Fleiri fréttir Hollendingur ætlaði að reykja hass á Íslandi - fékk 40 þúsund króna sekt Hollenskur karlmaður var stöðvaður við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum í gær. Fíkniefnahundurinn Nelson hafði gefið til kynna að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og við leit fundust rúmlega þrjú grömm af meintu kannabisefni í sýnapoka. Þá reyndist hann vera með hasspípu í forum sínum, tvær hasskökur og lítinn poka með ætluðum kannabisfræjum. 19.3.2012 15:04 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir vopnað rán og akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn fór inn í söluturn í Breiðholti í mars í fyrra, í félagi við konu, með andlitið á sér hulið og vopnaður hamri og hafnarboltakylfu. Hann krafðist þess að fá pening og hafði um tíu til fimmtán þúsund krónur með sér á brott. Þá ók hann einnig bifreið undir áhrifum amfetamíns og áfengis. Maðurinn játaði brot sín en hann rauf skilorð með brotunum. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 19.3.2012 14:50 Kaþólikkar á Vestfjörðum ósáttir - undirskriftalisti sendur á biskup Kaþólskir á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal kvarta undan því að ekki séu haldnar kaþólskar messur á sunnanverðum Vestfjörðum og vilja að skoðað verði að byggja kaþólska kirkju á Patreksfirði. 19.3.2012 14:34 Ofurölvi maður með amfetamín í sokknum Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning aðfararnótt sunnudagsins um einstakling sem væri grunaður um að vera með amfetamín í fórum sínum. Lögreglumenn fundu fljótlega einstakling sem passaði við þá lýsingu sem gefin hafði verið. 19.3.2012 14:17 Tæmdi 6 kíló slökkvitæki yfir gesti á skemmtistað Gestur á skemmtistaðnum Paddýs í Reykjanesbæ tæmdi úr sex kílóa slökkvitæki yfir staðinn og gesti þar aðfararnótt sunnudags. 19.3.2012 14:15 Margfaldur munur á gjaldtöku banka Margfaldur munur er á gjaldtöku banka við skuldaraskipti á íbúðalánum, Landsbankinn rukkar minnst en Frjálsi fjárfestingarbankinn og Íslandsbanki innheimta prósentu af lánsupphæð. Talsmaður neytenda telur óeðlilegt að innheimta hlutfallsgjald af slíkri skjalagerð. 19.3.2012 19:00 Clarissa fann kannabis Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar húsleitar sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í umdæminu um helgina. Leitað var í íbúðarhúsnæði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleitina fannst marijuana í tösku í stofu íbúðarinnar. Jafnframt voru í töskunni bíllyklar af bifreið sem stóð fyrir utan húsnæðið. Fíkniefnahundurinn Clarissa leitaði í bifreiðinni og fundust tvær pakkningar milli framsæta bílsins af meintu marijuana. Annar hinna handteknu játaði að eiga ofangreind efni. Í herbergi hins mannsins sem handtekinn var fundusr marijuana, sveppir og tvær e-pillur. Sá maður viðurkenndi einnig eign sína á þeim efnum. Eftir yfirheyrslur á lögreglustöð voru mennirnir látnir lausir og teljast málin upplýst. 19.3.2012 14:19 Skrifar bók um líf dóttur sinnar - leitar eftir aðstoð almennings Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður vinnur nú að bók um Sigrúnu Mjöll dóttur sína sem lést fyrir nokkrum misserum. Á bloggsíðu sinni segir Jóhannes að bókin verði blanda af hennar sögu og hvernig baráttan við það að koma henni til aðstoðar hafi gengið fyrir sig. Hann biðlar nú til almennings og lýsir eftir sögum og myndum af Sigrúnu, eða Sissu, eins og hún var kölluð. 19.3.2012 13:19 Fréttaskýring: Litla ávöxtun að hafa sé sparnaður ekki bundinn Þegar sparifjáreigendur meta á hvers konar innlánsreikningum skynsamlegast er að geyma sparnað þurfa þeir fyrst að ákveða hvað binda má sparnaðinn lengi. Litla raunávöxtun er að fá á óbundnum reikningum. 19.3.2012 13:00 Myndband við framlag Bretlands í Eurovision opinberað Myndband við lagið Love Will Set You Free, sem er framlag Bretlands í Eurovision í ár, hefur verið opinberað. Það er Engelbert Humperdinck sem flytur lagið. 19.3.2012 12:47 Laus úr öndunarvél en er haldið sofandi Framkvæmdastjóri Lagastoðar, Skúli Sigurz, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás fyrir tveimur vikum er kominn úr öndunarvél. Hann dvelur þó enn á gjörgæslu og er haldið sofandi. Árásarmaðurinn, Guðgeir Guðmundsson, situr í gæsluvarðhaldi og gengst hann nú undir geðrannsókn. Hann hefur játað verknaðinn. 19.3.2012 12:10 Leyft að rannsaka virkjanakosti á ný Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna Skrokkölduvirkjunar, þrátt fyrir ósk Landverndar til iðnaðarráðherra um að útgáfa rannsóknarleyfa yrði áfram bönnuð meðan rammaáætlun væri óafgreidd frá Alþingi. Þetta er fyrsta rannsóknarleyfið sem Orkustofnun veitir eftir að tímabundið bann rann út þann 1. febrúar síðastliðinn. 19.3.2012 12:08 Hafa þurft að bjarga flestum sem ætla yfir jökulinn Björgunarsveitir hafa þurft að sækja flesta þá sem ætla yfir Vatnajökul í vetur enda tíðin verið óvenju slæm. Belgísku ferðamennirnir tveir sem var bjargað um helgina eru brattir, og ætla að ferðast áfram um landið næstu daga. 19.3.2012 12:00 Borgarverðir aðstoði útigangsfólk Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. 19.3.2012 11:46 Eurovison-myndbandið frumsýnt klukkan 12 Myndbandið við Mundu eftir mér sem er Eurovision-framlag okkar Íslendinga í ár verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone klukkan 12 á hádegi í dag. 19.3.2012 11:41 Ný samtök nefnast Dögun Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nafn nýrra stjórnmálasamtaka. Þetta var ákveðið á öðrum stofnfundi samtakanna sem fram fór í gær. Um hundrað manns sátu fundinn. 19.3.2012 11:00 Ómar Ragnarsson: Þjófurinn er í vanda "Þeir sem tóku þetta eru áreiðanlega í vandræðum því það er enginn sem vill kaupa svona vél. Ég bara bíð og vona," segir skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Fyrir rúmlega tveimur vikum var stolið frá honum tveimur kvikmyndatökuvélum og einu magabelti með veski sem hann hafði lagt frá sér við innganginn á blokkinni sinni. 19.3.2012 10:51 Þriðjungur er andvígur meiri virkjun Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. 19.3.2012 09:00 Farfuglaheimili fyrir 250 manns við Hlemm Farfuglaheimili með herbergjum fyrir 250 gesti verður innréttað gegnt Hlemmtorgi ef áform eigenda hússins ganga eftir. 19.3.2012 09:00 Eldgosin kostuðu ríkið 1,3 milljarða króna Ríkisstjórnin hefur veitt um 1,3 milljarða króna aukalega vegna eldgosa og annarra hamfara síðan í maí árið 2010. Í þeirri fjárhæð er ekki meðtalinn margvíslegur kostnaður stofnana sem fjármagnaður hefur verið af árlegum fjárheimildum þeirra. 19.3.2012 08:00 Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans eftir að þrír bílar skullu saman á Reykjanesbtraut í gærkvöldi og að minnstakosti eisnn þeirra hafnaði utan vegar. Hvorugur slasaðist þó alvarlega, en brautinni var lokað um tíma á meðan lögreglan var að greiða úr málinu. 19.3.2012 06:56 Fólk aðstoðað í föstum bílum á Vatnaleið Björgunarsveitin í Stykkishólmi var kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Vatnaleið. Engum varð meint af dvölinni þar. 19.3.2012 06:40 Segir golfklúbba ekki skilja tækifæri í hóteli „Ég tel að það sé ákveðinn misskilningur í gangi hjá golfklúbbunum sem eru að kæra og að með nýju hóteli fylgi verulegt tækifæri fyrir golfklúbbana sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Hallur Magnússon, hjá félaginu Sextíu plús ehf., sem áformar að reisa hundrað herbergja hótel við fyrirhugaðan golfvöll á Minni-Borg í Grímsnesi. 19.3.2012 06:30 Draumadagur í Hlíðarfjalli „Þetta var frábær dagur,“ segir Magni Rúnar Magnússon, svæðisstjóri Hlíðarfjalls á Akureyri, um gærdaginn í fjallinu. „Það var sjö til átta stiga frost, logn og sólskin, bara æðislegt vetrarveður.“ 19.3.2012 04:00 Vélsleðaslys í Flateyjardal Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi voru kallaðar út, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna vélsleðaslyss á Flateyjardal um 1 km norðar við Heiðarhús. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er að minnsta kosti einn maður brotinn, en ekki er vitað hvort um frekari meiðsl er að ræða. 18.3.2012 16:45 Segir atvinnulífið í stofufangelsi gjaldeyrishaftanna Gjaldeyrishöftin valda að atvinnulífinu líður svolítið eins og það sé í stofufangelsi, segir Svana Helen Björnsdóttir nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Svana Helen sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að gjaldeyrishöftin valdi því að íslensku stórfyrirtækin fái ekki fjármagn. 18.3.2012 11:05 Ölvaður maður skemmdi bíl Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunnar og hávaða frá heimilum og skemmtistöðum. Ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bíl. Hann var færður í fangageymslu og er vistaður þar uns hægt er að ræða við hann. Þá barst lögreglunni tilkynning um að rúða hefði verið brotin í Listasafninu við Tryggvagötu. Jafnframt barst lögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í íbúð við Álfhólsveg en ekki er vitað hverju var stolið. 18.3.2012 09:47 Björguðu erlendum ferðamönnum af jökli Björgunarfélag Hornafjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru í gærkvöld á Skálafellsjökul, sem er hluti af Vatnajökli, til að sækja tvo erlenda ferðamenn sem þar voru í hrakningum. Ferðamennirnir settu neyðarsendi í gang þegar ljóst varð að þeir gætu ekki komið sér niður af eigin rammleik. 18.3.2012 09:10 Bólugrafnar drengjagrúppíur Ari Eldjárn og félagar í Mið-Íslandi byrja með nýjan þátt á Stöð 2 í næstu viku. Ari er mikill aðdáandi Fóstbræðraþáttanna sem skörtuðu Þorsteini Guðmundssyni og hófu göngu sína fyrir fimmtán árum. 17.3.2012 21:00 Samkomulagið gríðarlega mikið hagsmunamál Það samkomulag sem gert var í gær um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. 17.3.2012 18:51 Segir borgarstjóra hundsa skoðanir almennings Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega að Jón Gnarr borgarstjóri hafi í gær undirritað samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar. 17.3.2012 17:52 Fékk verðlaun fyrir vísindaerindi Hulda Rún Jónsdóttir og samstarfsmenn hennar fengu verðlaun fyrir besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema á Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna sem haldið var nú um helgina. 17.3.2012 17:26 Eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu Um hundrað manns og einn vel uppalinn hundur takast á við eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu um þessar mundir. 17.3.2012 15:39 Kristján er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson er nýr annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 57% atkvæða í annarri umferð kosninga á flokksráðsfundi í Turninum í Kópavogi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk 40% atkvæða. Kjósa þurfti að nýju á milli tveggja efstu frambjóðenda eftir fyrri umferð kosninga því enginn hlaut hreinan meirihluta. Upphaflega voru í framboði auk Kristjáns og Geirs Jóns, þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð. 17.3.2012 15:18 38 milljarða tap vegna vaxtadómsins Landsbankinn hefur gjaldfært 38 milljarða króna vegna taps af gengistryggðum útlánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í febrúar síðastliðnum. Hagnaður bankans nam samt sem áður tæpum sautján milljörðum á síðasta ári. 17.3.2012 12:00 Síðasta helgin í Kolaportinu Fjölskylduhjálp Íslands hefur undanfarnar helgar selt notaðan og nýjan fatnað til styrktar matarsjóðnun "Enginn án matar“ á Íslandi. Fjöldi tónlistarmanna hafa lagt starfinu lið með flutningi frábærrar tónlistar. Listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram kl. 13.00 í dag fyrir gesti og gangandi. Framvegis verður flóamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands opinn alla virka daga í Eskihlíð 2 - 4 frá kl. 12 til 18. 17.3.2012 10:46 Bjarni skýtur fast á Jóhönnu Íslenska krónan er forsenda þess litla hagvaxtar sem Jóhanna Sigurðardóttir stærir sig af, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna í Kópavogi í dag. 17.3.2012 10:30 Árásarmenn vistaðir hjá lögreglu Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa ráðist á mann á veitingahúsi við Ingólfsstræti. Sá sem varð fyrir árásinni var meðal annars með brotna tönn og hugðist hann leita á slysadeild. Þetta var eitt fjölmargra verkefna sem lögreglan fékkst við í nótt. 17.3.2012 09:31 Kosið aftur milli Geirs Jóns og Kristjáns Greiða þarf atkvæði um annan varaformann Sjálfstæðisflokksins í annarri umferð. Eftir fyrri umferðina voru efstir þeir Kristján Þór Júlíusson þingmaður og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Hvorugur þeirra náði þó yfir 50% atkvæða og þarf því að greiða atkvæði aftur. Vísir mun segja frá úrslitunum þegar þau liggja fyrir. 17.3.2012 14:47 Sjálfstæðismenn funda í dag Annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins verður kosinn á flokksráðsfundi sem haldinn er í Turninum í Kópavogi í dag. Fundurinn hefst klukkan korter yfir níu með ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, og Ólafar Nordal varaformanns. Þá verður jafnframt kosið í málefnanefndir flokksins sem munu starfa fram að næsta landsfundi. 17.3.2012 09:13 200 einstaklingar utangarðs Um tvö hundruð manns sem koma árlega á Vog hafa sótt sér meðferð þangað áður tíu sinnum eða oftar. Flestir glíma við geðræn vandamál. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þurfa hátt í 150 af þessum 200 frekari úrræði frá heilbrigðis- eða félagsmálayfirvöldum eftir áfengis- og vímuefnameðferðina á Vogi. 17.3.2012 08:00 Rekstrarniðurstaða OR batnaði til muna Orkuveita Reykjavíkur birti í gær ársreikning fyrir 2011. Rekstrartekjur fyrirtækisins hækkuðu um 20% og rekstrarkostnaður lækkaði um rúm 11%. Gríðarháar skuldir sliga enn fyrirtækið en sparnaðaráætlun stjórnar hefur staðist til þessa. 17.3.2012 08:00 Segir rekstrarumhverfinu hafa hrakað Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg lagasetning og vilji til þess að búa til séríslenskar lausnir sem ekki hafa verið reyndar annars staðar grefur undan stöðugleika og fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er í alþjóðaviðskiptum. Þetta sagði Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. 17.3.2012 08:00 Segir allar ásakanir á hendur Geir rangar Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt. 17.3.2012 08:00 Lögreglan gagnrýnir frumvarp Ögmundar Frumvarp Ögmundar Jónassonar um forvirkar rannsóknarheimildir gengur allt of skammt, að mati lögreglu. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að einungis sé kallað eftir sams konar heimildum og tíðkist í nágrannalöndum. 17.3.2012 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hollendingur ætlaði að reykja hass á Íslandi - fékk 40 þúsund króna sekt Hollenskur karlmaður var stöðvaður við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum í gær. Fíkniefnahundurinn Nelson hafði gefið til kynna að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og við leit fundust rúmlega þrjú grömm af meintu kannabisefni í sýnapoka. Þá reyndist hann vera með hasspípu í forum sínum, tvær hasskökur og lítinn poka með ætluðum kannabisfræjum. 19.3.2012 15:04
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir vopnað rán og akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn fór inn í söluturn í Breiðholti í mars í fyrra, í félagi við konu, með andlitið á sér hulið og vopnaður hamri og hafnarboltakylfu. Hann krafðist þess að fá pening og hafði um tíu til fimmtán þúsund krónur með sér á brott. Þá ók hann einnig bifreið undir áhrifum amfetamíns og áfengis. Maðurinn játaði brot sín en hann rauf skilorð með brotunum. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 19.3.2012 14:50
Kaþólikkar á Vestfjörðum ósáttir - undirskriftalisti sendur á biskup Kaþólskir á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal kvarta undan því að ekki séu haldnar kaþólskar messur á sunnanverðum Vestfjörðum og vilja að skoðað verði að byggja kaþólska kirkju á Patreksfirði. 19.3.2012 14:34
Ofurölvi maður með amfetamín í sokknum Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning aðfararnótt sunnudagsins um einstakling sem væri grunaður um að vera með amfetamín í fórum sínum. Lögreglumenn fundu fljótlega einstakling sem passaði við þá lýsingu sem gefin hafði verið. 19.3.2012 14:17
Tæmdi 6 kíló slökkvitæki yfir gesti á skemmtistað Gestur á skemmtistaðnum Paddýs í Reykjanesbæ tæmdi úr sex kílóa slökkvitæki yfir staðinn og gesti þar aðfararnótt sunnudags. 19.3.2012 14:15
Margfaldur munur á gjaldtöku banka Margfaldur munur er á gjaldtöku banka við skuldaraskipti á íbúðalánum, Landsbankinn rukkar minnst en Frjálsi fjárfestingarbankinn og Íslandsbanki innheimta prósentu af lánsupphæð. Talsmaður neytenda telur óeðlilegt að innheimta hlutfallsgjald af slíkri skjalagerð. 19.3.2012 19:00
Clarissa fann kannabis Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar húsleitar sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í umdæminu um helgina. Leitað var í íbúðarhúsnæði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleitina fannst marijuana í tösku í stofu íbúðarinnar. Jafnframt voru í töskunni bíllyklar af bifreið sem stóð fyrir utan húsnæðið. Fíkniefnahundurinn Clarissa leitaði í bifreiðinni og fundust tvær pakkningar milli framsæta bílsins af meintu marijuana. Annar hinna handteknu játaði að eiga ofangreind efni. Í herbergi hins mannsins sem handtekinn var fundusr marijuana, sveppir og tvær e-pillur. Sá maður viðurkenndi einnig eign sína á þeim efnum. Eftir yfirheyrslur á lögreglustöð voru mennirnir látnir lausir og teljast málin upplýst. 19.3.2012 14:19
Skrifar bók um líf dóttur sinnar - leitar eftir aðstoð almennings Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður vinnur nú að bók um Sigrúnu Mjöll dóttur sína sem lést fyrir nokkrum misserum. Á bloggsíðu sinni segir Jóhannes að bókin verði blanda af hennar sögu og hvernig baráttan við það að koma henni til aðstoðar hafi gengið fyrir sig. Hann biðlar nú til almennings og lýsir eftir sögum og myndum af Sigrúnu, eða Sissu, eins og hún var kölluð. 19.3.2012 13:19
Fréttaskýring: Litla ávöxtun að hafa sé sparnaður ekki bundinn Þegar sparifjáreigendur meta á hvers konar innlánsreikningum skynsamlegast er að geyma sparnað þurfa þeir fyrst að ákveða hvað binda má sparnaðinn lengi. Litla raunávöxtun er að fá á óbundnum reikningum. 19.3.2012 13:00
Myndband við framlag Bretlands í Eurovision opinberað Myndband við lagið Love Will Set You Free, sem er framlag Bretlands í Eurovision í ár, hefur verið opinberað. Það er Engelbert Humperdinck sem flytur lagið. 19.3.2012 12:47
Laus úr öndunarvél en er haldið sofandi Framkvæmdastjóri Lagastoðar, Skúli Sigurz, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás fyrir tveimur vikum er kominn úr öndunarvél. Hann dvelur þó enn á gjörgæslu og er haldið sofandi. Árásarmaðurinn, Guðgeir Guðmundsson, situr í gæsluvarðhaldi og gengst hann nú undir geðrannsókn. Hann hefur játað verknaðinn. 19.3.2012 12:10
Leyft að rannsaka virkjanakosti á ný Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna Skrokkölduvirkjunar, þrátt fyrir ósk Landverndar til iðnaðarráðherra um að útgáfa rannsóknarleyfa yrði áfram bönnuð meðan rammaáætlun væri óafgreidd frá Alþingi. Þetta er fyrsta rannsóknarleyfið sem Orkustofnun veitir eftir að tímabundið bann rann út þann 1. febrúar síðastliðinn. 19.3.2012 12:08
Hafa þurft að bjarga flestum sem ætla yfir jökulinn Björgunarsveitir hafa þurft að sækja flesta þá sem ætla yfir Vatnajökul í vetur enda tíðin verið óvenju slæm. Belgísku ferðamennirnir tveir sem var bjargað um helgina eru brattir, og ætla að ferðast áfram um landið næstu daga. 19.3.2012 12:00
Borgarverðir aðstoði útigangsfólk Borgarverðir eru færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem mun þjónusta utangarðsfólk í Reykjavík. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að þeim sé ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og sem stöðu sinnar vegna lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. 19.3.2012 11:46
Eurovison-myndbandið frumsýnt klukkan 12 Myndbandið við Mundu eftir mér sem er Eurovision-framlag okkar Íslendinga í ár verður frumsýnt á vefsíðu Vodafone klukkan 12 á hádegi í dag. 19.3.2012 11:41
Ný samtök nefnast Dögun Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nafn nýrra stjórnmálasamtaka. Þetta var ákveðið á öðrum stofnfundi samtakanna sem fram fór í gær. Um hundrað manns sátu fundinn. 19.3.2012 11:00
Ómar Ragnarsson: Þjófurinn er í vanda "Þeir sem tóku þetta eru áreiðanlega í vandræðum því það er enginn sem vill kaupa svona vél. Ég bara bíð og vona," segir skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. Fyrir rúmlega tveimur vikum var stolið frá honum tveimur kvikmyndatökuvélum og einu magabelti með veski sem hann hafði lagt frá sér við innganginn á blokkinni sinni. 19.3.2012 10:51
Þriðjungur er andvígur meiri virkjun Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. 19.3.2012 09:00
Farfuglaheimili fyrir 250 manns við Hlemm Farfuglaheimili með herbergjum fyrir 250 gesti verður innréttað gegnt Hlemmtorgi ef áform eigenda hússins ganga eftir. 19.3.2012 09:00
Eldgosin kostuðu ríkið 1,3 milljarða króna Ríkisstjórnin hefur veitt um 1,3 milljarða króna aukalega vegna eldgosa og annarra hamfara síðan í maí árið 2010. Í þeirri fjárhæð er ekki meðtalinn margvíslegur kostnaður stofnana sem fjármagnaður hefur verið af árlegum fjárheimildum þeirra. 19.3.2012 08:00
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans eftir að þrír bílar skullu saman á Reykjanesbtraut í gærkvöldi og að minnstakosti eisnn þeirra hafnaði utan vegar. Hvorugur slasaðist þó alvarlega, en brautinni var lokað um tíma á meðan lögreglan var að greiða úr málinu. 19.3.2012 06:56
Fólk aðstoðað í föstum bílum á Vatnaleið Björgunarsveitin í Stykkishólmi var kölluð út í gærkvöldi til að aðstoða fólk í nokkrum föstum bílum á Vatnaleið. Engum varð meint af dvölinni þar. 19.3.2012 06:40
Segir golfklúbba ekki skilja tækifæri í hóteli „Ég tel að það sé ákveðinn misskilningur í gangi hjá golfklúbbunum sem eru að kæra og að með nýju hóteli fylgi verulegt tækifæri fyrir golfklúbbana sem fyrir eru á svæðinu,“ segir Hallur Magnússon, hjá félaginu Sextíu plús ehf., sem áformar að reisa hundrað herbergja hótel við fyrirhugaðan golfvöll á Minni-Borg í Grímsnesi. 19.3.2012 06:30
Draumadagur í Hlíðarfjalli „Þetta var frábær dagur,“ segir Magni Rúnar Magnússon, svæðisstjóri Hlíðarfjalls á Akureyri, um gærdaginn í fjallinu. „Það var sjö til átta stiga frost, logn og sólskin, bara æðislegt vetrarveður.“ 19.3.2012 04:00
Vélsleðaslys í Flateyjardal Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi voru kallaðar út, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, rétt fyrir klukkan fjögur í dag vegna vélsleðaslyss á Flateyjardal um 1 km norðar við Heiðarhús. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er að minnsta kosti einn maður brotinn, en ekki er vitað hvort um frekari meiðsl er að ræða. 18.3.2012 16:45
Segir atvinnulífið í stofufangelsi gjaldeyrishaftanna Gjaldeyrishöftin valda að atvinnulífinu líður svolítið eins og það sé í stofufangelsi, segir Svana Helen Björnsdóttir nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Svana Helen sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að gjaldeyrishöftin valdi því að íslensku stórfyrirtækin fái ekki fjármagn. 18.3.2012 11:05
Ölvaður maður skemmdi bíl Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunnar og hávaða frá heimilum og skemmtistöðum. Ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bíl. Hann var færður í fangageymslu og er vistaður þar uns hægt er að ræða við hann. Þá barst lögreglunni tilkynning um að rúða hefði verið brotin í Listasafninu við Tryggvagötu. Jafnframt barst lögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í íbúð við Álfhólsveg en ekki er vitað hverju var stolið. 18.3.2012 09:47
Björguðu erlendum ferðamönnum af jökli Björgunarfélag Hornafjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru í gærkvöld á Skálafellsjökul, sem er hluti af Vatnajökli, til að sækja tvo erlenda ferðamenn sem þar voru í hrakningum. Ferðamennirnir settu neyðarsendi í gang þegar ljóst varð að þeir gætu ekki komið sér niður af eigin rammleik. 18.3.2012 09:10
Bólugrafnar drengjagrúppíur Ari Eldjárn og félagar í Mið-Íslandi byrja með nýjan þátt á Stöð 2 í næstu viku. Ari er mikill aðdáandi Fóstbræðraþáttanna sem skörtuðu Þorsteini Guðmundssyni og hófu göngu sína fyrir fimmtán árum. 17.3.2012 21:00
Samkomulagið gríðarlega mikið hagsmunamál Það samkomulag sem gert var í gær um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. 17.3.2012 18:51
Segir borgarstjóra hundsa skoðanir almennings Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega að Jón Gnarr borgarstjóri hafi í gær undirritað samkomulag um lóðir og skipulagsmál í tengslum við framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands norðan Hringbrautar. 17.3.2012 17:52
Fékk verðlaun fyrir vísindaerindi Hulda Rún Jónsdóttir og samstarfsmenn hennar fengu verðlaun fyrir besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema á Sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna sem haldið var nú um helgina. 17.3.2012 17:26
Eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu Um hundrað manns og einn vel uppalinn hundur takast á við eitt frægasta óperuverk sögunnar í Hörpu um þessar mundir. 17.3.2012 15:39
Kristján er annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins Kristján Þór Júlíusson er nýr annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut 57% atkvæða í annarri umferð kosninga á flokksráðsfundi í Turninum í Kópavogi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk 40% atkvæða. Kjósa þurfti að nýju á milli tveggja efstu frambjóðenda eftir fyrri umferð kosninga því enginn hlaut hreinan meirihluta. Upphaflega voru í framboði auk Kristjáns og Geirs Jóns, þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð. 17.3.2012 15:18
38 milljarða tap vegna vaxtadómsins Landsbankinn hefur gjaldfært 38 milljarða króna vegna taps af gengistryggðum útlánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í febrúar síðastliðnum. Hagnaður bankans nam samt sem áður tæpum sautján milljörðum á síðasta ári. 17.3.2012 12:00
Síðasta helgin í Kolaportinu Fjölskylduhjálp Íslands hefur undanfarnar helgar selt notaðan og nýjan fatnað til styrktar matarsjóðnun "Enginn án matar“ á Íslandi. Fjöldi tónlistarmanna hafa lagt starfinu lið með flutningi frábærrar tónlistar. Listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram kl. 13.00 í dag fyrir gesti og gangandi. Framvegis verður flóamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands opinn alla virka daga í Eskihlíð 2 - 4 frá kl. 12 til 18. 17.3.2012 10:46
Bjarni skýtur fast á Jóhönnu Íslenska krónan er forsenda þess litla hagvaxtar sem Jóhanna Sigurðardóttir stærir sig af, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna í Kópavogi í dag. 17.3.2012 10:30
Árásarmenn vistaðir hjá lögreglu Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa ráðist á mann á veitingahúsi við Ingólfsstræti. Sá sem varð fyrir árásinni var meðal annars með brotna tönn og hugðist hann leita á slysadeild. Þetta var eitt fjölmargra verkefna sem lögreglan fékkst við í nótt. 17.3.2012 09:31
Kosið aftur milli Geirs Jóns og Kristjáns Greiða þarf atkvæði um annan varaformann Sjálfstæðisflokksins í annarri umferð. Eftir fyrri umferðina voru efstir þeir Kristján Þór Júlíusson þingmaður og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Hvorugur þeirra náði þó yfir 50% atkvæða og þarf því að greiða atkvæði aftur. Vísir mun segja frá úrslitunum þegar þau liggja fyrir. 17.3.2012 14:47
Sjálfstæðismenn funda í dag Annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins verður kosinn á flokksráðsfundi sem haldinn er í Turninum í Kópavogi í dag. Fundurinn hefst klukkan korter yfir níu með ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, og Ólafar Nordal varaformanns. Þá verður jafnframt kosið í málefnanefndir flokksins sem munu starfa fram að næsta landsfundi. 17.3.2012 09:13
200 einstaklingar utangarðs Um tvö hundruð manns sem koma árlega á Vog hafa sótt sér meðferð þangað áður tíu sinnum eða oftar. Flestir glíma við geðræn vandamál. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þurfa hátt í 150 af þessum 200 frekari úrræði frá heilbrigðis- eða félagsmálayfirvöldum eftir áfengis- og vímuefnameðferðina á Vogi. 17.3.2012 08:00
Rekstrarniðurstaða OR batnaði til muna Orkuveita Reykjavíkur birti í gær ársreikning fyrir 2011. Rekstrartekjur fyrirtækisins hækkuðu um 20% og rekstrarkostnaður lækkaði um rúm 11%. Gríðarháar skuldir sliga enn fyrirtækið en sparnaðaráætlun stjórnar hefur staðist til þessa. 17.3.2012 08:00
Segir rekstrarumhverfinu hafa hrakað Fljótfærnisleg, tíð og ófagleg lagasetning og vilji til þess að búa til séríslenskar lausnir sem ekki hafa verið reyndar annars staðar grefur undan stöðugleika og fyrirsjáanleika sem nauðsynlegur er í alþjóðaviðskiptum. Þetta sagði Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. 17.3.2012 08:00
Segir allar ásakanir á hendur Geir rangar Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt. 17.3.2012 08:00
Lögreglan gagnrýnir frumvarp Ögmundar Frumvarp Ögmundar Jónassonar um forvirkar rannsóknarheimildir gengur allt of skammt, að mati lögreglu. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að einungis sé kallað eftir sams konar heimildum og tíðkist í nágrannalöndum. 17.3.2012 07:30