Innlent

Tæplega sextíu hugmyndir bárust

BBI skrifar
Mynd/Pjetur
Tæplega sextíu hugmyndir bárust frá almenningi í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar en snúast flestar um að bæta útivistarmöguleika á svæðinu. Dómnefnd hefur nýlega hafið störf og mun skila af sér niðurstöðum í byrjun október.

Samkeppnin stóð yfir í sumar og var hugsuð fyrir almenna borgara, þ.e. fólk þurfti ekki að vera sérmenntað til að taka þátt. Borgarar gátu sent inn einfaldar hugmyndir til að lífga upp á umhverfið í Öskjuhlíð. Henni lauk nú 1. september en þá höfðu 58 hugmyndir skilað sér.

Þegar upp verður staðið munu 10 hugmyndir hljóta viðurkenningu og er 750 þúsund krónur í vinningsfé. Hugmyndirnar verða síðan notaðar í heildarskipulagi í Öskjuhlíðinni, en í vetur verður önnur samkeppni milli faglærðra arkitekta um heildarskipulagið. Þar verður tekið tillit til þeirra hugmynda sem skara fram úr eftir samkeppni sumarsins.

Dómnefnd mun nú leggjast yfir tillögurnar 58. Dómnefndina skipa Jón Gnarr, borgarstjóri, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt, Sigrún Helga Lund, stærðfræðingur, og Ómar Ragnarsson.


Tengdar fréttir

Hugmyndir um skipulag Öskjuhlíðar streyma inn

Í sumar stendur yfir hugmyndasamkeppni um nýtingu Öskjuhlíðar og eru tillögur byrjaðar að streyma inn. Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs hjá Reykjavíkurborg, segir að fólk þurfi ekki að vera landslagsarkitekt eða sérmenntað til að taka þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×