Innlent

Atvinnuleysi á Suðurlandi 3,1 prósent

Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir mynd/dfs.is
Atvinnuleysi á Suðurlandi fer stöðugt minnkandi og er nú 3,1% samanborið við 4,5% á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi á landsvísu er nú um 4,7% og var 6,6 % á landsvísu á sama tíma í fyrra. Mesta atvinnuleysi á Suðurlandi eftir bankahrunið 2008 var í mars 2009 en þá voru rúmlega 1000 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi eða 8 %.

Þetta kemur fram á fréttavefnum DFS.is í dag. Þar er haft eftir Ragnheiði Hergeirsdóttur, skrifstofustjóra hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi, 422 einstaklingar séu skráði í atvinnuleit hjá stofnunni. „241 kona og 181 karl. Þar af eru 191 með lögheimili í stærsta sveitarfélaginu, Sveitarfélaginu Árborg. Í dag eru auglýst hjá okkur 12 störf hjá 7 fyrirtækum/stofnunum en rétt er að geta þess að það kemur aðeins lítill hluti starfaauglýsinga á hverjum tíma inn til Vinnumálastofnunar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×