Innlent

Stal Biblíu og blóðþrýstingsmæli úr bifreið fyrir utan klaustur

Tveir karlmenn voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir umboðssvik, þjófnaði, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sá eldri, sem er fæddur 1982, var dæmdur fyrir umboðssvikin ásamt karlmanni fæddum 1983 en þeir sviku rúmar 150 þúsund krónur út af heimabanka. Sá yngri var einnig dæmdur fyrir að brjótast inn í tvær bifreiðar, önnur var staðsett fyrir utan klaustur Maríusystranna í Hafnarfirði.

Þaðan stal maðurinn fartölvu, gylltu skríni, íkonum, talnaböndum, minnispeningum, silfurkrossi, helgimynd, boxi, bakpoka, Biblíu, ipod tónlistarspilara, hleðslutæki fyrir farsíma, blóðþrýstingsmæli, osti, súkkulaði, lyfjum og áfengi.

Báðir mennirnir eiga sér nokkra brotasögu en sá yngri var nú dæmdur í sjö mánaða fangelsi. Hinn fékk tveggja mánaða fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×