, meðal annars meistaraverkefnis Jóns Friðriks Daðasonar tölvunarfræðings. Skrambi hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2012. 10.1.2013 17:00 Semja um stuðning við afganskar flóttafjölskyldur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í dag samning sem kveður á um aðstoð og stuðning sem Reykjavíkurborg mun veita þremur afgönskum flóttafjölskyldum frá Íran sem komu til landsins í lok nýliðins árs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá ráðuneytinu og borginni. 10.1.2013 16:42 Telja að álagið við vinnu hafi aukist Tveir þriðju hlutar félagsmanna BSRB telja að álag þeirra við vinnu hafi aukist síðasta árið. Þetta kemur fram í kjarakönnun bandalagsins. Í pistli um málið á vef BSRB segir að tölurnar sýni glöggt fram á að heilt yfir hafi álag á starfsfólk aukist til muna. Þetta útskýri efalítið hvers vegna greiðslur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaganna hafi aukist svo mikið á allra síðustu árum. 10.1.2013 16:30 Með 1200 kannabisplöntur í tveimur iðnaðarhúsnæðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á tveimur stöðum í Hafnarfirði í gær. Við húsleitir fundust samanlagt um 1200 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 10.1.2013 16:30 Stór vörubíll valt á Lækjargötu Bílvelta varð við N1 við Lækjargötu i Hafnarfirði um klukkan hálffjögur í dag. Þar fór stór vörubíll á hliðina með þeim afleiðingum að salt rann úr honum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni urðu sem betur fer engin slys á fólki en eins og sjá má á þessari mynd sem Verónika Sif Sigurðardóttir sendi Vísi fór töluvert magn af salti á götuna. Því var slökkviliðið fengið á staðinn til að hreinsa það upp og til að grípa til viðbragða ef olía læki. 10.1.2013 15:55 Töluverðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013. 10.1.2013 15:48 Fíkniefni í jólapakkanum Tollgæslan í Reykjavík stöðvaði í nóvember og desember á nýliðnu ári, fimmtán sendingar, sem reyndust innihalda fíkniefni. 10.1.2013 15:09 Flensutilfellum fjölgar Inflúensutilfellum fer nú fjölgandi, segir á vef Landlæknis. Meðalaldur þeirra sem greinast er um fertugt og hefur flensan verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum. 10.1.2013 14:56 Hobbitinn náði sjöunda sætinu á einni viku Kvikmyndin Hobbitinn er í sjöunda sæti yfir þær kvikmyndir sem fengu mesta aðsókn hér á landi samkvæmt tilkynningu frá Smáís. Athygli vekur að 35 þúsund manns sáu myndina á einni viku. Myndin þénaði þannig tæplega 45 milljónir á viku. 10.1.2013 14:28 Ásatrúarfélagið fagnar söfnun þjóðkirkjunnar Ásatrúarfélagið fangar fyrirhugaðri landsöfnun þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka í ályktun sem samþykkt var á fundi lögréttu á þriðjudaginn í tilefni af umræðum um fyrirhugaða fjársöfnun þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann. 10.1.2013 13:58 Djúpið hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins Íslenska myndin Djúpið er ekki á meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin. Djúpið komst í hóp níu mynda sem komu til greina í tilnefningunum. Fimm myndir voru tilnefndar. 10.1.2013 13:47 Myndefnið óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar Myndefni, sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir jól, þar sem Karl Vignir Þorsteinsson viðurkennir kynferðisbrot var óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í hádeginu. Með yfirlýsingunni bregst lögreglan við gagnrýni sem kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að lögreglan sótti gögnin til RÚV fimmtudaginn 20. desember. Efnið hafi verið óklippt og tekið nokkurn tíma að yfirfara það allt, en það var að mestu gert á milli jóla og nýárs. 10.1.2013 12:26 Vonast eftir yfirvegaðri umræðu um kynferðisbrotamál "Það sem ég vona bara innilega er að þessi umræða sem hefur komið upp á þessum þremur dögum skili því að við sem samfélag getum farið að takast á við þetta," segir Gunnar Hansson leikari. Hann er einn þeirra sem hefur, í samtali við Kastljósið á RÚV, lýst brotum Karls Vignis Þorsteinssonar gegn sér. Um fátt hefur verið meira rætt í þessari viku en þá umfjöllun og kynferðisbrot Karls Vignis. "Viðbrögðin hafa verið 10.1.2013 12:17 Bein útsending - Fær Baltasar Óskarstilnefningu? Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi þegar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar í dag klukkan 13.30. 10.1.2013 11:15 Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Í fyrra lækkuðu útgjöldin um 83 milljónir kr. á sex mánaða tímabili. 10.1.2013 10:44 Tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum lögð fram Formleg tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið var lögð fram formlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrir jól mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta í nefndinni með Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, um að leggja tillöguna fram. 10.1.2013 10:27 Plástra vanda vegna myglusvepps Mögulega þarf að seinka ákveðnum breytingum sem fyrirhugaðar voru á húsnæði Landspítalans til að bregðast við myglusvepp sem upp er kominn við leka glugga í elsta hluta spítalans. 10.1.2013 09:00 Sigurður Rósant kominn í leitirnar Pilturinn sem lýst var eftir í gær Sigurður Rósant Júlíusson hefur gefið sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 10.1.2013 08:27 Lítill ábati af kauphækkunum Miklar hækkanir launa við endurskoðun gildandi kjarasamninga munu ekki bæta kaupmátt launafólks heldur einungis kynda undir verðbólgu. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í grein í Fréttablaðinu í dag. 10.1.2013 08:00 Lífeyrissjóður opnar snjallvef Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur opnað nýja útgáfu af vefsíðu sinni www.live.is. Vefsíðan er þar með orðin sú fyrsta sinnar tegundar sem er sniðin fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hefðbundinna tölva. 10.1.2013 08:00 Tveir teknir með tæpt kíló af kókaíni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö fíkniefnamál, þar sem tveir karlmenn reyndu að smygla til landsins tæpu kílói af kókaíni. 10.1.2013 07:22 Gullgrafaraæði á gistimarkaði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikla fjölgun ferðamanna undanfarin ár hafa valdið gríðarlegri aukningu á ósamþykktu gistirými, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. „Það er gullgrafaraæði í gangi. Það hefur komið mikil viðbót á gistirými til að taka við þessari fjölgun sem hefur orðið. Miðbærinn er orðinn fullur af íbúðum sem eru leigðar út til ferðamanna. Þetta er algjörlega eftirlitslaust og virðist að miklu leyti vera leyfislaust. Menn geta þá ímyndað sér hvernig skattskil eru.“ 10.1.2013 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vilborg búin að ganga 1000 kílómetra Vilborg Arna Gissurardóttir er búin að ganga ríflega 1000 kílómetra á leið sinni um Suðurpólinn. Hún náði þeim áfanga í gær að komast inná síðustu breiddargráðuna en aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni. Þá frýs allt sem frosið getur nema það sem er í hitabrúsanum. 11.1.2013 09:57
Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11.1.2013 09:00
Segja skrif kynda undir andúð Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður, hafa stefnt Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra DV, og eigendum blaðsins fyrir meiðandi ummæli. Þeir vilja meina að tilgangur Inga Freys með skrifum sínum um rekstur bræðranna, meðal annars Bakkavör Holding, hafi verið að „kynda undir andúð í garð þeirra [Lýðs og Ágústs] vegna þátttöku þeirra í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu hér á landi, einkum eftir einkavæðingu ríkisbankanna tveggja,“ eins og segir í stefnunni. 11.1.2013 08:00
Kjötlím er ekki notað hérlendis Kjötlím er ekki notað í matvælaframleiðslu hér á landi að því er Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir á sviði matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun, best veit. 11.1.2013 07:00
Lovestar Andra Snæs tilnefnd Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason hefur verið tilnefnd í Bandaríkjunum til verðlauna sem kennd eru við Philip K. Dick. Þetta kemur fram á vefsíðu Forlagsins. Um ein helstu vísindaskáldsagnaverðlaunin þar í landi er að ræða, en Dick er einn þekktasti og áhrifamesti höfundur vísindaskáldsagna í heiminum. 11.1.2013 07:00
Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11.1.2013 06:51
Brotist inn í apótek í Vesturborginni Tilkynnt var um innbrot í apótek í Vesturborginni á þriðja tímanum í nótt. Þjófurinn hafði brotið upp hurð og komist þannig inn. 11.1.2013 06:46
Eldur laus í dráttarvél á Rangárvöllum Eldur kom upp í dráttarvél, sem stóð við útihús á sveitabæ á Rangárvöllunum, í grennd við Hvolsvöll í nótt. 11.1.2013 06:44
Ung stúlka slasaðist á spilakvöldi Ung stúlka slasaðist þegar hún féll innandyra í grunnskólanum í Hveragerði í gærkvöldi og fékk þungt höfuðhögg. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans. 11.1.2013 06:41
Tvær bílveltur vegna hálku fyrir norðan Tveir bílar ultu með skömmu millibili út af þjóðvegum á Norðurlandi Vestra, seint í gærkvöldi, en engin í þeim meiddist alvarlega. 11.1.2013 06:37
Kjarasamningar ekki skýring verðbólgu Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gefur lítið fyrir gagnrýni Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, á gildandi kjarasamninga frá 2011. Gylfi segir þá ekki skýra verðbólgukúfinn á árunum 2011 og 2012, hvað þá veikt gengi krónu. 11.1.2013 06:00
Glötuðu tækifæri til að losna við bragga Isavia féll á tíma og missti af tækifæri til að losna við bragga sem félagið mátti rífa til að rýma fyrir vélaskemmu á Reykjavíkurflugvelli. Bragginn er nú sagður stríðsminjar. Á þeirri forsendu ætti að friða flugvöllinn sjálfan, segir talsmaður Isavia. 11.1.2013 06:00
Borgin byggir leiguhúsnæði á lóð UMFÍ við Tryggvagötu Reykjavíkurborg hefur leyst til sín lóð UMFÍ við Tryggvagötu. Greiðir félaginu 14 milljónir í útlagðan kostnað. Lóðin verður með í plönum um eflingu almenns leigumarkaðar. Starfshópur um húsnæðismál skipaður í gær. 11.1.2013 05:00
Dýr urðu ekki fyrir flúoreitrun Búfénaður í grennd við álverið á Reyðarfirði hefur ekki orðið fyrir skaða vegna bilunar í mengunarbúnaði álversins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem dýralæknirinn Freydís Dana Sigurðardóttir gerði í samstarfi við nokkrar rannsóknarstofnanir. 11.1.2013 05:00
Stórtækasta mál sem Guðrún hjá Stígamótum hefur séð "Ég vildi að ég gæti sagt nei,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, aðspurð um hvort að símalínur samtakanna væru enn rauðglóandi eftir umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson. 10.1.2013 22:56
Útilokað að smástirnið Apófis skelli á jörðinni árið 2029 Smástirnið Apófis átti sögulegt en þó örstutt ástarævintýri við Jörðina í gær. Þá skaust þessi 320 metra breiði hnullungur framhjá Jörðinni á hátt í 30 þúsund kílómetra hraða. 10.1.2013 22:10
Hildur Lilliendahl í nærmynd "Hún er engin öfgamanneskja, er alltaf tilbúin að hlusta á hina hliðina en er hörð á sínu." Svona lýsa nákomnir Hildi Lilliendahl sem heldur baráttu sinni áfram þrátt fyrir að hafa verið hótað barsmíðum og jafnvel lífláti á netinu. 10.1.2013 21:28
Óskarsverðlaunadraumurinn enn á lífi Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár. Baltasar segir það vissulega vonbrigði að hljóta ekki tilnefningu en myndin hafi fengið mikla athygli fyrir að komast svona langt. 10.1.2013 20:51
Stefnir í inflúensufarald hér á landi Fjöldi greindra tilfella inflúensu hefur tvöfaldast á fyrstu dögum þessa árs og segir sóttvarnarlæknir að nokkuð skæður inflúensufaraldur sé framundan. Hann hvetur fólk til að vera heima ef það finnur fyrir einkennum til að koma í veg fyrir smit. 10.1.2013 19:45
Fórnarlamb Karls Vignis óttaðist að vera barnaníðingur - þriðja kæran barst í dag Þrír hafa lagt fram kæru á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni vegna kynferðisbrota. Þriðja kæran var lögð fram í dag. Maður sem Karl áreitti kynferðislega á níunda áratugnum kallar eftir málefnalegri umræðu um barnaníðinga til að þolendur þori að segja frá og þjóðfélagið sé í stakk búið til að takast á við frásagnir þeirra. 10.1.2013 19:11
Dagur hættir sem varaformaður Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að sækjast áfram eftir embættinu á næsta landsfundi. 10.1.2013 18:44
Biskup segir Áskirkju ekki hafa fylgt siðareglum "Það er þyngra en tárum taki að slíkt skuli hafa viðgengist og það um áratugaskeið," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, um mál Karls Vignis Þorsteinssonar, barnaníðings. 10.1.2013 18:15
Ísland eina landið þar sem kynferðisbrot gegn börnum eru ófyrnanleg "Þetta mál sem nú tröllríður samfélaginu undirstrikar það hversu mikilvægt það var að ná lagabreytingum í gegn um afnám fyrningar í kynferðisbrotum gegn börnum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og formaður allsherjarnefndar. 10.1.2013 17:37
Skrambi veit allt um málið Leiðréttingarforritið Skrambi er afrakstur nokkurra rannsóknarverkefna, meðal annars meistaraverkefnis Jóns Friðriks Daðasonar tölvunarfræðings. Skrambi hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2012. 10.1.2013 17:00
Semja um stuðning við afganskar flóttafjölskyldur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í dag samning sem kveður á um aðstoð og stuðning sem Reykjavíkurborg mun veita þremur afgönskum flóttafjölskyldum frá Íran sem komu til landsins í lok nýliðins árs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá ráðuneytinu og borginni. 10.1.2013 16:42
Telja að álagið við vinnu hafi aukist Tveir þriðju hlutar félagsmanna BSRB telja að álag þeirra við vinnu hafi aukist síðasta árið. Þetta kemur fram í kjarakönnun bandalagsins. Í pistli um málið á vef BSRB segir að tölurnar sýni glöggt fram á að heilt yfir hafi álag á starfsfólk aukist til muna. Þetta útskýri efalítið hvers vegna greiðslur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaganna hafi aukist svo mikið á allra síðustu árum. 10.1.2013 16:30
Með 1200 kannabisplöntur í tveimur iðnaðarhúsnæðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á tveimur stöðum í Hafnarfirði í gær. Við húsleitir fundust samanlagt um 1200 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 10.1.2013 16:30
Stór vörubíll valt á Lækjargötu Bílvelta varð við N1 við Lækjargötu i Hafnarfirði um klukkan hálffjögur í dag. Þar fór stór vörubíll á hliðina með þeim afleiðingum að salt rann úr honum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni urðu sem betur fer engin slys á fólki en eins og sjá má á þessari mynd sem Verónika Sif Sigurðardóttir sendi Vísi fór töluvert magn af salti á götuna. Því var slökkviliðið fengið á staðinn til að hreinsa það upp og til að grípa til viðbragða ef olía læki. 10.1.2013 15:55
Töluverðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013. 10.1.2013 15:48
Fíkniefni í jólapakkanum Tollgæslan í Reykjavík stöðvaði í nóvember og desember á nýliðnu ári, fimmtán sendingar, sem reyndust innihalda fíkniefni. 10.1.2013 15:09
Flensutilfellum fjölgar Inflúensutilfellum fer nú fjölgandi, segir á vef Landlæknis. Meðalaldur þeirra sem greinast er um fertugt og hefur flensan verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum. 10.1.2013 14:56
Hobbitinn náði sjöunda sætinu á einni viku Kvikmyndin Hobbitinn er í sjöunda sæti yfir þær kvikmyndir sem fengu mesta aðsókn hér á landi samkvæmt tilkynningu frá Smáís. Athygli vekur að 35 þúsund manns sáu myndina á einni viku. Myndin þénaði þannig tæplega 45 milljónir á viku. 10.1.2013 14:28
Ásatrúarfélagið fagnar söfnun þjóðkirkjunnar Ásatrúarfélagið fangar fyrirhugaðri landsöfnun þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka í ályktun sem samþykkt var á fundi lögréttu á þriðjudaginn í tilefni af umræðum um fyrirhugaða fjársöfnun þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann. 10.1.2013 13:58
Djúpið hlaut ekki tilnefningu til Óskarsins Íslenska myndin Djúpið er ekki á meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin. Djúpið komst í hóp níu mynda sem komu til greina í tilnefningunum. Fimm myndir voru tilnefndar. 10.1.2013 13:47
Myndefnið óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar Myndefni, sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir jól, þar sem Karl Vignir Þorsteinsson viðurkennir kynferðisbrot var óljóst og krafðist ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í hádeginu. Með yfirlýsingunni bregst lögreglan við gagnrýni sem kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að lögreglan sótti gögnin til RÚV fimmtudaginn 20. desember. Efnið hafi verið óklippt og tekið nokkurn tíma að yfirfara það allt, en það var að mestu gert á milli jóla og nýárs. 10.1.2013 12:26
Vonast eftir yfirvegaðri umræðu um kynferðisbrotamál "Það sem ég vona bara innilega er að þessi umræða sem hefur komið upp á þessum þremur dögum skili því að við sem samfélag getum farið að takast á við þetta," segir Gunnar Hansson leikari. Hann er einn þeirra sem hefur, í samtali við Kastljósið á RÚV, lýst brotum Karls Vignis Þorsteinssonar gegn sér. Um fátt hefur verið meira rætt í þessari viku en þá umfjöllun og kynferðisbrot Karls Vignis. "Viðbrögðin hafa verið 10.1.2013 12:17
Bein útsending - Fær Baltasar Óskarstilnefningu? Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi þegar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar í dag klukkan 13.30. 10.1.2013 11:15
Kostnaður vegna geðrofslyfja fer lækkandi Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Í fyrra lækkuðu útgjöldin um 83 milljónir kr. á sex mánaða tímabili. 10.1.2013 10:44
Tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum lögð fram Formleg tillaga um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið var lögð fram formlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrir jól mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta í nefndinni með Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, um að leggja tillöguna fram. 10.1.2013 10:27
Plástra vanda vegna myglusvepps Mögulega þarf að seinka ákveðnum breytingum sem fyrirhugaðar voru á húsnæði Landspítalans til að bregðast við myglusvepp sem upp er kominn við leka glugga í elsta hluta spítalans. 10.1.2013 09:00
Sigurður Rósant kominn í leitirnar Pilturinn sem lýst var eftir í gær Sigurður Rósant Júlíusson hefur gefið sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 10.1.2013 08:27
Lítill ábati af kauphækkunum Miklar hækkanir launa við endurskoðun gildandi kjarasamninga munu ekki bæta kaupmátt launafólks heldur einungis kynda undir verðbólgu. Þetta segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í grein í Fréttablaðinu í dag. 10.1.2013 08:00
Lífeyrissjóður opnar snjallvef Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur opnað nýja útgáfu af vefsíðu sinni www.live.is. Vefsíðan er þar með orðin sú fyrsta sinnar tegundar sem er sniðin fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hefðbundinna tölva. 10.1.2013 08:00
Tveir teknir með tæpt kíló af kókaíni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö fíkniefnamál, þar sem tveir karlmenn reyndu að smygla til landsins tæpu kílói af kókaíni. 10.1.2013 07:22
Gullgrafaraæði á gistimarkaði Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikla fjölgun ferðamanna undanfarin ár hafa valdið gríðarlegri aukningu á ósamþykktu gistirými, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. „Það er gullgrafaraæði í gangi. Það hefur komið mikil viðbót á gistirými til að taka við þessari fjölgun sem hefur orðið. Miðbærinn er orðinn fullur af íbúðum sem eru leigðar út til ferðamanna. Þetta er algjörlega eftirlitslaust og virðist að miklu leyti vera leyfislaust. Menn geta þá ímyndað sér hvernig skattskil eru.“ 10.1.2013 07:00