Fleiri fréttir Réttað í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum í dag Hrunaréttir í Hrunamannahreppi og Skaftholtsréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru haldnar í dag í blíðskaparveðri. Mikill fjöldi fólks er í báðum réttunum og eru bændur og búalið sammála um að féð kemur mjög fallegt af fjalli. Á morgun verða Reykjaréttir á Skeiðunum haldnar og Tungnaréttir í Biskupstungum verða á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir í Hrunaréttum í morgun. 14.9.2012 13:59 Innkalla þriggja korna graut Þriggja korna grautur frá vörumerkinu Holle hefur verið innkallaður af heildsölunni Yggrasill. Ástæðan er að í grautnum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), þ.e. umfram það sem eðlilegt er í matvörum. 14.9.2012 13:57 Unga fólkið fer Bæjarstjórinn á Ísafirði telur að tölur Hagstofunnar um fækkun kjarnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ haldist í hendur við fólksfækkun á svæðinu. Hann segir að það sé aðallega ungt fólk sem tekur sig upp og fer en eftir sitji bæjarfélag með sífellt eldri fólkssamsetningu. 14.9.2012 13:00 Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær. 14.9.2012 12:55 Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar. 14.9.2012 11:45 Kjarnafjölskyldum á Ísafirði fækkar gríðarlega Kjarnafjölskyldum í Ísafjarðarbæ fækkaði ört á síðasta ári. Þann 1. janúar voru 34 færri kjarnafjölskyldur í bænum en fyrir einu ári, en kjarnafjölskyldur eru hjón, fólk í óvígðri sambúð eða einhleypir einstaklingar sem búa með börnum 17 ára og yngri. 14.9.2012 11:07 Björn Valur útilokar stjórn með sjálfstæðismönnum Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG og nýkjörinn formaður fjárlaganefndar Alþingis, útilokar myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Í samtali við Vikudag á Akureyri er hann spurður út mögulega ríkisstjórnarmyndum með Sjállfstæðismönnum. "Nei, það get ég ómögulega séð fyrir mér, miðað við stefnu Sjálfstæðisflokksins í dag, sem er sú sama og fyrir fimm árum síðan. Þannig að ég útiloka þann flokk algjörlega." 14.9.2012 10:27 Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu. 14.9.2012 09:38 Hanna Birna stefnir á fyrsta sæti í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista í Reykljavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta er fullyrt í Fréttatímanum í dag. 14.9.2012 08:01 Fella út veigamikil atriði í fiskveiðistjórnunarfrumvarpi Trúnaðarmannahópur um endurskoðun frumvarps um fiskveiðistjórnun vill fella út tvö veigamikil atriði úr frumvarpi ráðherra. Fulltrúar stjórnarflokkanna vilja að markmiðum þeirra sé náð með öðrum hætti. 14.9.2012 08:00 Enn rafmagnslaust á sjö bæjum í Mývatnssveit Enn er rafmagnslaust á sjö bæjum í Mývatnssveit en vinnuflokkar RARIK vinna nú að viðgerð. 14.9.2012 07:59 Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. 14.9.2012 07:00 Blóðið spýttist á lögreglumenn eftir líkamsárás í miðbænum Um hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þar voru fimm aðilar að berja á tveimur. Annar þeirra var sleginn í höfuðið með glasi þannig að slagæð rofnaði og spýttist blóð á lögreglumennina sem voru að reyna að aðstoða hann. Mennirnir voru báðir fluttir á slysadeild en árásarmanna er leitað. 14.9.2012 06:58 Herjólfur á áætlun Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum klukkan hálfníu og til Landeyjarhafnar. Í gær þurfti að fresta ferðum vegna veðurskilyrða í Landeyjum en útlitið er mun betra í dag. Ráðgert er að ferjan fari aftur til Eyja klukkan tíu. 14.9.2012 08:04 Loka Kattholti ef fjárstyrkir fást ekki „Útikettir eiga illa ævi og eru samfélaginu til vansæmdar,“ segir í bréfi Kattavinafélags Íslands til bæjaryfirvalda í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin um rekstur Kattholts, athvarfs fyrir heimilislausa ketti. 14.9.2012 08:00 Íbúðir við gömlu höfnina í sjónmáli Borgarráð samþykkti í gær kaup á lóðum á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði af Faxaflóahöfnum fyrir 528 milljónir króna. 14.9.2012 07:30 Ekið á dreng á reiðhjóli Ekið var á dreng á reiðhjóli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað í Kópavogi og var drengurinn fluttur á slysadeild. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður að sögn lögreglu. 14.9.2012 07:18 Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu. 14.9.2012 06:56 Aðeins dregur úr leitinni fyrir norðan í dag Aðeins mun draga úr umfangi fjárleitarinnar á Norðausturlandi í dag frá því sem verið hefur. 14.9.2012 06:53 Ráðuneyti óskar eftir umsögn um náttúruverndarlög Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga. 14.9.2012 06:00 Fleiri læra um sjávarútveg Aðsókn í námsgreinar tengdar sjávarútvegi hefur aukist merkjanlega á síðustu misserum. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir þetta jákvæð tíðindi. 14.9.2012 06:00 Lögreglan með mikinn viðbúnað Aðgerðir lögreglunnar í tengslum við amfetamínverksmiðju í Efstasundi í Reykjavík eru nokkuð umfangsmiklar og hafa staðið yfir í allt kvöld, samkvæmt upplýsingum Vísis. 13.9.2012 23:00 Eldur í bíl á Vesturlandsvegi Eldur kom upp í bifreið á Vesturlandsveginum um klukkan hálf ellefu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviðlinu kviknaði í bílnum þegar hann var á ferð. Enginn slasaðist og komust bílstjóri og farþegar út úr honum í tæka tíð. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, að sögn varðstjóra. 13.9.2012 23:25 Drakk úr sér allt vit og var boðinn ríkisborgararéttur í Suður-Kóreu Sauðdrukkinn Norður-Kóreumaður flaut frá heimalandi sínu og yfir til Suður-Kóreu á fleka. Honum hefur nú verið boðinn ríkisborgararéttur í Suður-Kóreu. 13.9.2012 23:00 Amfetamínverksmiðja í bílskúr í Reykjavík Amfetamínverksmiðja var gerð upptæk í bílskúr í Vogahverfinu í Reykjavík í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. 13.9.2012 22:27 Herjólfur fer ekki frá Vestmannaeyjum í kvöld Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn fellur næsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 20:30 og frá Landeyjahöfn kl.22:00. Mun betra útlit er fyrir morgundaginn skv. ölsuspá og verður gefin út ákvörðun um siglingar kl 07:05 í fyrramálið. 13.9.2012 19:39 Þreyttir leitarmenn - fá hvíld á morgun Aðgerðir vegna afleiðinga veðuráhlaupsins á Norðausturlandi gengu vel í dag en á morgun verður leitin heldur umfangsminni. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er stefnt að því að hvíla leitarmenn sem hafa verið að störfum alla vikuna. Um 200 björgunarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafa verið að störfum í Þingeyjarsýslum í dag. 13.9.2012 19:33 Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. 13.9.2012 19:30 Lýsi hjálpar hjarta- og æðasjúklingum lítið Það að taka lýsi hjálpar þeim sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma lítið. Þetta sýnda niðurstöður nýrrar rannsóknar sem eru nokkuð ólíkar þeim sem áður hafa komið fram. 13.9.2012 18:36 HR heiðrar afburðanemendur Háskólinn í Reykjavík heiðraði í dag 94 afburðanemendur. Alls fengu 56 nemendur styrk af forsetalista skólans en það eru þeir nemendur sem skarað hafa fram úr í hverri deild skólans. 13.9.2012 17:37 Dagur: Launakostnaður algjörlega á áætlun "Launakostnaður málaflokka er algjörlega á áætlun, eins og flest annað í fjármálum borgarinnar," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja í fréttatilkynningu í dag að borgin hafi keyrt um milljarð frammúr áætlunum í launakostnaði á fyrri helmingi ársins. Þetta sýni hálfsársuppgjörið. Dagur segir að frávikið skýrist af því að lífeyrisskuldbindingar starfsmanna séu núna áætlaðar í árshlutauppgjöri í stað þess að taka þær inn í ársuppgjörinu. 13.9.2012 16:05 Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund Hækkun virðisaukaskatts á gistingu bitnar verst á Reykjavík vegna allra litlu gistiheimilanna sem þar eru. Þetta segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund, samkvæmt svörtustu spám Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. 13.9.2012 18:54 Atvinnuleysi á Suðurlandi 3,1 prósent Atvinnuleysi á Suðurlandi fer stöðugt minnkandi og er nú 3,1% samanborið við 4,5% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi á landsvísu er nú um 4,7% og var 6,6 % á landsvísu á sama tíma í fyrra. Mesta atvinnuleysi á Suðurlandi eftir bankahrunið 2008 var í mars 2009 en þá voru rúmlega 1000 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi eða 8 %. 13.9.2012 18:10 Í haldi vegna heimilisofbeldis og annarra brota Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem m.a. er grunaður um gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni, þjófnað og fíkniefnabrot. 13.9.2012 17:18 Síðustu bæirnir að komast í samband "Það er bara um það bil á þessari stundu sem þeir eru að ganga frá tengingunum," segir Örlygur Jónasson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Rarik. Síðustu bæirnir á Norðurlandi verða því komnir í samband við rafmagn á næstu klukkutímum eftir rafmagnsleysi síðustu daga. 13.9.2012 16:06 Vill að afborganir fasteignalána verði frádráttarbærar frá tekjuskatti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði á opnum fundi á Grand Hótel í hádeginu þar sem rætt var um skuldavanda heimilanna og leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar lána. 13.9.2012 15:00 Skýr skilaboð duga ekki til - björgunarsveit sækir fasta ferðamenn Félagar í björgunarsveitinni OK í Borgarfirði eru nú á leið að rótum Langjökuls til að sækja sjö manns sem sitja þar í föstum jeppa. Samkvæmt frétt Skessuhorns þarf þarf tvo vel búna björgunarbíla í þessa ferð náist ekki að losa bíl ferðamannanna. 13.9.2012 14:20 Kaupmenn vilja klukkur í stað stöðumæla Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Miðborgin okkar vilja láta kanna til hlítar möguleika á að taka upp bílaklukkur í Reykjavík í stað gjaldmæla og skora samtökin á borgaryfirvöld að koma á samstarfshópi borgarinnar og hagsmunaaðila í miðborginni sem myndi kynna sér betur kosti þessa fyrirkomulags. Samtökin héldu sameiginlegan opin fund á þriðjudaginn um reynslu Akureyringa af svokölluðu bílaklukkum, en framsögumenn á fundinum komu meðal annars frá Akureyri 13.9.2012 14:15 Sjálfstæðismenn furða sig á gríðarlega auknum launakostnaði Launakostnaður Reykjavíkurborgar fór einum milljarði frammúr áætlun á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram fréttatilkynningu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vísa í árshlutauppgjör borgarinnar. Sjálfstæðismenn kröfðust skýringa á þessum umframkostnaði í fyrirspurn sem þeir lögðu fram á borgarráðsfundi í dag. Sjálfstæðismenn segja að rekstrarkostnaður hafi aukist í takt við skatta og gjaldskrárhækkanir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Illa gangi að ná hagræðingu og sparnaði í kerfinu sjálfu. 13.9.2012 13:42 Stal Biblíu og blóðþrýstingsmæli úr bifreið fyrir utan klaustur Tveir karlmenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir umboðssvik, þjófnaði, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sá eldri, sem er fæddur 1982, var dæmdur fyrir umboðssvikin ásamt karlmanni fæddum 1983 en þeir sviku rúmar 150 þúsund krónur út af heimabanka. Sá yngri var einnig dæmdur fyrir að brjótast inn í tvær bifreiðar, önnur var staðsett fyrir utan klaustur Maríusystranna í Hafnarfirði. 13.9.2012 13:17 Verkamenn færa Óþekkta embættismanninn að Tjörninni Útlistaverk Magnúsar Tómassonar af Óþekkta embættismanninum var flutt af verustað sínum út að Tjarnarbakkanum þar sem embættismaðurinn mun framvegis standa á móti Ráðhúsinu. Jón Gnarr mun afhjúpa verkið á nýja staðnum á morgun klukkan hálf þrjú. 13.9.2012 13:05 Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Össuri Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér heimskulega í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. 13.9.2012 12:30 Tæplega sextíu hugmyndir bárust Tæplega sextíu hugmyndir bárust frá almenningi í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar en snúast flestar um að bæta útivistarmöguleika á svæðinu. Dómnefnd hefur nýlega hafið störf og mun skila af sér niðurstöðum í byrjun október. 13.9.2012 11:53 Foreldrar á þingi vilja lækka skatta á taubleium Þingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V), Birkir Jón Jónsson (B) og Lilja Mósesdóttir lögðu í dag fram frumvarp um breytingar á virðisaukaskattsþrepi á taubleium en núna þarf að greiða 25,5 prósent skatt af bleiunum. Þingmennirnir leggja til að skatturinn verði lækkaður niður í 7 prósent. Í greinagerð frá þingmönnunum segir að lækkun virðisaukaskatts á umhverfisvænum vörum sé jákvæð og til þess fallin að margir sem ella fjárfesta ekki í slíkum vörum kjósa að kaupa þær. 13.9.2012 11:21 Íslenska lögreglan næstum best í heimi á facebook Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir notkun sína á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter. Lögregluembættið var fyrr á árinu tilnefnt til virtra alþjóðlegra verðlauna fyrir þessi rafrænu umsvif sín, ásamt tveimur öðrum embættum. Nú nýlega var tilkynnt um hver fór með sigur af hólmi en það var ekki íslenska embættið. 13.9.2012 11:19 Sjá næstu 50 fréttir
Réttað í Hrunaréttum og Skaftholtsréttum í dag Hrunaréttir í Hrunamannahreppi og Skaftholtsréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru haldnar í dag í blíðskaparveðri. Mikill fjöldi fólks er í báðum réttunum og eru bændur og búalið sammála um að féð kemur mjög fallegt af fjalli. Á morgun verða Reykjaréttir á Skeiðunum haldnar og Tungnaréttir í Biskupstungum verða á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir í Hrunaréttum í morgun. 14.9.2012 13:59
Innkalla þriggja korna graut Þriggja korna grautur frá vörumerkinu Holle hefur verið innkallaður af heildsölunni Yggrasill. Ástæðan er að í grautnum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), þ.e. umfram það sem eðlilegt er í matvörum. 14.9.2012 13:57
Unga fólkið fer Bæjarstjórinn á Ísafirði telur að tölur Hagstofunnar um fækkun kjarnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ haldist í hendur við fólksfækkun á svæðinu. Hann segir að það sé aðallega ungt fólk sem tekur sig upp og fer en eftir sitji bæjarfélag með sífellt eldri fólkssamsetningu. 14.9.2012 13:00
Húsleit í Trönuhrauni vegna amfetamínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í Trönuhrauni í Hafnarfirði í morgun vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðjumálinu sem greint var frá í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hluti húsnæðisins í Trönuhrauni í eigu mannsins sem var handtekinn í Efstasundi í gær. 14.9.2012 12:55
Ákvörðun um gæsluvarðhald í fíkniefnamálinu tekin í dag Karlmaður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var í gær vegna fíkniefnamálsins í Efstasundi, er enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn málsins. Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar. 14.9.2012 11:45
Kjarnafjölskyldum á Ísafirði fækkar gríðarlega Kjarnafjölskyldum í Ísafjarðarbæ fækkaði ört á síðasta ári. Þann 1. janúar voru 34 færri kjarnafjölskyldur í bænum en fyrir einu ári, en kjarnafjölskyldur eru hjón, fólk í óvígðri sambúð eða einhleypir einstaklingar sem búa með börnum 17 ára og yngri. 14.9.2012 11:07
Björn Valur útilokar stjórn með sjálfstæðismönnum Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG og nýkjörinn formaður fjárlaganefndar Alþingis, útilokar myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Í samtali við Vikudag á Akureyri er hann spurður út mögulega ríkisstjórnarmyndum með Sjállfstæðismönnum. "Nei, það get ég ómögulega séð fyrir mér, miðað við stefnu Sjálfstæðisflokksins í dag, sem er sú sama og fyrir fimm árum síðan. Þannig að ég útiloka þann flokk algjörlega." 14.9.2012 10:27
Grunaður fíkniefnaframleiðandi með leikskólabarn á heimilinu Aðgerðir lögreglunnar og slökkviliðsins vegna amfetamínverksmiðjunnar í bílskúr í Efstasundi stóðu yfir í að minnsta kosti hálfan sólarhring, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á framleiðslunni er tæplega fimmtugur fjölskyldumaður með barn á leikskólaaldri á heimili sínu. 14.9.2012 09:38
Hanna Birna stefnir á fyrsta sæti í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á framboðslista í Reykljavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta er fullyrt í Fréttatímanum í dag. 14.9.2012 08:01
Fella út veigamikil atriði í fiskveiðistjórnunarfrumvarpi Trúnaðarmannahópur um endurskoðun frumvarps um fiskveiðistjórnun vill fella út tvö veigamikil atriði úr frumvarpi ráðherra. Fulltrúar stjórnarflokkanna vilja að markmiðum þeirra sé náð með öðrum hætti. 14.9.2012 08:00
Enn rafmagnslaust á sjö bæjum í Mývatnssveit Enn er rafmagnslaust á sjö bæjum í Mývatnssveit en vinnuflokkar RARIK vinna nú að viðgerð. 14.9.2012 07:59
Nær allir Íslendingar taka Obama fram yfir Romney Meðal kjósenda utan Bandaríkjanna er hvergi meiri stuðningur við forsetaframboð Barack Obama, sitjandi Bandaríkjaforseta, en á Íslandi. Mættu Íslendingar kjósa í bandarísku forsetakosningunum þá myndu 98 prósent þeirra kjósa Obama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem bandaríska fréttastofan United Press lét vinna fyrir sig. 14.9.2012 07:00
Blóðið spýttist á lögreglumenn eftir líkamsárás í miðbænum Um hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þar voru fimm aðilar að berja á tveimur. Annar þeirra var sleginn í höfuðið með glasi þannig að slagæð rofnaði og spýttist blóð á lögreglumennina sem voru að reyna að aðstoða hann. Mennirnir voru báðir fluttir á slysadeild en árásarmanna er leitað. 14.9.2012 06:58
Herjólfur á áætlun Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum klukkan hálfníu og til Landeyjarhafnar. Í gær þurfti að fresta ferðum vegna veðurskilyrða í Landeyjum en útlitið er mun betra í dag. Ráðgert er að ferjan fari aftur til Eyja klukkan tíu. 14.9.2012 08:04
Loka Kattholti ef fjárstyrkir fást ekki „Útikettir eiga illa ævi og eru samfélaginu til vansæmdar,“ segir í bréfi Kattavinafélags Íslands til bæjaryfirvalda í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin um rekstur Kattholts, athvarfs fyrir heimilislausa ketti. 14.9.2012 08:00
Íbúðir við gömlu höfnina í sjónmáli Borgarráð samþykkti í gær kaup á lóðum á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði af Faxaflóahöfnum fyrir 528 milljónir króna. 14.9.2012 07:30
Ekið á dreng á reiðhjóli Ekið var á dreng á reiðhjóli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað í Kópavogi og var drengurinn fluttur á slysadeild. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður að sögn lögreglu. 14.9.2012 07:18
Engin sprengihætta vegna amfetamínverksmiðjunnar Lögreglan upprætti í gærkvöldi amfetamínverksmiðju í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík. Töluverður viðbúnaður var vegna málsins og var hluta götunnar lokað, enda um afar eldfim efni að ræða í slíkri framleiðslu. 14.9.2012 06:56
Aðeins dregur úr leitinni fyrir norðan í dag Aðeins mun draga úr umfangi fjárleitarinnar á Norðausturlandi í dag frá því sem verið hefur. 14.9.2012 06:53
Ráðuneyti óskar eftir umsögn um náttúruverndarlög Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga. 14.9.2012 06:00
Fleiri læra um sjávarútveg Aðsókn í námsgreinar tengdar sjávarútvegi hefur aukist merkjanlega á síðustu misserum. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir þetta jákvæð tíðindi. 14.9.2012 06:00
Lögreglan með mikinn viðbúnað Aðgerðir lögreglunnar í tengslum við amfetamínverksmiðju í Efstasundi í Reykjavík eru nokkuð umfangsmiklar og hafa staðið yfir í allt kvöld, samkvæmt upplýsingum Vísis. 13.9.2012 23:00
Eldur í bíl á Vesturlandsvegi Eldur kom upp í bifreið á Vesturlandsveginum um klukkan hálf ellefu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviðlinu kviknaði í bílnum þegar hann var á ferð. Enginn slasaðist og komust bílstjóri og farþegar út úr honum í tæka tíð. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, að sögn varðstjóra. 13.9.2012 23:25
Drakk úr sér allt vit og var boðinn ríkisborgararéttur í Suður-Kóreu Sauðdrukkinn Norður-Kóreumaður flaut frá heimalandi sínu og yfir til Suður-Kóreu á fleka. Honum hefur nú verið boðinn ríkisborgararéttur í Suður-Kóreu. 13.9.2012 23:00
Amfetamínverksmiðja í bílskúr í Reykjavík Amfetamínverksmiðja var gerð upptæk í bílskúr í Vogahverfinu í Reykjavík í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. 13.9.2012 22:27
Herjólfur fer ekki frá Vestmannaeyjum í kvöld Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn fellur næsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 20:30 og frá Landeyjahöfn kl.22:00. Mun betra útlit er fyrir morgundaginn skv. ölsuspá og verður gefin út ákvörðun um siglingar kl 07:05 í fyrramálið. 13.9.2012 19:39
Þreyttir leitarmenn - fá hvíld á morgun Aðgerðir vegna afleiðinga veðuráhlaupsins á Norðausturlandi gengu vel í dag en á morgun verður leitin heldur umfangsminni. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er stefnt að því að hvíla leitarmenn sem hafa verið að störfum alla vikuna. Um 200 björgunarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafa verið að störfum í Þingeyjarsýslum í dag. 13.9.2012 19:33
Ferðamenn grétu af hræðslu - aðrir upplifðu ævintýri Dæmi eru um að erlendir ferðamenn hafi grátið og orðið mjög hræddir í veðurofsanum á Norðurlandi meðan aðrir upplifðu þetta sem ævintýri. 13.9.2012 19:30
Lýsi hjálpar hjarta- og æðasjúklingum lítið Það að taka lýsi hjálpar þeim sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma lítið. Þetta sýnda niðurstöður nýrrar rannsóknar sem eru nokkuð ólíkar þeim sem áður hafa komið fram. 13.9.2012 18:36
HR heiðrar afburðanemendur Háskólinn í Reykjavík heiðraði í dag 94 afburðanemendur. Alls fengu 56 nemendur styrk af forsetalista skólans en það eru þeir nemendur sem skarað hafa fram úr í hverri deild skólans. 13.9.2012 17:37
Dagur: Launakostnaður algjörlega á áætlun "Launakostnaður málaflokka er algjörlega á áætlun, eins og flest annað í fjármálum borgarinnar," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja í fréttatilkynningu í dag að borgin hafi keyrt um milljarð frammúr áætlunum í launakostnaði á fyrri helmingi ársins. Þetta sýni hálfsársuppgjörið. Dagur segir að frávikið skýrist af því að lífeyrisskuldbindingar starfsmanna séu núna áætlaðar í árshlutauppgjöri í stað þess að taka þær inn í ársuppgjörinu. 13.9.2012 16:05
Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund Hækkun virðisaukaskatts á gistingu bitnar verst á Reykjavík vegna allra litlu gistiheimilanna sem þar eru. Þetta segir Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ferðamönnum gæti fækkað um 48 þúsund, samkvæmt svörtustu spám Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. 13.9.2012 18:54
Atvinnuleysi á Suðurlandi 3,1 prósent Atvinnuleysi á Suðurlandi fer stöðugt minnkandi og er nú 3,1% samanborið við 4,5% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi á landsvísu er nú um 4,7% og var 6,6 % á landsvísu á sama tíma í fyrra. Mesta atvinnuleysi á Suðurlandi eftir bankahrunið 2008 var í mars 2009 en þá voru rúmlega 1000 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi eða 8 %. 13.9.2012 18:10
Í haldi vegna heimilisofbeldis og annarra brota Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem m.a. er grunaður um gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni, þjófnað og fíkniefnabrot. 13.9.2012 17:18
Síðustu bæirnir að komast í samband "Það er bara um það bil á þessari stundu sem þeir eru að ganga frá tengingunum," segir Örlygur Jónasson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Rarik. Síðustu bæirnir á Norðurlandi verða því komnir í samband við rafmagn á næstu klukkutímum eftir rafmagnsleysi síðustu daga. 13.9.2012 16:06
Vill að afborganir fasteignalána verði frádráttarbærar frá tekjuskatti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði á opnum fundi á Grand Hótel í hádeginu þar sem rætt var um skuldavanda heimilanna og leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar lána. 13.9.2012 15:00
Skýr skilaboð duga ekki til - björgunarsveit sækir fasta ferðamenn Félagar í björgunarsveitinni OK í Borgarfirði eru nú á leið að rótum Langjökuls til að sækja sjö manns sem sitja þar í föstum jeppa. Samkvæmt frétt Skessuhorns þarf þarf tvo vel búna björgunarbíla í þessa ferð náist ekki að losa bíl ferðamannanna. 13.9.2012 14:20
Kaupmenn vilja klukkur í stað stöðumæla Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Miðborgin okkar vilja láta kanna til hlítar möguleika á að taka upp bílaklukkur í Reykjavík í stað gjaldmæla og skora samtökin á borgaryfirvöld að koma á samstarfshópi borgarinnar og hagsmunaaðila í miðborginni sem myndi kynna sér betur kosti þessa fyrirkomulags. Samtökin héldu sameiginlegan opin fund á þriðjudaginn um reynslu Akureyringa af svokölluðu bílaklukkum, en framsögumenn á fundinum komu meðal annars frá Akureyri 13.9.2012 14:15
Sjálfstæðismenn furða sig á gríðarlega auknum launakostnaði Launakostnaður Reykjavíkurborgar fór einum milljarði frammúr áætlun á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram fréttatilkynningu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vísa í árshlutauppgjör borgarinnar. Sjálfstæðismenn kröfðust skýringa á þessum umframkostnaði í fyrirspurn sem þeir lögðu fram á borgarráðsfundi í dag. Sjálfstæðismenn segja að rekstrarkostnaður hafi aukist í takt við skatta og gjaldskrárhækkanir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Illa gangi að ná hagræðingu og sparnaði í kerfinu sjálfu. 13.9.2012 13:42
Stal Biblíu og blóðþrýstingsmæli úr bifreið fyrir utan klaustur Tveir karlmenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir umboðssvik, þjófnaði, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sá eldri, sem er fæddur 1982, var dæmdur fyrir umboðssvikin ásamt karlmanni fæddum 1983 en þeir sviku rúmar 150 þúsund krónur út af heimabanka. Sá yngri var einnig dæmdur fyrir að brjótast inn í tvær bifreiðar, önnur var staðsett fyrir utan klaustur Maríusystranna í Hafnarfirði. 13.9.2012 13:17
Verkamenn færa Óþekkta embættismanninn að Tjörninni Útlistaverk Magnúsar Tómassonar af Óþekkta embættismanninum var flutt af verustað sínum út að Tjarnarbakkanum þar sem embættismaðurinn mun framvegis standa á móti Ráðhúsinu. Jón Gnarr mun afhjúpa verkið á nýja staðnum á morgun klukkan hálf þrjú. 13.9.2012 13:05
Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Össuri Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér heimskulega í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. 13.9.2012 12:30
Tæplega sextíu hugmyndir bárust Tæplega sextíu hugmyndir bárust frá almenningi í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar en snúast flestar um að bæta útivistarmöguleika á svæðinu. Dómnefnd hefur nýlega hafið störf og mun skila af sér niðurstöðum í byrjun október. 13.9.2012 11:53
Foreldrar á þingi vilja lækka skatta á taubleium Þingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V), Birkir Jón Jónsson (B) og Lilja Mósesdóttir lögðu í dag fram frumvarp um breytingar á virðisaukaskattsþrepi á taubleium en núna þarf að greiða 25,5 prósent skatt af bleiunum. Þingmennirnir leggja til að skatturinn verði lækkaður niður í 7 prósent. Í greinagerð frá þingmönnunum segir að lækkun virðisaukaskatts á umhverfisvænum vörum sé jákvæð og til þess fallin að margir sem ella fjárfesta ekki í slíkum vörum kjósa að kaupa þær. 13.9.2012 11:21
Íslenska lögreglan næstum best í heimi á facebook Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir notkun sína á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter. Lögregluembættið var fyrr á árinu tilnefnt til virtra alþjóðlegra verðlauna fyrir þessi rafrænu umsvif sín, ásamt tveimur öðrum embættum. Nú nýlega var tilkynnt um hver fór með sigur af hólmi en það var ekki íslenska embættið. 13.9.2012 11:19