Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 12:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira